Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Qupperneq 16

Skólavarðan - 2019, Qupperneq 16
16 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 UMFJÖLLUN / Tækni Börnum er eðlis- lægt að fikta, skoða og snerta Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennari í leikskólanum Álfaheiði, segir mikilvægt að börn fái tækifæri til að tileinka sér tæknina í gegnum leik. Spjaldtölvur skili fjölbreyttu og skapandi skólastarfi. S njalltæki eru góð viðbót við annað námsefni sem leikskólinn hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að ung börn séu ekki einungis neytendur stafræns efnis í tækjunum og noti þau sér til afþreyingar heldur læri þau að nýta þennan búnað sem verkfæri og námstæki,“ segir Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennari í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Fjóla hefur áralanga reynslu af innleiðingu á upplýsingatækni í leikskólastarfi, hefur tekið þátt í fjölda þróunarverkefna í þessum málaflokki og í fyrra lauk hún M.Ed prófi með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni. Fjóla segir að þar sem spjaldtölvur hafi verið notaðar í leikskólum hafi þær skilað fjölbreyttu og skapandi skóla- starfi. Börnin læri að afla sér þekkingar, vinna úr alls konar efni, búa til stafrænt efni og deila því með öðrum. „Það er afar mikilvægt að börnin fái tækifæri til að læra á upplýsinga- tæknina í gegnum leik. Leikurinn er námsleið barna í þessu sem öðru sem þau læra í leikskólanum. Börnum er eðlislægt að fikta, skoða og snerta og þau eiga þess vegna auðvelt með að læra á smáforritin,“ segir Fjóla. Hún segir stórkostlegt að fylgjast með börnum uppgötva möguleika spjaldtölvunnar þegar kemur að tjáningu. Margmiðlunarbúnaður gerir það að verkum að börnin koma sköpun sinni á framfæri enda mörg smáforrit í spjaldtölvum sem auðvelda sögu- og myndgerð. „Þetta er spennandi tækni og segja má að spjaldtölvur henti börnum vel enda eru þær meðfæri- legar og hannaðar til að virka hvar og hvenær sem er. Spjaldtölvur eru ekki einungis með innbyggðri myndavél, búnaði til hljóð- og kvikmyndatöku og búnaði til gagnavinnslu heldur eru þær einstaklega notendavænar fyrir unga notendur.“ Auka úthald og bæta árangur Fjóla segir börnin dugleg að finna sér efnivið og fái þau hæfilega hvatningu og leiðsögn þá séu þau fljót að finna sér myndefni. „Það er líka skemmtilegt hvernig börn taka myndir frá öðrum sjónarhornum en fullorðnir og engar ýkjur að segja að þau taki oft frumlegri og betri ljósmyndir en hinir fullorðnu. Þau er óhrædd við að gera ýmsar tilraun- ir með myndavélina og oftar en ekki kemur útkoman skemmtilega á óvart,“ segir Fjóla. Fjóla hefur lengi sinnt sérkennslu og segir hún tilkomu spjaldtölva hafa haft í för með sér byltingu. „Sérkennarar eru sammála um að spjaldtölvurnar hafi í för með sér fjölbreytta möguleika í vinnu með börnum og einstaklings- miðuðu námi. Spjaldtölvurnar virka afar hvetjandi á börn sem áður var erfitt að fá til samvinnu; þær auka úthald og bæta árangur einstakra nemenda – og þeir fá tækifæri til að vinna á hraða sem hentar þeim.“ Fjóla segir að rannsóknir sýni að spjaldtölvur séu ávallt nýttar á skapandi hátt innan leikskólans. „Snjalltæki eru ekki notuð til afþreyingar í leikskólum hér á landi,“ segir Fjóla. Ég hef upplifað það margoft í kennslu hversu mikið gagn þessi smáforrit gera. Þau eru mörg börn- in sem hafa lært að bera fram rétt mál- hljóð með Lærum og leikum með hljóðin svo dæmi sé tekið. Twitter fa ce bo ok .c om /K en na ra sa m ba nd Is la nd s fa ce bo ok .c om /s ko la va rd an @ K en na ra sa m ba nd @ ke nn ar as am ba nd #snjallirnemendur Aðalheiður Anna Erlingsdóttir • @adalheidur91 Það var svo gaman í síðustu námslotu í @Haskolinn_Ak! #Kennaranemar fengu að prófa allskyns tæki og tól #kenno_ha #menntaspjall #snjallirnemendur #snjallvagninn #komduaðkenna Grunnskólinn á Ísafirði • @grisafjordur Lego í 2.bekk #snjallirnemendur Anna Maria Thorkelsd • @Kortsen Model UN fundur hjá 9. bekk Hörðuvallaskóla #snjallirnemendur #menntaspjall #Hörðuvallaskóli Anna Maria Thorkelsd • @Kortsen Multitasking, nemandi í enskutíma notar símann til að hlusta á enska skáldsögu og sinnir prjónaverkefni í prjónavali á sama tíma. #menntaaspjall #snjallirnemendur Margrét Þóra Einarsd • @margretthora Tæknihringekja í lotu hjá #kennaranemar í #kenno_ha í @Haskolinn_Ak Snjallvagninn fenginn að láni hjá @MSHA_UNAK #menntaspjall #snjallirnemendur

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.