Skólavarðan - 2019, Síða 8
8 SKÓLAVARÐAN VOR 2019
KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir
Jafnréttis-
nefnd segir
XX ... að formleg og
óformleg jafnréttisumræða
verði að vera virk meðal
nemenda og kennara á
öllum skólastigum. Dæg-
urmálaumræða, útgáfa
bóka o.m.fl. getur verið góð
kveikja að umræðu.
XX ... að mikilvægt sé að
skipa jafnréttisfulltrúa í
öllum skólum til að koma
jafnréttismálum í ákveðinn
farveg. Grunnþátturinn
er mikilvægur og verður
illa unninn í hjáverkum.
Jafnréttisnefnd hefur
stofnað fésbókarsíðu
fyrir jafnréttisteymi og
jafnréttisfulltrúa allra
skólastiga. Síðan heitir
Jafnréttisfulltrúar og
jafnréttisteymi í skólum og
á að létta þeim vinnu sem
hafa grunnþáttinn á sinni
könnu. Þar inni verður
hægt að deila hugmyndum
og námsefni, viðhafa
faglega umræðu og veita
stuðning í starfi, að auki
verður þar hugmyndabanki
að námsefni og jafnréttis-
gátlistar fyrir hvert skóla-
stig frá jafnréttisnefnd.
XX ... að Kynjabókhald
KÍ hafi litið dagsins ljós. Í
Kynjabókhaldi koma fram
kynjahlutföll félagsfólks
innan KÍ bæði eftir að-
ildarfélögum og þeirra sem
vinna í nefndum, ráðum og
trúnaðarstörfum, að auki
er farið yfir kynjahlutföll
starfsfólks KÍ. Áhugasamir
geta rýnt í bókhaldið inni á
heimasíðu KÍ.
Starfsemi Kennarasambands
Íslands flyst í ný húsakynni í
Borgartúni 30, sjöttu hæð, í
sumar. Aðdragandinn hefur
verið langur en um þessar
mundir eru fimmtán ár síðan
markvisst var farið að leita leiða
við að leysa úr húsnæðisvanda
Kennarasambandsins. Húsnæð-
ismál KÍ hafa verið viðfangsefni
allra þinga sambandsins síðan
árið 2005.
Hið nýja húsnæði mætir
nútímakröfum félagsmanna
en aðgengismál fyrir fatlaða
og hreyfihamlaða hafa aldrei
verið í lagi í Kennarahúsinu. Þá
verður aðstaða til funda afar
góð í hinu nýja húsnæði sem og
vinnuaðstaða starfsfólks.
Samræður við forsætis-
ráðherra um framtíð Kennara-
hússins standa yfir og mun
Kennarasambandið leita allra
leiða til að halda húsinu í sinni
vörslu áfram. „Það verður
verkefni til framtíðar að marka
Kennarahúsinu hlutverk við
hæfi þótt ljóst sé orðið fyrir
löngu að húsið sé ófullnægjandi
sem höfuðstöðvar stéttarfélags,“
sagði Ragnar Þór Pétursson,
formaður KÍ, í bréfi til félags-
manna KÍ þegar kaupin voru
kunngjörð.
„Það er býsna stór stund
í sögu KÍ að færa starfsemina
úr Kennarahúsinu. Þetta er
þó nauðsynleg breyting svo
byggja megi upp starfsemi
sambandsins til framtíðar enda
var ályktun frá síðasta KÍ þingi
alveg skýr í þessu máli og þar
með vilji félagsmanna,“ segir
Ragnar Þór.
Á annað hundrað manns mætti á forystufræðslu
KÍ sem fór fram þann 20. febrúar sl. í
Reykjavík. Því miður féll sami viðburður sem
átti að vera á Akureyri niður vegna veðurs.
Markmið fræðslunnar var að efla stéttarvit-
und, virkni, þátttöku og ábyrgð forystufólks
sambandsins.
Dagurinn var virkilega vel heppnaður í alla
staði en farið var vel yfir starfsemi KÍ og ímynd,
bæði almennt og ímynd KÍ sérstaklega. Það
verður að segjast að öll umræða um menntamál
er áberandi í samfélaginu og það ber að nýta til
góðs. Farið var yfir jafnréttismál, kjaramál og
horfur í komandi kjarasamningum og fulltrúar
frá Virk sögðu frá starfseminni og greindu mörk
einkalífs og vinnu. Að lokum sagði kennari í FB
frá sinni reynslu af bráðnun, ekki kulnun, og
hvernig kennarar geta stutt hvern annan.
Nesti til nýrra tíma –
forystufræðsla KÍ
KÍ flytur í Borgartún
Nýtt húsnæði Kennarasambandsins verður á sjöttu hæð í Borgartúni 30.