Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 5
Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft í Önundarfirði skrifar um Holtsmálið Til varnar minningu um látinn heiðursmann Dagblöð hafa að undan- förnu birt efnislega tilvitnanir íbréf sr. Gunnars Björnssonar til prófastsins í Isafjarðarpró- fastdæmi, þar sem að því er látið liggja, án athugasemda, að sr. Jón Olafsson prófastur í Hohi hafi látið af störfum fyrr en fullum embættistíma hans var lokið, og þar með að ekki haft verið allt með felldu með sambúð hans við söfnuð sinn í Holtsprestakalli. Hið rétta er að hann þjónaði Holtsprestakalli í 34 ár, frá 1. júní 1929 til síðsumars 1963, þar af prófastur í Isafjarðar- prófastdæmi frá 1941 til starfsloka. Hann var 61 árs að aldri þegar hann hætti prefsts- starfí. Samanlagðurembættis- og lífaldur var því 95 ár. Hann hafði þá þjónað Holts- prestakalli lengur en nokkur annar sóknarprestur síðan sr. Sveinn Símonarson (faðir Brynjólfs biskups) þjónaði prestakallinu frá 1582 til 1635. Snemma á þjónustuferli sínum gerðist sr. Jón mikill félagsmálamaður í hinni nýju heimasveit sinni og víðar. Um það má lesa að hluta til í ritinu „íslenskir samtíðarmenn“ frá árinu 1965. Þess skal þó getið hér að hann sat í 14 ár í hrepps- nefnd Mosvallahrepps, þar af 10 ár sem oddviti. Hann var fyrstur kosinn að hálfu presta í sínu kjördæmi til setu á kirkjuþingi árið 1958 og átti þar sæti þar til hann sagði embætti sínu lausu sem sókn- arprestur og prófastur. Hann barðist ötullega fyrir því að heimavistarbarnaskóli var reistur í landi Holts í byrjun 6. áratugarins. Þar er enn skóli og félagsleg miðstöð sveitar- innar. Sr. Jón Olafsson var enginn veifiskati. Hann hafði við- kvæma lund og skapheita á stundum þegar hann hélt frarn sínu máli. Aldrei vissi ég til þess að hann erfði málefna- ágreining við nokkurn mann. Sr. Jón var sóknarprestur og sálusorgari Ijölskyldu for- Opnunartími Bensínstöðvurinnnr um jól off úrumót Þorláksmessa, 23. desember kl. 07:30 - 23:00 Aðfangadagur, 24. desember kl. 07:30 - 15:00 Jóladagur, 25. desember LOKAÐ 2. í jólum, 26. desember kl. 12:00 - 16:00 Gamlársdagur, 31. desember kl. 07:30 - 15:00 Nýársdagur, 1. janúar LOKAÐ Aðra daga er opið frá kl. 07:30 - 21:00 Sunnudaga kl. 10:00 - 21:00 Sjálfsali eftir lokun! Glcðileg jól og farsælt nýtt ár! Bensínstöðin ú ísnfirði V—————v Tilkynning um að stofnanir í Stjórnsýsluhúsinu aðrar en Landssíminn, verða lokaðar á aðfangadag, 24. desember og gamlársdag, 31. desember Breyttur opnunortími 30. desember hjá eftirtöldum: íslandsbanki hf. Opið kl. 09:15 - 18:00 Sýsluskrifstofan Opið kl. 09:00 - 17:00 Bæjarskrifstofurnar Opið kl. 09:00 - 17:00 Mánudaginn 3. janúiar 2000 verður Islands- banki lif lokaður vegna áramótauppgjörs. Holtskirkja. eldra minna og fjölskyldu minnar, bæði á gleði og sorg- arstundum meðan hans naut við. Allar athafnir á vegum fjölskyldnanna, hvort heldur það voru húskveðjur og útfar- ir, giftingar eða skírnir, frant- kvæmdi hann með stakri hlýju og virðuleik. Eg er viss um að sömu sögu höfðu önnur sókn- arbörn hans að segja. Þess vegna naut hann og hans ágæta eiginkona vináttu og virðingar sóknarbarna sinna. Þau sýndu það líka í verki með því að halda þeim geysi- fjölmennt kveðjuhóf í skól- anum á Flateyri á sumardög- um 1963 þar sem þau voru leyst út með gjöfum. Mér hef- ur verið tjáð að þegar sr. Jón varð sjötugur hafí honum bor- ist heillaóskir, undirritaðar af öllum fyrrverandi sóknar- börnum hans í Holtssókn. Mér er einnig kunnugt um að sr. Jón rækti sambandið við ýmsa vini sína og fyrrverandi sókn- arbörn allt til þessaðyfírlauk. Eg veit einnig að beiðni hans um lausn frá embætti 1963 vareingöngu af persónulegum ástæðum. Af ofanskráðu má ljóst vera að ímyndað sundur- lyndi milli sr. Jóns Ólafssonar og sóknarbarna hans er alger- lega úr lausu lofti gripið. Ritað á Hvilft 11. desember 1999, Gunnlaugur Finnsson. Aðalfundur Básafells hf. Aðalfundur Básafells hf. verður haldinn að Grand Hótel, Reykjavík, kl. 13:30, þriðjudag- inn 28. desember 1999. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins sem lúta að breytingum á reiknings- ári og aðalfundartíma. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins. 3. Tillaga um að félagið verði tekið afVerð- bréfaþingi íslands. 4. Önnur mál. Stjórnin. Vikan framundan 31. desember Þennan dag árið 1900 var aldamótahátíð haldin á Austurvelli og kom þar saman mikill fjöldi fólks. Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, kvaddi öldina með ræðu af svölum Alþingis- hússins. Lokadags nítjándu aldar var minnst með við- höfn víða um land, m.a. á Akureyri og ísafirði. 1. janúar Þennan dag árið 1930 voru Þingvellir friðlýstir sem helgistaður allra Islendinga „undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóð- arinnar," eins og segir í lög- unum. 2. janúar Þennan dag árið 1908 kom Lögbirtingablaðið út í fyrsta sinn. I því eru birtar opin- berar auglýsingar og til- kynningar. 3. janúar Þennan dag árið 1990 hóf íslandsbanki hf. starfsemi, en er talinn stofnaður I. jan- úar. Hann tók yfir viðskipti Alþýðubankans, Iðnaðar- bankans, Útvegsbankans og Verslunarbankans. 4. janúar Þennan dag árið 1984 olli stórviðri með snjókontu miklum samgönguerfíðleik- um á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjöldi fólks lenti í hrakningum. „Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar í Reykjavík. Öngþveiti skap- aðist, öll umferð nánast stöðvaðist, skólastarf féll niður og atvinnulíf lamað- ist,“ segir í Morgunblaðinu. Tjón varð af völdum sjávar- flóða, m.a. í Sandgerði og á Akranesi. Afmæli 80 ára Þriðjudaginn 28. desem- ber verður áttræður Sigurð- ur Jónsson,prentari Engja- vegi 22 á Isafirði. Þeir sem vilja gleðjast með honum á afmælisdag- inn eru hjartanlega vel- komnir í Oddfellow-húsið eftir kl. 17 á afmælisdag- inn. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.