Skólavarðan - 2019, Síða 7
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 7
Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ
Ársfundur Kennarasambands
Íslands var haldinn 8. apríl sl.
Á fundinum fór Ragnar Þór
Pétursson, formaður KÍ, yfir sviðið
í kjaramálum. Hann ávarpaði
stóru málin og kom inn á það að
til að árangur næðist og lífskjara-
samningur gæti staðist yrði að
ríkja traust á milli aðila.
„Það á eftir að svara
stórum spurningum í kjaramálum
opinberra starfsmanna. Vonandi
verður hér til þjóðarsátt. Það er
þó býsna langt í land með það.
Við þurfum að taka stóru málin
til umræðu á stóra sviðinu og
horfast í augu við það að þau
sitja öll pikkföst vegna þess að
í samfélag okkar vantar grunn-
forsenduna, traust,“ sagði Ragnar
Þór Pétursson og sagði hann hinn
svokallaða „lífskjarasamning“
ekki vera nægan grundvöll nýrrar
þjóðarsáttar.
Um lífeyrismálin sagði Ragn-
ar Þór: „Mér þykir leitt að þurfa
að segja það en síðustu mánuði
hef ég orðið áþreifanlega var við
að leikreglur lífeyrissjóðakerfisins
eru algjörlega í lausu lofti“.
„Stóra málið er varðar
almanna tryggingar er sú stað-
reynd að veikinda- og örorkuhug-
takið er ekki lengur í samræmi við
veruleikann. Samfélagið skiptist
ekki lengur í veika og heilbrigða;
fatlaða og ófatlaða. Starfsþrek
okkar getur verið mikið eða
lítið, allt eftir tímabilum. Fólk
sem áður var nánast afskrifað
getur lagt heilmikið af mörkum.
Maður skyldi ætla að búið væri
að endurspegla þetta í almanna-
tryggingakerfinu. En þar sitja
málin föst. Það, af hverju þau eru
föst, er grundvallaratriði,“ sagði
Ragnar Þór.
Ragnar Þór ræddi
vinnumarkaðsmál og sagði:
„Vanalegt er að einn hópur sé
í gapastokknum hverju sinni
sem fulltrúi þeirra sem fengið
hafa of mikið. Þetta geta verið
læknar, hjúkrunarfræðingar,
þingmenn eða kennarar. Yfirleitt
eru þetta opinberir starfsmenn
því hækkanir þeirra eru sveiflu-
kenndari. Ein afleiðing hinna
miklu sveiflna er að útilokað
er að skoða launaþróun út frá
hækkunum yfir tímabil. Val á
viðmiðunartímabili er um leið val
á niðurstöðu. SALEK tilraunin
svokallaða miðaðist til dæmis við
ákveðinn upphafspunkt sem kom
valdamestu aðilunum á vinnu-
markaði best. Slík vinnubrögð sjá
til þess að allt sem á því er byggt
standi á brauðfótum.“
Undir lok ræðu sinnar sagði
Ragnar að í þeim samningum
sem nú þegar lægju fyrir hefði
verið stigið skref til lóðréttrar
launajöfnunar á almennum
markaði. „Munur hæstu og lægstu
launa á almennum markaði er
enda töluverður – og til að mynda
miklu meiri en á opinberum
markaði. Eftir stendur láréttur
launaójöfnuður – það er, á milli
markaða. Loforð um jöfnun launa
milli markaða á sér tvær hliðar.
Til að byrja með eru lægstu
launin yfirleitt hærri á opinberum
markaði en á almennum. Það má
því segja að „lífskjarasamningur-
inn“ sé fyrsta skref til uppfyll-
ingar samkomulags um jöfnun
launa á milli markaðanna. En þá
er eftir allur þorri launamanna
– sem ranglega fær lægri laun á
opinberum markaði en almenn-
um,“ sagði Ragnar Þór Pétursson,
formaður KÍ.
Ársfundur Kennarasambandsins 2019
Formaður KÍ segir lífskjarasamninginn
ekki standast án trausts milli aðila
Mér þykir leitt að þurfa að segja það
en síðustu mánuði hef ég orðið áþreif-
anlega var við að leikreglur lífeyris-
sjóðakerfisins eru algjörlega í lausu
lofti.