Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 4
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir Jólahugvekja Ferðaþjónustan Reykjanesi vlð ísafjarðardjúp Sími 456 Fax 456 - Oplð allt áriói „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. I honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því“, Jóh. 1:1-5. Þannig hefst Jóhannesarguðspjall, jólafrásaga Jóhannesar guðspjallamanns. Þar er hvergi minnst á Maríu eða Jósef, hirða eða engla, ekki heldur minnst á fæðingu manns, lítið barn í jötu. Það virð- ist sem Jóhannes skrifi ekki hvernig atvikin hafa verið, heldur hvers vegna Jesús fæddist. Það er talað um myrkur og Ijós. Framan af nóv- ember var snjólaust hér vestra og skelfmg var dimmt, en um leið og snjórinn kom var eins og lýsti upp. Snjórinn færði birtu, en ekki yl. Snjórinn erþví ekki hið sanna ljós, þó birtu veiti hann við vissar aðstæður. Og við vorum óþreyjufull. Við þráðum birtuna og einstaka gluggi og veggur fékk birtu áður en aðventan gekk í garð. En eftir að hún gekk í garð eru margir gluggar upplýstir. Á meðan við höfum rafmagnið er birtan okkar. Þrá okkar eftir birtunni hefur fengið útrás. En hvernig skyldi okkur vera innanbrjósts? Skyld- um við þrá birtu þar einnig, eins og hið ytra? Ef til vill er birtan innra með okkur þó allt sé dimmt kringum okkur. Líftð er fullt af andstæðum og það gerir það í senn spennandi og ógnvænlegt. Þess vegna er nauðsynlegt að eiga sér haldreipi, sem hægt er að festa hönd á bæði í blíðu og stríðu, í gleði og sorg, í meðlæti og mótlæti. Slíkt haldreipi kynnir Jóhannes okkur í guðspjalli sínu. Orðið sem var Guð. „I honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.“ Við þurfum á ljósi að halda, ljósinu eina og sanna, Ijósinu sem birtist í og með Jesú Kristi. Barninu, sem fæddist hin fyrstu jól og er í senn Guð og maður, einkasonur Guðs. Hversu gott er að halla sér að annarri manneskju og ftnna styrk og hlýju frá henni. Á sama hátt er gott að halla sér að Kristi og fmna styrkinn, sem hann gefur og ljósið, sem lýsir í myrkrinu. Því jafnvel á dimmustu stundum lífs okkar eigum við möguleika á því að sjá ljósið eina og sanna. Margar frásagnir eru til af því hvernig lítil ljóstýra hefur vísað veg og bjargað lífi. I smásögu einni eftir sr. Jón Kr. Isfeld segir frá þremur ungmennum, tveimur stúlkum og einum pilti, sem voru á leið úr ungmenna- skóla í jólaleyftnu. Þau þurftu að fara yftr heiði. Það brast á þau blindbylur. Þau brutust áfram, en færðin sóttist seint. Að lokum gafst önnur stúlkan upp. Pilt- urinn hagræddi henni á hennar skíðum og sínum. Svo dró hann hana á skíðunum, en hin stúlkan fylgdist með. Og áfram brutust þau. Loks sáu þau ljós. Það stefndu þangað og nýr kraftur færðist yfir þau. Ljósið skýrðist. Þau komu að uppljómuðu húsi og til þeirra barst ómur af söng út í geigvænlega stórhríðina. Þau heyrðu að sunginn var sálmurinn ,,Heims um ból“. Þá stóð hin aðframkomna stúlka upp og hrópaði fagn- andi: „Við erum komin heim“. Það reyndist svo, að þarna var kirkjukór að æfa söng fyrir jólaguðs- þjónusturnar. Þannig skín ljósið í myrkrinu, raunverulega og andlega talað skín ljósið líka í myrkrinu. Það ljós sem er skærara en öll önnur ljós, þó við þurfum stundum á myrkri að halda til að taka eftir því. Það ljós er Kristur, barnið í jötunni, maðurinn á krossin- um, Jesús Kristur, Guð með okkur. Jólin eru mörgum erfiðurtími. Þá verðureinsemd- in mest, ef hún hefur á annað borð sótt okkur heim. Þá streyma tilftnningarnar fram, tilfinningar kær- leika, sátta, friðar, sem ef til vill er ekki hægt að uppfylla. Þá verður sársaukinn rnestur fyrir þau sem hafa lent í skipbroti í lífínu, missi hvers konar og aðskilnaði. En þá koma líka þessi himnesku boð. „Yður er í dag frelsari fæddur“. Jólin sýna kæi leika Guðs, sem lætur okkur aldrei afskiptalaus. Leyfum því tilftnningunum að flæða. Þær munu færa okkur nær barninu í jötunni, hinu sanna ljósi, sem upplýsir hvern mann, eins og Jóhannes orðar það í guðspjalli sínu. Það ljós mun ná að lýsa upp okkar innri mann og leyfa okkur að finna þá ham- ingju, sem ekki verður höndluð nema hún komi innan frá. Guð gefi þér, lesandi góður, gleðilega jólahátíð, frið og fögnuð í Jesú nafni. Núþegar tími fjölskyldusamveru fer í hönd, viljum við aðeins minna á, að betra er að panta íyrr en seinna ef halda á ættar- eða nemendamót í Deykjancsi sumarið 2000. Innilegar jóla- o§ nýárskveðjur. Dökk sé öllum þeim sem komu í Ðeykjanes árið 1999. Starfsfólk Fcrðaþjónustunnar Qcykjancsi. 4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.