Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 24
Vilborg Arnardóttir, foreldri og stjórnarmaður í VÁVest-hópnum skrifar Árið 1999 Árið sem er að líða hefur að mörgu leyti verið gott. Veðurfar hefur verið fremur tíðindalít- ið. Náttúruhamfarir hafa ekki orðið til skaða og snjóvarnargarðurinn ofan við Flateyri sýndi gagn- semi sína þegar snjóflóð féll á hann snemma árs. Þar sannaðist enn einu sinni hve mikilvægt er að beita skynsemi, vís- indum og mannlegri hugsun í baráttunni við náttúruöflin. Nær væri að tala um sambúðina við náttúruna. Hvar sem menn búa á þessari jörð okkar lætur náttúran til stn taka í sambúðinni. Nýleg dæmi frá Mið Evrópu sýna það, en þar féllu snjóflóð og kostuðu mannslíf. Jarðskjálftar urðu í Tyrk- landi og Grikklandi í haust, þar sem tugþús- undir fórust í fyrrnefnda landinu. Eldgos og flóð, ásamt fárviðrum í Vestur Evrópu bera að sama brunni. Nýlegasta dæmið eru skriðuföll í Venesú- ela, þar sem tugir manna hafa látið lífið og mikið eignatjón hefur orðið. Fólk týnir lífinu og eignir tapast. Islendingum er nauð- syn að halda vöku sinni, ekki síst vegna þess að til eru leiðir sem draga úr afleiðingum snjóflóða að miklu eða öllu leyti. Brýnt er að ftnna leið til að koma varnargarði við Seljalaland í Skutulsfirði á framkvæmdáætlun árs- ins 2000. Mikilvægt er að Isafjarðarbær geti boðið byggingarland í fyrrverandi Isafjarðar- kaupstað. Það hefði í för með sér ákveðinn sál- fræðilegan ávinning, auk meira öryggis fyrir íbúa. Skíðalandsmótið á Isa- firði um páskana tókst með ágætum og var Is- fírðingum til mikils sóma. Náttúran hefur leikið skíðasvæði Isfirð- inga á Seljalandsdal grátt undanfarin ár, því miður, en bæjarstjórn ætlar ekki að gefast upp og hyggst nota Tungudal og ná- grenni til að byggja upp skíðasvæði, sem hefur alla burði til að reynast gott. Atvinnulíf hefur geng- ið bæði vel og illa. Hrað- frystihúsið Gunnvör varð til fyrir sameiningu á ár- inu og lofar góðu. Bása- fell skipti um eigendur að hluta og er nú greini- lega komið að lokum. Því verður væntanlega skipt upp í smærri ein- ingar. Margir munu sakna Norðurtangans, rækjuverksmiðjanna og Hjálms. Kvótinn er vandamál eða öllu held- ur skortur á kvóta. Byggðakvóta Isafjarðar- bæjar var ráðstafað til Þingeyrar og tómt mál að tala um að breyta þeirri ráðstöfun. Nú er nauðsyn að tryggja fjár- magn til kvótakaupa til Suðureyrar og Flateyrar. Á undanförnum árum hefur kvóti horfið af norðanverðum Vestfjörð- um, einkum vegna sölu fyrirtækja til kaupenda í öðrum landshlutum, sem Skoðanir Stakkur skrifar hafa svo ekki staðið við áætlanir um áframhald- andi rekstur hér heima. Nægir að nefna Bolung- arvík. Gleðileg jól Þrátt fyrir ofangreint og stöðuga fækkun fbúa er gott að búa á Vest- fjörðum. Samgöngur kalla á úrbætur. Nýr þingmaður nýs flokks, Guðjón A. Kristjánsson, er með byltingarkenndar hugmyndir og flutti þingsályktunartillögu þar að lútandi. En tjár- veitingar ráða. Árangur vestfirskra grunnskóla- nemenda, ekki síst á Isa- ftrði, er ánægjuefni. Það býr kraftur í Vestfirðing- um og nú þarf að stilla saman strengina. Margir bíða óþreyjufullir ár- angurs af Þróunarsetri á Isafirði. Kröftum okkar Vestfirðinga má alls ekki dreifa. Næstu skref hljóta að verða þau, að móta stefnu og auka samvinnu sveitarfélaga við lausn atvinnumála og þjónustu. Því miður er ljóst að litlar líkur eru til þess í bráð að