Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 16
Benedikt og Hildur ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum árið 1993.
Hér hefur Verzlun Bjarna Eiríkssonar verið til húsafrá 1935.
ennþá hvenær ég hætti. Það
var 13. janúar 1968.“ Og
ástæðuna fyrir því að Bene-
dikt steinhætti fikti sínu við
rey kingar hefur hann á reiðum
höndum: „Það var vegna þess
að dóttir okkar hafði verið í
kirkjuskóla þar sem sýndar
voru myndir af lungum reyk-
ingafólks. Hún sagði við mig:
Pabbi, ég vil ekki að þú fáir
svona svört lungu. Ef þú hættir
ekki, þá fer ég að reykja!"
Ekkert af börnum þeirra
Hildar og Benedikts reykir.
Benedikt segir litla sögu af
Einari syni sínum til marks
um þá staðfestu sem býr í
börnunum öllum: „Einar var
að byrja í fyrsta bekk íVerzl-
unarskólanum. I fyrstu frímín-
útum snýr sér einhver skóla-
félaginn að honum og biður
hann um eld. Einar kveðst
ekki eiga neinn eld. Hvað,
reykirðu ekki maður? Nei,
svaraði Einar. Þáertu aumingi,
sagði hinn. Það verður bara
að hafa það, svaraði Einar, og
hann hefur aldrei reykt.“
Einar og Bjarni
Á æskuárum Benedikts og
Hildar voru hornsteinar sam-
félagsins í Bolungarvík tveir:
Einar Guðfínnsson og fjöl-
skyldan íEinarshúsi og Bjarni
Eiríksson og fjölskyldan í
Bjarnahúsi. Einsog áðurgetur
var mikil samkeppni milli
þessara athafnamanna.
„Já, en það var alltaf í
góðu“, segir Benedikt. „Þeir
voru vissulega keppinautar,
sérstaklega á árunum í kring-
um 1930. Pabbi gerði út með
Bjarna Fannberg, sem var
mikill vinur hans og dugnað-
arformaður á bátum hér og
mikill fiskimaður. Þó að sam-
keppni pabba og Einars væri
mikil, þá sameinuðust þeir um
málefni hér ásamt fleiri góð-
um mönnum. Þar má nefna
að þeir stóðu saman að stofn-
un Ishúsfélags Bolungarvíkur
17. júní 1928. íshúsið var al-
ger nýjung hér en fram að því
hafði allur aflinn verið saltað-
ur eða hertur. Þetta var fyrsta
vélfrystihúsið á Vestfjörðum
og hið þriðja á landinu. Pabbi
sat alltaf í stjórn íshúsfélags-
ins en Einar var formaður og
framkvæmdastjóri, allt þang-
að til Guðfinnur sonur hans
tók við.“
Hvfld að taka
til hendinni
„Líklega var meiri metnað-
ur í Einari en föður mínum“,
segir Benedikt. „Þeir voru
báðir hörkuduglegir menn.
Einar var auðvitað sérstakur
afreksmaður eins og menn
vita, en ég hef verið að furða
mig á því seinni árin hverju
faðir minn kom í verk um æv-
ina. Égskil þaðhreinlegaekki.
Hann var jafnvígur að vinna
inni á skrifstofu og fara út í
hjall eða fiskihús, inn á töðu-
völl eða út á reit á sumrin.
Honum fannst það hvíld að
fara frá skrifstofustörfunum
og taka til hendinni. Svo átti
hann til að fara um borð í
bátana til að dytta að.“
Meðal þess marga sem þeir
Einar Guðfinnsson og Bjarni
Eiríksson áttu sameiginlegt,
var að orð þeirra stóðu eins
og stafur á bók, og hefur oft
verið vitnað til þess.
Bræðurnir í
Bjarnahúsi
Bræðurnir í Bjarnahúsi
voru fimm. „Móðir okkar var
alltaf heimavinnandi og sýndi
okkur mikla ást og umhyggju
og nánast dekraði við okkur“,
segir Benedikt. „Á sunnu-
dagsmorgnum færði hún okk-
ur mjólk og kökur í rúmið og
stundum sofnuðum við aftur.
Þegar við fórum á fætur biðu
okkar pressuð föt, stífaðar
skyrtur og burstaðir skór og
okkur var þvegið um hárið.
Hildurhafði vísteinhvempata
af þessu og það var ekki ör-
grannt um hin unga mær bæri
nokkurn kvíðboga fyrir því
að taka við manni sem hefði í
bernsku og æsku vanist svo
miklu dekri hjá umhyggju-
samri móður", segir Benedikt
og lítur glettnislega á konu
sína. „Reyndar var hún svo
sem ekkert óvön því sjálf að
stífa skyrtur, með sex bræður
á æskuheimili sínu. En hvað
sem því líður, þá hafa þau
örlög okkar að ganga að eiga
hvort annað leitt af sér mikla
hamingju, sem endurspeglast
í börnum okkar, tengdabörn-
um og barnabörnum."
Heilbrigðir lífshættir
Þau Benedikt ogHildureru
bæði komin yfir sjötugt en
bera árin afar vel. „Maður er
þakklátur að halda sér svona
vel eftir þetta mikla vinnu",
segir Benedikt. „En það hjálp-
ar náttúrlega til, að við settum
okkur að lifa heilbrigðu lífi.
Við förum í sund þrisvar í
hverri einustu viku og Hildur
í sundleikfimi tvisvar í viku.
