Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 11
Grettir ( annar t.h. í neðri röð) ásamt foreldrum og systkinum. mörg börn utanveltu, missa tengslin við fjölskyIdu sína og rætur. Með móðurmálinu fá börn allra þjóða grundvall- arhugtök, sem eru ómissandi við nám. Ég hef stundað slíka kennslu síðan 1983 og er víst einn um það að hafa starfs- réttindi sem móðurmálskenn- ari íslenskra nemenda í Sví- þjóð. Ég er líka formaður Skruddu, sem er félag íslensk- ra móðurmálskennara á Norð- urlöndum.“ Farandkennari „Ég er farandkennari, kem að jafnaði einu sinni á viku í hvern skóla og kenni þeim barnahópi, sem hægt er að koma saman þar. Kennslan fer fram í aldursblönduðum hópum og það kemur fyrir að 6 til 16 ára börn eru í sama hópi. Námsefnið verðurað að- lagast getu hvers einstaks nemanda, það þarf eiginlega að undirbúa jafn margar kennsluáætlanir og nemend- urnir eru og halda þrjár til fjórar kennslustundir samtím- is. Það fer jafn mikill tími í ferðir milli skóla og í kennsl- una sjálfa. Þetta starf er gjör- ólíkt annarri kennslu, og það trúir því enginn, sem ekki hef- ur á reynt, hvað fylgir þessu. Sem dæmi um streituna hefur verið sagt: Ef þú sérð ein- hvern, sem borðar brauð- sneiðar í strætó, er það móður- málskennari. Nemendur verða oft á leggja á sig aukatíma og ferðir til þess að sækja nám í móður- máli. Ég man til dæmis eftir einni ellefu ára telpu, sem þurfti fyrst að fara í strætó eftir skólann til að mæta í sellótíma niðri í bæ. Eftir það tók hún strætó aftur til baka með sellóið á bakinu til að mæta í íslensku. Þá hafði hún ekki bragðað vott né þurrt í 5 klukkutíma. Önnur stúlka slasaðist, þegar hún hjólaði yfir hraðbraut til að mæta í íslensku. Hún lá á sjúkrahúsi í 4 vikur. Ég dáist að þessum börnum. Þau hafa oft bjargað vonlausu ástandi og unnið kraftaverk í námi við erfiðar aðstæður. Þau eru víkingar andans. Þau hafa launað mér allt erfiði. Mesti heiður, sem mér hefur hlotnast, var þegar einn nemandinn kallaði mig afa.“ Barnaefni á Netinu „Síðustu árin hef ég verið að leika mér með tölvur og nota þær lil að þróa móður- málskennsluna erlendis. Ég er að gera tilraunir með fjarnám í íslensku. Ég hef reynt að koma upp náms- og tóm- stundaefni á internetinu fyrir íslensk börn. Það er að finna á slóðinni http://www.algo- net.se/~gangleri/fjar- skoli.html Ég vil benda öllum börnum og kennurum þeirra að líta á þetta efni. Vonandi geta flestir fundið þar eitthvað athyglis- vert. Þetta er efni sem á að auðvelda samskipti milli ís- lenskumælandi barna í öllum löndum. Ég væri líka þakk- látur fyrir myndir frá Islandi til að nota á vefsíðum." Hippar, uppar og jurtaætur - Þú ert af hinni margfrægu 68-kynslóð. Berðu enn merki þess? „Eitt sinn hippi - ávallt hippi! Mér finnst ekki að pen- ingar eigi að vera tilgangur lífsins. Ef allt líf manns fer í að byggja hús, er ekkert líf eftir til að lifa því í húsinu. Ég er kannski síðasti móhíkan- inn. Ég legg ekki stund á söng og gítarleik lengur, nema í gamni. 68-kynslóðin er að komast á ellilaun. Ég var vinstra megin við pólitíkina á ísafirði og er í vinstripólitíkinni hér. Ég er stundum virkur í róttæku verkalýðsfélagi, sem stendur framarlega í baráttunni fyrir lýðræði á vinnustöðum, um- hverfisvernd og gegn ofbeldi, kynþáttahatri og fasisma. Við erum á móti kapítalisma, en stefnum ekki að ríkisrekstri, við stefnum að því að fyrir- tæki og stofnanir verði undir sameiginlegri stjórn þeirra sem þar vinna. Kynslóðin á eftir okkur, upparnir, fómuðu börnum og fjölskyldulífi fyrir frama og peninga. Þetta eru flottræflar og pempíur, sem