sjáv- arútvegur ná fyrri hæð- um á Vestfjörðum. En þá er að vera opinn fyrir öllum möguleikum til að sækja fram. Lesendum eru færðar óskir um gleðileg jól og farælt komandi ár með þökkum fyrir sam- fylgdina á því sem senn er liðið. Megi nýtt ár færa okkur gæfu og gengi ásamt þeim krafti sem nauðsynlegur er til að snúa þróun undan- farinna ára við. J / Askriftarsíminn er 456 4560 Grasíð er niiklu grænna útí á landi Ég var svo lánsöm að kom- ast á ráðstefnuna „Frá foreldr- um til foreldra" sem haldin var í tónlistarhúsi Kópavogs 30. nóvember sl. Ráðstefna af þessu tagi er frábær vett- vangur fyrir foreldra og for- eldrafélög á landinu ásamt öðrum sem hafa með börn og unglinga að gera, til að bera saman bækur sínar. Á svona ráðstefnu er kynnt þróunarverkefni í skólum, nýjustu rannsóknir á neyslu vímuefna unglinga, og svo hugmyndir og verkefni for- eldra til að styrkja sjálfsmat barna og unglinga og margt fleira. Það yrðu margar blað- síður ef ég færi að rekja allt sem fram kom á ráðstefnunni en eftir að heim var komið, var það tvennt sem vakti sér- staklega athygli mína. Ein málstofan var heilsu- leikskóli. í heilsuleikskólan- um er lögð áhersla á holla næringu og hreyfingu barna. Þau eru með bók sem kallast „heilsubók barnsins" og eru skráðir þar áhersluþættir leik- skólans þ.e. næring, svefn, hreyfing, listsköpun og svo heilsufar eins og hæð, þyngd og félagsfærni. Önnur mál- stofa var foreldranámskeið í Réttarholtsskóla. Megin markmið með þessu þróunar- verkefni var að stuðla að bættu skólanámi nemenda, að stuðla að bættu heimanámi nem- enda, að stuðla að virkum tengslum milli foreldra og skóla, að stuðla að virkum tengslum á milli foreldra og að móta forvarnarstefnu fyrir 8. bekkjar árganginn. Til þess að ná þessu fram voru notaðar sérstakar dag- bækur fyrir nemendur og um- sjónarkennara, til þess að fylgjast með að heimanámið sé gert. Haldnir voru fundir með foreldrum til að kynna þeim námsefnið ásamt starf- inu í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef verið sek um það eins og fleiri að álíta sem svo að Stór-Reykjavíkur- svæðið hafi upp á svo miklu meira að bjóða heldur en stað- irnir úti á landi. En svo er aldeilis ekki, að minnsta kosti ekki hvað skólana varðar. Ég fór að bera saman nýjungar úr skólunum í Reykjavík sem kynntar voru á ráðstefnunni og það sem ég hef kynnst í skólanum hér fyrir vestan. Flateyringar voru með sér- stakt íþróttanámskeið fyrir leikskólabörn í fyrra vor. Leik- skólabörn f Súðavíkurskólafá að lágmarki þrjá tíma fyrir íþróttirá viku ogjafnvel meira ef veður er það slæmt að börn- in geta ekki verið úti en leik- skólinn, grunnskólinn og íþróttahúsið eru öll undir sama þaki. Samkennsla hefur verið í Súðavíkurskóla þ.e.a.s. að fimm ára börnum er kennt að hluta til með sex ára börnum. Þau fá þrettán tíma á viku í átta fögum og er enska kennd niður í 5. bekk annað árið í röð. Eftir hver mánaðarmót eru notuð sérstök samskiptablöð í grunnskólanum í Súðavík en það er ætlað til þess að foreldrar geti fy lgst betur með árangri barna sinna. Á sam- skiptablaðinu eru reitir við hvert fag og merkir umsjónar- kennarinn inná hvernig barnið hefur staðið sig y fir mánuðinn hvað varðar stundvísi, sam- skipti, hegðun, vinnubrögð, virkni og við heimanám. For- eldrar kvitta síðan undir blað- ið sem geymt er hjá skóla- stjóra. Einnig hafa nemendur- nir haft skóladagbók þar sem Tli sölu er MMC Lancer 4x4 árg. 1987. Verðurseld- urákr. 