Á árum áður fórum við með
krökkunum í hjólreiðatúra og
útilegur og ferðalög, oft ásamt
okkar góðu grönnum í húsinu
hér við hliðina. Við áttum
ákaflega gott nábýli við Jóna-
tan og Höllu og börnin okkar
voru á svipuðum aldri.“
Hafa sungið
í kórum í 114 ár
Og þau hjónin faraekki bara
í sund. Þau eru sífellt á ferð-
inni í margvíslegu félagsstarfi
og ekki síst er það söngurinn
sem þar á í hlut. Benedikt er
bassi en Hildur er sópran og
söngurinn erþeirralífogyndi.
„Þó að Hildur sé komin á
þennan aldur, þá heldur hún
alveg sinni sópranrödd", segir
Benedikt. „Og það er best að
ég segi það umbúðalaust og
opinberlega: Hún er búin að
syngja í kór meira en 62 ár.
Það þýðir að við tvö erum
búin að syngja í 114 ár sam-
anlagt." Þess má geta, að Hi ld-
ur var einn af stofnfélögum
Kirkjukórs Bolungarvíkur, þá
enn á táningsaldri, og sá eini
af stofnendunum sem syngur
í kórnum enn þann dag í dag.
Benedikt var einn af stofn-
endum Tónlistarskóla Bol-
ungarvíkur 1964 og fyrsti for-
maður stjórnar hans. Hann
hefursungið íblönduðum kór-
um, karlakórum og kirkjukór-
um.
Hildur byrjaði að syngja í
barnakór þegar hún var tíu
eða ellefu ára. „Þá var Hulda
Runólfsdóttir kennari og org-
anleikari hér og hún kom á fót
barnakór. Áðurhafði það verið
venja í barnaskólanum að
syngja morgunsöng. Ég minn-
ist þess með gleði, því að mér
fannst svo gaman að fá að
syngja. Hulda lét okkur meðal
annars syngja íkirkjunni. Svo
fór ég í kirkjukórinn þegar ég
hafði aldur til. Það voru nú
ekki margir unglingar sem
gáfu sig í að syngja í kirkjukór
en ég er búin að syngja þar
alla tíð síðan. Ég hef aldrei
skilið að fólk hafi ekki ánægju
af því að syngja í kirkju. Mér
frnnst garnan og gott að sy ngja
sálma og auk þess finnst mér
það svo góður siður að fara í
kirkju."
Sálarhreinsun
Benedikt: „Og góður fé-
lagsskapur. Það er eins konar
sálarhreinsun að fara í helgi-
dóminn."
Hildur syngur einnig í
Kvennakór Bolungarvíkur.
„Þar eru að mestu leyti ungar
konur og ég er mjög upp með
mér að fá að vera þar með."
„Það var raunar tilviljun að
ég lenti íkirkjukórnum",segir
Benedikt. „Við höfðum bæði
sungið hér í ungmennafélags-
kór en ég ætlaði mér aldrei í
kirkjukór. En síðan vantaði
liðsauka. Árið 1948 var haldið
mikið kóramót á Isafirði og
það vantaði raddir og við
vorum tveir eða þrír sem vor-
um beðnir um að koma til
aðstoðar og æfa fyrir mótið.
Eftir það kom til tals að ég
færi að syngja íkirkjukórnum
en ég tók því fjarri í fyrstu.
Samt varð það úr og ég hef
ekki séð eftir því."
Rómantík
Þeir sem þekkja Hildi vel
segja að hún sé ekki síður
ljóðelsk en söngelsk. Þegar í
æsku átti hún sérstaka bók
þar sem hún skrifaði ljóð sem
hún hafði sérstakar mætur á,
ekki síst rómantísk ljóð eftir
Davíð Stefánsson, Guðmund
Böðvarsson, Tómas Guð-
mundsson, Theodóru Thor-
oddsen og Jóhannes úr Kötl-
um, svo og þýðingar Magnús-
ar Ásgeirssonar.
„Ég sagði það til gamans í
afmælinu hans Benna“, segir
Hildur, „þegar einhver nefndi
að ég væri ljóðelsk, að ég átti
það ti I að lesa fyrir hann falleg
ljóð, en eftir stutta stund var
hann sofnaður. Það varróman-
tíkin!“ Og þau Benedikt og
Hildur brosa hvort til annars.
Eins og allir hér vestra vita
hefur Hildur Einarsdóttir verið
afar atorkusöm í félagslífmu í
Bolungarvík alla sína tíð og
drifið annað fólk með sér. Þar
má ekki síst nefna starf hennar
í Kvenfélaginu Brautinni.
Hildur var einn af stofnendum
Leikfélags Bolungarvíkurárið
1968 og hefur farið með fjöl-
mörg hlutverk á leiksviði.
Félagslynd kona
Einar sonur þeirra hjóna
sagði eitt sinn í viðtali um
æskuárin í Bolungarvík:
„Mamma var mikil félags-
vera og hennar útrás fólst í
þátttöku í félagslífmu í Bol-
ungarvík. Hún tók þátt í leik-
list og söngstarfi og þegar við
vorum að vaxa úr grasi voru
alltaf sett upp tvö leikrit á
vetri og fór mamma oft með
aðalhlutverkin þar. Því kom
það til að þegar Gullna hliðið
var sett upp hjá leikfélaginu
kom það í minn hlut að leika
bæði engil og púka... Mamma
hefur ætíð haft geysilegan
áhuga á leiklist og lætur fá
leikrit fram hjá sér fara hér í
höfuðborginni.“
Benedikt: „Hildur er ein-
staklega félagslynd, hefur
mikla þörf fyrir að blanda geði
við fólk og starfa með öðrum.
Ég er stundum að stríða henni
með því að hún þurfi alls stað-
Húsið við Völusteinsstrœti sem Benedikt og Hildur byggðu sér um miðjan sjötta áratuginn
og liefur verið heimili þeirra síðan.
16 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999