mynda ekki fjölskyldur, en eignast hluta- bréf í staðinn fyrir börn. Það erþá bót í máli, að þetta fjölgar sér ekki. Ég veit ekki, hvort það hefur borið nokkuð á þeim álslandi,enhéreru þeirennþá plága. A eftir þeim er komin ný kynslóð, sem gerir uppreisn gegn kerfinu. Þessir krakkar hugsa aðallega um réttindi dýranna. Þau efna til aðgerða gegn sláturhúsum og loðdýra- rækt. Sláturhús eru kölluð út- rýmingarbúðir, mjólkurbú og hænsnabú eru kölluð þræla- búðir dýranna. Þau lifa ein- göngu ájurtafæðu. Ein íslensk stúlka frá Gautaborg lenti í deilum við svíakonung í haust. Hún tók þátt í mótmæl- um gegn elgveiðum. Hún sagðist vonast til að hafa bjargað lífi nokkurra elgja frá grimmd veiðimannanna. Ég er orðinn of gamaldags til að samþykkja þessar hugnty ndir. En þetta er talandi tákn tím- ans. A tuttugustu öldinni fjall- aði pólitíkin um hagfræðileg vandamál, á tuttugustu og fyrstu öldinni fjallar pólitíkin um líffræðileg vandamál.“ Örlög Vestfjarða - Eitthvað sérstakt um Vestfirði að lokum? „Ég hef stundum velt fyrir mér byggðamálum Vestfjarða. Byggðin ereig- inlega dauðadæmd frá sjónarhóli kapítalismans. Hún er ekki arðbær. Það borgar sig sennilega betur að gera út verksmiðjutog- ara frá útlöndum, sem landa beinl á markaðinn. Hún er líka dauðadæmd frá sósíalísku sjónarmiði. Ríkisheildin hefur engan hag af því að halda uppi byggð á Vestfjörðum með ríkisstyrkjum, án þess að meira fjármagn streymi aftur til baka. Þá er ekkert eftir, nema rómantíska stefnan. Þeir sem búa á Vestfjörðum halda uppi byggðinni, vegna þess að það er gam- an og gott að búa í sam- bandi við upprunann og náttúruna. Þettaerekki svo fráleitt sem það sýnist. A írlandi hef ég séð, hverning heil þjóð lifir á rómantík- inni. Annað hvert hús er gististaður og hin eru veit- ingahús. Þetta hefur í för með sér mörg störf, sem eru hefbundin kvennastörf. Karlarnir sitja á kránum og segja lygasögur. Á Vest- fjörðum skortir þó sam- göngur til þess að hægt sé að gera út á rómantíkina. Ég óska öllum Vest- firðingum árs og friðar og farsæls komandi árþús- unds. Ég vona að Islend- ingar beri gæfu til þess að lifa í sátt við náttúruna." ÍSAFJARÐARBÆR TILBOÐ í SKÓLAAKSTUR ísafjarðarbær auglýsir hér með eftir tilboðum í skólaakstur á leiðinni Núp- ur - Þi ngey ri - Núpur Dýrafirði, tíma- bilið 4. janúar til 31. maí 2000. Ekið er alla virka daga frá Núpi að morgni og frá Þingeyri síðdegis. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá skóla- og menningarfulltrúa Isa- fjarðarbæjar og á skrifstofu Isafjarð- arbæjar í Stjórnsýsluhúsinu áísafirði. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 29. desember nk. kl. 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Réttur er áskilinn til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. ísafirði, 22. desember 1999, Skóla- og menningarfulltrúi. ÍSFIRÐINGAR, ÍSFIRÐINGAR! Gjafakort sem gilda á skíðasvæðin veturinn 2000 eru góð og nytsamleg og tilvalin í jólapakkann. Gjafakortin fást í Vestursporti. Frœðslun efnd Isafja rða rbœja r. Fræðslumiðstöð Vestfjarða http://www.snerpa.is/frmst frmst@snerpa.is eSeudir Vestfirðingum bestu jólakveðjur með ósk um góða samvinnu á nýju ári Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Nasco ehf. Hafnargötu 80-96, Bolungarvík Gardínubúðin Hafnarstrœti 8 - Isafirði Sími 456 3430 Aðalstrœti 21 Bolungarvík VST Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Hafnarstrœti 1 - Isafirði Sími 456 3708 ........................i Studio Dan Hafnarstrœti 20 - Isafirði Sími 456 4022 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.