Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 20
liðu kom í ljós að ekkert hafði breyzt nema heimilis- fangið og lengra var til vina og ættingja, en fyrr. Auka- störfin hlóðust á með ótrú- legum hraða. Alltaf blundaði löngunin að sjá sveitina á sviði. En þeim félögum kom ekki alltof vel saman, höfðu ekki fylgt plötum sínum 1983 og 1986 eftir með tón- leikum. Sérfræðingarnir töldu að sennilega væri ævintýrinu lokið. Það hvarflaði ekki að Kjartani, þótt vonin um að sjá þá fé- laga í fullu fjöri á sviði hefði lítillega dofnað. Sá undar- legi leyndardómur laukst upp fyrir honum, að fleira gáfulegt er til í fari manna en hagsýni og ábyrgðar- dlftnning. En maður í hans stöðu, eins og móðir hans hafði einstaka sinnum á orði, gat ekki gert hvað sem var. Eða gat hann það? Árin færðust yftr, börnin stækkuðu og vandamál hins daglega lífs tóku á sig nýjar myndir og æ Ijósara varð, að það að eldast hafði engan veginn í för með sér þroska, einan og sér. Árin gátu hrannast upp á þess að því fylgdi neitt annað en að styttra yrði í ellilífeyrinn. Þar sem Kjartan hafði takmarkaðan áhuga á ellilíf- eyri einum og sér lét hann vinsamleg ummæli móður sinnar og margra annarra velviljaðra sem vind um eyrun þjóta. Kannski ekki alveg. Hann hlustaði og hugsaði svo: „Það er ekki víst að mér henti endilega ávallt hið sama og öðrum.” Orðin: „Vertu þú sjálfur” öðluðust dýpri og sértækari merkingu í huga hans. Að vísu fylgdi því, að sumum fannst hann skrýtinn. Það var lítið gjald fyrir frelsi. Loks rættist draumurinn um tónleikana. Fjölskyldan hafði tekið sig upp í fyrsta skipti til að fara í almenni- legt sumarfrí, öll fjögur. Fimm vikur í Ameríku til að hitta vini og breyta um um- hverfi. Fréttir að Rolling Stones ætluðu að fylgja Steel Wheels plötu sinni eftir og byrja um rniðjan september í Bandaríkjunum pirruðu hann. Þá yrði fjöl- skyldan komin heim. Nú lagðist honum dálítið ein- kennilegt og skemmtilegt til. Við lestur sunnudagsútgáfu New York Times kom hann auga á litla grein á blaðsíðu sjö. íþróttaleikvangurinn í Ffladelfíu, sem kenndur var við John F Kennedy, var orðinn svo lasburða að ekki var talið óhætt að halda þar rokktónleika. Þess vegna var byrjun ferðarinnar flýtt og tónleikarnir þar fluttir til 31. ágúst 1989, síðasta kvöldið þeirra í Bandaríkjunum. Aðrir áttu svo að vera daginn eftir. Nú hófst æðis- leg tilraun við símann í nokkra klukkutíma, sem ekki gekk. Síðar kom í ljós að ein milljón manna hafði reynt að kaupa 55 þúsund miða sem voru í boði og þeir selzt á tæpri klukku- stund. Kjartan ákvað að láta alla hagsýni og ábyrgðartil- finningu lönd og leið og hringdi eftir tilvísun vinar síns í símanúmer og keypti miðana með 100 dollara álagningu, þeir áttu að kosta 28,50. En hvað urn það. Miðarnir voru komnir í hús daginn eftir og ljóst að þau yrðu meðal áheyrenda á fyrstu tónleikunum í meira en sjö ár. Það var allra doll- aranna virði, þótt smá óhöpp yrðu á leiðinni frá New York, eins og að fara ræki- lega framhjá Ffladelfíu. Þvílíkir tónleikar. Ekkert var til sparað. Rolling Stones voru komnir af stað á ný og slógu öll met. Þótt liðin væru meira en 25 ár frá því hann langaði fyrst til að sjá þá á sviði skipti það engu. Lífið skilar manni sennilega því sem maður á skilið, þrátt fyrir allt. Síðan hafði Kjart- an séð þá