Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Page 11

Skólavarðan - 2019, Page 11
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 11 Félaginn / KENNARASAMBANDIÐ Ég nýt þess að sjá nemendur mína lifa sig meira og meira inn í tónlistina og finna hvernig hún auðgar líf þeirra. Pamela De Sensi Skóli: Tónlistarskóli Kópavogs Námsgreinar: Þverflauta, kammertónlist XX Ég er kennari vegna þess að: Ég elska að kenna og vinna tónlist með nemendum mínum. Ég nýt þess að sjá nemendur mína lifa sig meira og meira inn í tónlistina og finna hvernig hún auðgar líf þeirra. Ég kenni öllum með það í huga að þeir verði einleikarar en svo ákveða þau bara í framtíðinni hvað þau vilja gera. Það er samt alltaf mikilvægt að stefna hátt og eiga þennan möguleika þó það sé alls ekki markmiðið í sjálfu sér. XX Besta stund vikunnar: Það er erfitt að finna bestu stund vikunnar, því allar stundir eru bestar. Ég þarf ekkert endilega að bíða eftir helgarfríi til að eiga bestu stundir, enda á tónlistarfólk hvort sem er aldrei helgarfrí. XX Þessu myndi ég vilja breyta: Ég myndi gjarnan vilja að mið- og fram- haldsnemar fengju meira en klukkutíma í kennslu á viku, því mér finnst það of lítið. MYND: HELGI SVERRISSON

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.