Skólavarðan - 2019, Page 6
6 SKÓLAVARÐAN VOR 2019
KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið skipuleggur kynningar-
verkefni nú á vordögum sem
miðar að því að fjölga kennurum
og auka umfjöllun um mennta-
mál. Verkefni þetta er hugsað sem
framhald af nýkynntum aðgerð-
um mennta- og menningarmála-
ráðherra um launað starfsnám og
námsstyrki til nemenda á lokaári
meistaranáms til kennsluréttinda
á leik- og grunnskólastigi.
Kynningin er unnin í nánu
samráði við helstu hagsmuna-
aðila á menntasviðinu, þar með
talið Kennarasamband Íslands,
Háskóla Íslands, Háskólann
á Akureyri, Listaháskóla
Íslands og Samband íslenskra
sveitarfélaga. Vonast er til þess
að verkefnið stuðli að aukinni
meðvitund um mikilvægi
kennarastarfsins og hlutverk
kennara í samfélaginu. Þá er
markmið kynningarinnar að
umsóknum í kennaranám fjölgi
nú í vor og á næstu árum.
Til grundvallar kynningunni
hefur ráðuneytið tekið saman
staðreyndablað, í samvinnu
við hagaðila, um störf kennara
í leik- og grunnskólum og þær
áskoranir sem Ísland stendur
frammi fyrir á næstu árum. Þar
verður meðal annars að finna
upplýsingar um námsframboð,
kjaramál, starfsmöguleika og
fleira. Úr því efni verður jafn-
framt gert stutt myndband sem
dreift verður á samfélagsmiðla á
næstu vikum og munu kennara-
menntunarstofnanir einnig nýta
sér efnið til að kynna námsleiðir
sínar og áherslur í kennaranámi.
Staðreyndablaðið og annað
kynningarefni verður aðgengilegt
á vefnum www.komduadkenna.
is. Þá verða einnig skipulagðar
reglulegar innkomur talsmanna í
fjölmiðlum og skólum.
„Við finnum mikinn
meðbyr með menntamálum
nú um stundir og viðbrögðin
við aðgerðunum sem við
kynntum í vetur hafa farið fram
úr björtustu vonum. Þennan
meðbyr viljum við nýta, ekki síst
til þess að viðhalda umræðu um
menntamál og kynna kennara-
námið og kennarastarfið. Það
er enda mikilvægasta starfið í
okkar samfélagi því á sinn hátt
leggja kennarar grunninn að
fagmennsku og árangri annarra
starfstétta,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir mennta- og menningar-
málaráðherra.
Það er von ráðuneytisins að
þetta verkefni geti orðið upphaf
að frekara samstarfi meðal hags-
munaaðila í menntamálum þar
sem aðilar setji sér sameiginleg
markmið og vinni að þeim með
jákvæðni og áræðni. Mennta- og
menningarmálaráðuneytið
hvetur kennara og skólafólk til
að leggja verkefninu lið. Það er
til dæmis hægt að gera með því
að deila efni um menntamál og/
eða senda ábendingar um fréttir
og viðmælendur til ráðuneytisins
(kristrun.heida.hauksdottir@
mrn.is) eða til Kennarasambands
Íslands.
Fjölgum kennurum
Lilja Alfreðsdóttir mennamálaráðherra kynnir tillögur um
hvernig fjölga megi kennurum í síðasta mánuði.
Með hvernig fólki vilt þú starfa?
XX Sem kennari hefur þú áhrif á skólastarf og kennara
framtíðarinnar.
XX Hvað einkennir góðan kennara? Ef þú sérð þá eiginleika
í þínum eigin nemendum eða fólki í þínu nærumhverfi er
mikilvægt að þú sáir fræi hjá viðkomandi og hvetjir þau/þá/
þær til að íhuga kennaranám.
XX Leggjumst öll á eitt og eflum stéttina enn frekar.
Kjaraviðræður
fyrirferðamiklar
í sumar
Eitt aðildarfélag KÍ er þegar með
lausa samninga og önnur fylgja í
sumar. Félögin hafa verið að funda
með félagsmönnum um land allt
síðustu vikur til að undirbúa kröfu-
gerð. Kjaramál verða fyrirferðamik-
il í umræðunni næstu mánuði enda
telja kennarar og skólastjórnendur
sig eiga inni töluverða leiðréttingu í
samræmi við menntun.
Staða kjarasamninga aðildafé-
laga Kennarasambandsins eru
eftirfarandi:
XX Félag framhaldskólakennara
– lausir samningar frá 31. mars sl.
XX Félag leikskólakennara –
samningar losna 30. júní 2019
XX Félag stjórnenda leikskóla –
samningar losna 31. júlí 2019
XX Félag grunnskólakennara –
samningar losna 30. júní 2019
XX Skólastjórafélag Íslands –
samningar losna 31. júlí 2019
XX Félag tónlistarkennara –
samningar losna 30. júní 2019
Nýr rannsóknar-
sjóður stofnaður
Stofnaður hefur verið Rannsóknar-
sjóður Kennarasambands Íslands.
Tekin var ákvörðun um stofnun
sjóðsins á 7. Þingi KÍ í apríl 2018.
Markmið sjóðsins er að veita
styrki til rannsókna sem styðja
við skólastarf og dagleg störf
félagsmanna Kennarasambands
Íslands (KÍ) í skólum, þróa nýja
fræðiþekkingu sem félagsmenn
KÍ hafa þörf fyrir og stuðla að
auknum gæðum í skólastarfi.
Rétt til að sækja um styrk
hafa virkir félagsmenn KÍ. Nánari
upplýsingar eru á vef KÍ.
Samkomulag um
launaupplýsingar
Kennarasamband Íslands og
Reykjavíkurborg hafa gert með
sér samkomulag um að borgin
láti KÍ í té launaupplýsingar um
félagsmenn sambandsins.
Tilgangur samkomulagsins er
að gera aðilum þess kleift að fylgj-
ast með launaþróun og framgangi
kjarasamninga.
KÍ hefur leitað til fleiri
sveitarfélaga um gerð samkomu-
lags á sömu nótum. Þeirri
málaleitan hefur þegar verið vel
tekið í nokkrum sveitarfélögum.