margsinnis vestan hafs og austan á öllum tón- leikaferðum þeirra og lét sig engu skipta hvað sagt var. Honum fannst of gaman og oft kom Þórdís með honum og einu sinni frumburðurinn. Áhyggjur lífsins voru of margar hvort eð var. Hægt og bítandi spurðist út að Kjartan hefði verið einlægur aðdáandi hljómsveitarinnar frá barnsaldri, átti meira að segja mynd af sér í Faunu, sem glöggt sýndi áhugann, mynd sem urn nokkurra ára skeið hafði valdið honum áhyggjum vegna starfsfram- ans. Nú var allt í samfellu fannst honum, vinna, fjölskylda og áhugamál. Tvíburarnir runnu á hljóðið þegar Stones plöturnar voru spilaðar og komu gjarnan með leikfélagana. „Komdu og sjáðu pabba rninn dansa". Leikfélögunum fannst pabbinn mjög snið- ugur um stund og svo heill- aði eitthvert annað viðfangs- efni æskunnar. Enn hafði engum dottið í hug að flytja sveitina til Is- lands eða hvað? í júli 1998 kom í ljós að kjarnakonan Lísa Hansdóttir, sem flutt hafði inn bæði Bowie og Sting, var ekki af baki dott- in. Rolling Stones skyldu það vera hvorki meira né minna. Strax komu upp efa- semdaraddir. Ákvörðunin var kynnt á blaðamanna- fundi í hádeginu, en skömmu áður hófu ágætir kunningjar, sumir fremur vinir, þótt samrkiptin væru óregluleg, að hringja og vara Kjartan við stórtíðindum. Þegar ljóst var hver átti hlut að máli var hann sannfærður um að nú myndi stóri draumurinn rætast. Aldrei hafði hvarflað að honum, að David Bowie ætti eftir að halda tónleika á Islandi. Henni var ekki ftsjað saman. Kjartan sagði hreint út við fréttamenn að hann hefði tröllatrú á tiltækinu. Bein viðtöl fylgdu í útvarpi og sjónvarpi og myndir af plötusafninu hans. „Þeir koma hafði hann sagt”, trúði því þá og nú. Spurningin var frekar hvenær en hvort. Um kvöldið hringdi Lísa og reyndist hin skemmtilegasta sagði honum frá breytingum á tónleikaferðinni, sem kennd var við Brýrnar til Babýlon, eins og platan. Sumt hafði hann vitað áður, enda á ýmsu gengið um vorið og sumarið. Því miður komst sveitin ekki í ágúst, eins og ætlað var. Haust- veður á Islandi lofuðu ekki góðu um útitónleika, en áhugi útlendra aðdáenda var mikill og útbreiddur, mun útbreiddari en misskilningur og fáfræði sumra blaða- og fréttamanna, sem virtust ekki hafa uppgötvað að Island er ekki nafli alheims- ins, þrátt fyrir merka sögu og fornbókmenntir. Skrifstofan var fjarri. Síðustu nætur hafði hann starað út í myrkrið, séð hvítan snjóinn gera allt svart og ljósið, sem kastararnir vörpuðu á sjúkrahúsið utan frá, ýkja áhrif myrkursins, gera það svarta sýnilegt og myrkrið undirstrika birtuna. Hvítt varð svart, svart hvítt eins og hjá blaðamönnum, sem nenntu ekki að hafa rétt eftir um tónleikafrestun á Islandi og víðar í heiminum. Auðvitað vissu þeir ekki hvílíkt fyrirtæki er að flytja mestu rokksveit heims milli landa, héldu greinilega að þeir væru að tala um sveita- böll. Nær væri að tala um alla Súðvíkinga á faraldsfæti samfleytt í tvö ár með öll sín atvinnutæki og aldrei á sama stað nerna tvær til þrjár nætur í senn. Þegar veikindi strákanna í bandinu bættust við, þótt sjaldan væri, mátti öllum vera ljóst að erfitt væri að púsla enda- stöðinni, Reykjavík, í myndina með tilheyrandi flutningum, þremur An- tonov flugvélum, sem gerðu Boeing 747 að hálfgerðum dvergum, fjörtíu vörubílum, sem gerðu íslenzka flutn- ingabíla