50þús. Upplýsmgar í síma 456 336S. Óskum eftir litasjónvarpi sem virkar, fyrir lítinn pening eða gefins. Uppl. í síma 456 5135 eftir kl. 17. Til sölu er Solton MS-60 hljómborð. Upplýsingar í síma 456 7018. Til sölu erkraftgallinr. 8. Uppl. í síma 456 4275. Til sölu er Toyota Corolla XLI árg. 1993. Lítur mjög vel út með tveimur spoiler- um. Geislaspilari. Uppl. í síma 456 7462. Okkur vantar sófasett, ís- skáp, hlllur ogýmislegfleira í búið Qrrir lítinn pening eða geflns. Uppl. í símum 868 0703 og 869 9009. Óska eftir að kaupabarna- skiði, 110 cm. með eða án bindinga. Uppl. gefur Sól- rún í síma 456 7117. Laus herbergi til leigu á svæði 105 í Reýkjavík með aðgangi að eldhúsi, setu- stofuogþvottahúsi. Upplýs- ingar í símum 553 8879 og 899 9981. Dósir - flugeldar! Sund- félagið V estr i ætlar að safna dósum milli hátíðanna og fá heppnir gefendur flug- elda að launum. Hringdu í síma 456 4656, 27., 28. eða 29. des. milli kl. 19 og 21 ogvið sækjumdósirnar. Óskaeftir 120 cm.skíðum, Uppl. í síma 456 5082. Til sölu er 3ja herb. íbúð ásamt geymslu og bílskúr aðStórholti 13,Uppl. ísím- um 456 3668 og 456 4118. Fyrsta tölublað BB á nýju ári kemur út miðvikudag- inn 5. janúar. Skilafrestur efnis og auglýsinga er mánudaginn 3. janúar Viðskiptavinir Sím- ans á ísafirði ath! VerslunSímans á ísafirði verðurlokuð mánu- daginn 27. desember nk. Vilborg Arnardóttir. börnin færa inn sjálf það sem þau eiga að læra á hverjum degi. Þá hafa börnin verið send heim með prófin þ.e.a.s. eftir að kennarinn hefur farið yfir þau, til þess að foreldr- arnir geti séð þau og kvitta þeir fyrir að hafa séð þau. Allt er þetta gert til að auðvelda kennurum og foreldrum sam- vinnu um nám og námsárang- ur barna í skólanum. Foreldra- starf í skólunum hér fyrir vest- an hefur oft verið mjög gott. Vegna þess hversu fá við erum þekkjast foreldrar vel innbyrð- is, nema þá kannski helst á ísafirði. Því má segja að við höfum gert margt sem verið er að reyna að gera í stóru skólunum í dag. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gera lítið úr því sent verið er að gera fyrir sunnan, heldur er ég að benda á það að við hér á norðan- verðum vestfjörðum, höfum verð að gera marga góða hluti og erum tilbúin til að prófa ýmislegt nýtt í skólastarfmu. Við höfum bara ekki verið nógu dugleg við að kynna það fyrir öðrum landsmönnum. Ég, fjögurra barna móðir, átt- aði mig ekki á því fyrr en að ráðstefnunni í Kópavogi lok- inni, að það sem var nýtt hjá þeim var orðið hefðbundið hjá okkur og jafnvel gamalt. Sem foreldri get ég ekki hugsað mér að búa annars staðar með börnin en hér á Vestfjörðum. Ástæðan er sú að hér er metnaðarfullt skólastarf og mjög gott starfsfólk. Ég vil hvetja foreldra og foreldrafélög til að mæta á næstu ráðstefnu að ári til að heyra og sjá hvað aðrir eru að gera og ekki síður til þess að gerasérgrein fyrirþvífrábæra starfi sem unnið er í skólunum okkar hér fyrir vestan. Vilborg Arnardóttir, foreldri og stjórnarmaður í VáVest-hópnum. Vesturfrakt tSendum viðskiptavinum okkar sem og Vestfirðingum öllum, bestu jóla- o§ nýárskveðjur með ósk um farsasld á nýju ári. Dökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Síminn er 4563701 Afgreiösla á ísafirði: Ásgeirsgata 3 (viö hliðina á Vestra-húsinu) 24 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.