Skólavarðan - 2019, Side 13
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 13
Tækni / UMFJÖLLUN
Ég hef aldrei lært á
eitthvað til þess eins
að læra á það heldur
lært á það með mis-
tökum og tilraunum
því ég vil gera eitt-
hvað með það.
kennarar vilja fara á ráðstefnur eða
skólaheimsóknir þá þurfa þeir sjálfir að
finna einhvern til að leysa sig af.
Ég held að skólastjórnendur og
sveitarstjórnarfólk geti ekki lengur setið
og beðið af sér tæknina. En innleiðing á
tækni mistekst þó í 100% tilvika þegar
skólastjórnendur halda að það eina sem
þurfi að breytast séu tólin en ekki skólinn.
Er kennaranám að undirbúa
kennara í takt við nýja tíma? Það er í
raun ekki hægt að kenna beint á tæknina.
Lærdómurinn verður til á meðan þú ert
upptekinn við að gera aðra hluti. Þú lærir
ekki raunverulega á verkfæri fyrr en þú
hefur ástæðu til að nota það.
Ég hef aldrei lært á eitthvað til þess
eins að læra á það heldur lært á það með
mistökum og tilraunum því ég vil gera
eitthvað með það. Tæknin uppfyllir ein-
hvern annan tilgang. Þetta er ekki ósvipað
því að læra á hljóðfæri. Þeir sem vilja læra
að spila á gítar gera það til dæmis af því
þeir vilja læra að spila eitthvað ákveðið
lag. Þú lærir ekki bara G af því þú vilt það
heldur af því að það er G í einhverju lagi.
Það er eins með tækninotkun.
Ég held að kennaranám sem hjálpar
nemendum að tileinka sér hugarfar þess
sem prófar nýja hluti, setur spurn-
ingamerki við það hvernig við gerum
hlutina og er tilbúinn að breyta því sé að
undirbúa kennara í takt við nýja tíma,
alltaf. Kennaranám er ekki að undirbúa
kennara í takt við nýja tíma með því einu
að kenna þeim forritun eða hvernig á að
nota iMovie. Þetta snýst um „mindset“ en
ekki „skillset“ og því fyrr sem fólk sér það,
því betra.
Hvernig verður kennslustofan árið
2050? Ég hef ekki hugmynd… og það er
svo spennandi.
Twitter: @IngviHrannar
www.ingvihrannar.com
Hlaðvarp: Menntavarp
Lærum meira þegar
námsleiðir eru fjölbreyttar
Lísa Ólafsdóttir og Mira Esther Kamallakharan eru í 10. bekk Réttar holtsskóla. Þær
segja snjalltæki vel til þess fallin að gera námið áhugaverðara og skemmtilegra. Þær
segja hins vegar að símar séu vaxandi vandamál í skólastofunni, sífellt áreiti sem
getur haft víðtæk áhrif. Skólavarðan lagði þrjár spurningar fyrir Lísu og Miru.
XX Finnst ykkur snjalltæki, símar eða
spjaldtölvur, bæta einhverju við kennslu? Já,
snjalltæki geta opnað nýjar leiðir við að læra,
aukið áhuga og svo veita þau okkur aðgang að
endalausum upplýsingum. Þess vegna finnst
okkur að snjalltæki ætti að nýta til að brjóta
upp kennslustundir og auka fjölbreytileika
námsins. Í íslensku erum við að lesa Gísla sögu
Súrssonar og skemmtilegustu tímarnir eru
þegar við förum í Kahoot, sem er forrit þar sem
hægt er að setja upp spurningar og svör.
Nemendur nota svo símana til að svara
og keppa sín á milli. Við notum einnig Quizlet
í tungumálakennslu til þess að auka orðaforða
og finnst okkur við einfaldlega læra miklu
meira þegar námsleiðirnar eru fjölbreyttar og
skemmtilegar.
XX Geta þessi tæki haft truflandi áhrif á
nemendur í kennslustund? Við tökum greini-
lega eftir því að símar eru vaxandi vandamál í
skólum og hafa truflandi áhrif í tímum. Krakkar
geta ekki lagt símana frá sér og eru alltaf með
þá uppi við.
Þetta leiðir til þess að þegar þau fá
„notification“ á skjáinn eða þegar þau heyra
þetta „ping“ þá er ekki annað hægt en að athuga
hvað er í gangi. Þetta er einskonar „fíkn“ þ.e.
maður verður ósjálfrátt spenntur og vill ólmur
kíkja á símann um leið og maður fær skilaboð.
Við tölum af eigin reynslu og setjum því alltaf
símann á „do not disturb“ og höfum hann ofan í
tösku í kennslustundum.
Þetta sífellda áreiti truflar ekki bara
nemandann sem er í símanum heldur alla nem-
endurna í kring. Þá minnkar einbeiting allra
sem hefur áhrif á líðan nemenda í kennslu-
stundinni. Lausn á þessu gæti verið að geyma
síma í símahólfum fremst í stofunni. Flestar ef
ekki allar kennslustofur í Réttó eru með þessi
símahólf, sem eru þó sjaldan notuð. Það mætti
nota hólfin og sækja svo símana þegar þörf er á,
vonandi sem allra oftast, þar sem það að blanda
notkun snjalltækja í kennslu er snilld og ættu
kennarar virkilega að reyna að nýta sér það á
skapandi hátt.
XX Kunna unglingar að lifa með þessari
tækni? Þetta snýst að okkar mati ekki endilega
um skjátíma heldur frekar um það hvað ung-
lingar eru að gera í símanum og hvernig þeir
eru að nýta hann. Við notum símana okkar ekki
bara til að vera á samfélgasmiðlum heldur í
allskonar hluti, t.d. sem lítið sjónvarp, hlaupa-
úr, til þess að búa til myndbönd, til að læra ný
tungumál, til að tala við vini og ættingja hvar
sem er í heiminum og svo auðvitað til að sækja
alls kyns upplýsingar í tengslum við námið.
Það er því erfitt að segja að unglingar noti
símann sinn of mikið.
Við erum að gera margt lærdómsríkt og
notum þessi tæki á skapandi hátt. Þar sem að
við höfum alist upp við þróun þessara tækja þá
kunnum við að okkar mati að lifa með þeim.
Þetta er bara spurning um það hvernig við
nýtum tækin á uppbyggilegan hátt.
Sjónarhorn ungmenna
Lísa Ólafsdóttir og Mira Esther Kamallakharan héldu fyrirlestur sem bar yfirskriftina Snjall-
tækjanotkun – sjónarhorn ungmenna á morgunverðarfundi „Náum áttum hópsins“ á Grand
Hótel Reykjavík, 20. mars 2019. Meira um það á www.naumattum.is.
Lísa og Mira segja að ekki beri að horfa einvörðungu til skjátíma hvers unglings heldur miklu frekar til
þess hvað er verið að gera í símanum hverju sinni.