að smábílum. Til þess að skilja þurfa flestir að upplifa. Kannski upplifðu fæstir íslenzkir blaðamenn nóg. Þeir þurftu jú oft að geta fengizt við flest á stuttum tíma, svo dýptin minnti á vaðlaugar barna á sundstöðum Reykjavíkur. Seinna um nóttina sá í stjörnubjartan himin utan sjúkrahússins. Kjartan var starfsfólkinu þakklátur, læknar og hjúkrunarfólk, sjúkraliðar, meinatæknar og annað starfsfólk var indælt og þægilegt, gerði allt sem var beðið, og meira, með bros á vör. Honum varð hugsað til allra sem allt vildu fyrir hann gera, Þór- dísar, barnanna, foreldra sinna allra vinanna. Alltaf gekk hann út frá því sem sjálfsögðu. Þakkaði maður nokkurn tíma allt það góða? Lísa var ein af þessum fáu sent maður hitti á fullorð- insárum og varð vinur. Hún reyndist honum vel frá því hún hringdi fyrst til að segja stórtíðindin og nefna plötu- hulstur „dónlegu sveitar- innar”, sem hún hafði séð listamanninn vinna. Ævin- týrið, að vera baksviðs og fyrir tilviljun sá fyrsti sem Mick Jagger heilsaði þegar hann kom í hús, fylgjast með þeim öllum, hljóðpróf- un, sjá konur og börn, eiga orðastað við Keith og vera hvar sem honunt sýndist, framan eða aftan við sviðið og upp við litla sviðið, var einstakt. Það hélt áfram, klúbbtónleikar í kvikmynda- húsi í London með stór- stjörnunum. Ferðalagið var orðið langt og hljómsveitin fór í hvíld án Islands að þessu sinni. Þá byrjuðu sumir blaðamenn að rakka Lísu niður. Hann vissi að einungis hafði munað hár- breiddinni og hafði meiri áhyggjur af kostnaði en Lísa, sem lagði metnað sinn í að fá allt til að ganga upp. Þegar svo Mick heilsaði upp á Kjartan óvænt á Ulfseyri, ekki einu sinni heldur tvisvar, sannfærðist hann um að draumurinn rættist. Enn varð hvítt svart. Lísa flutti inn annan rokkara, sem fjöl- miðlamenn fullyrtu að myndi ekki koma, en reynd- ist góður. Jólagjöf Rolling Stones til Lísu gladdi hann. Með hraði barst henni eitt af grafíkverkum Ronnie Wood, mynd númer tvö af tvö- hundruð, af David Bowie, Rod Stewart og Johnny Rotten, árituð af Ronnie til Lísu og vinsamlegt bréf frá sveitinni, afsökun á öllum óþægindunum. Af jóla- gjöfum til annarra var þessi merkilegust. Honum fannst þetta uppreisn æru fyrir Lísu, sem átti hana skilið. Draumar rætast á jólum. Snjókornin féllu til jarðar í myrkrinu og jólaljósin skinu skært af Ulfseyrinni. Eitt augnablik langaði Kjartan að taka símann og hringja í nokkra blaðamenn, en sagði svo: „Það er nóg að vita af réttlæti. Tilgangslaust er að hrópa ef ekki sést munur á hvítu og svörtu.” Hann sendi Lísu jólaóskir í huganum og öllum vinum sínum. Það yrði gott að koma heim í jólahátíðina. Úti ríkti hvít kyrrð. Dagur var að renna og svart umhverfið breyttist í undraveröld Ijósa og skugga. Á sjúkrahúsinu var hljótt. _____Stofnfundur Eignarhaldsfélags Vestfjaröa hf. Stofnfundur Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf. verður haldinn í Þróunarsetri Vestfjarða að Árnagötu 2-4, ísafírði þriðjudaginn 28. desember kl. 17:00. Dagskrá: Kynning á markmiðum félagsins. Stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða samkvæmt stofngögnum. Kynningarefni og drög að samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. Árnagötu 2-4, ísafirði, sími 450 3000, netfang atvest@snerpa.is 20 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.