Skólavarðan - 2019, Page 18
18 SKÓLAVARÐAN VOR 2019
UMFJÖLLUN / Tækni
Styrkir
Gauti hefur fengið ýmsa styrki í gegnum
árin vegna þessa verkefnis, aðallega frá
Garðabæ og menntamálaráðuneytinu.
Þá hefur hann fengið tækjastyrki hjá
fyrirtækjum. „Samsung-umboðið lánaði
mér til dæmis búnað sem ég er ennþá
að nota. Ég er ekki að vinna þetta allt
frítt. Vissulega hef ég ekki fengið hverja
einustu mínútu borgaða en hluti af þessu
flokkast sem undirbúningstími minn fyrir
kennslu.“
Gauti hefur fengið ýmis viðbrögð við
myndböndunum á síðunni og segir að
einn aðili hafi skrifað að hann hafi bjargað
skólagöngu hans.
„Takk fyrir að bjarga lífi mínu með
þessu vídeói.“
„Mjög áhugavert.“
„Takk. Þetta hjálpaði mér að komast í
gegnum erfiðan part í lífi mínu.“
„Þú ert búinn að kenna mér meira
en stærðfræðikennarinn minn. Elska
myndböndin þín. Þau hjálpa mjög mikið.“
„Þú hjálpar svo mikið þegar maður er
að læra heima fyrir próf. Takk fyrir.“
„Takk, karl sem ég þekki ekki.“
Ég veit að íslenskir
krakkar í útlöndum
nota þetta líka en ég
er með fleiri tegundir
af myndböndum
„Takk, karl sem ég
þekki ekki.“
G auti Eiríksson er úr Reykhóla-sveit og kynntist stórkostlegri náttúrunni þar þegar hann var
að alast upp. Hann flutti suður til að
stunda menntaskólanám og stundaði
svo nám á náttúrufræðibraut við FVA
(Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra-
nesi). „Ég var kominn með algert ógeð á
skóla þegar ég kláraði stúdentspróf með
herkjum árið 1996. Ég ákvað eftir stúd-
entspróf að vera í einn vetur fyrir vestan
og fór að vinna í þörungaverksmiðjunni
um sumarið. Íþróttakennarinn í skól-
anum í Reykholti var í fæðingarorlofi,
auk þess sem það vantaði náttúrufræði-
kennara, en ég hafði verið að þjálfa í
ungmennafélaginu heima og því fannst
skólastjóranum upplagt að fá mig til að
kenna íþróttir, sund og náttúrufræði. Ég
fór að kenna um haustið en það hafði
ekki hvarflað að mér að fara í þetta starf
eða að þetta starf ætti við mig. Ég hafði
svo sem ekki skap í það heldur og það
tók veturinn að læra að hemja það. Ég
var rúmlega tvítugur þarna og átti það
til að vera pínu skapbráður – en í dag er
ég það alls ekki.“
Gauti flutti til Reykjavíkur eftir
þennan vetur og hóf nám í líffræði við
Háskóla Íslands. „Ég hafði fundið að
kennslan átti við mig en mér fannst
líffræðin ekki eiga eins vel við mig og
hóf ári síðar nám við Kennó og tók
stærðfræði og líffræði sem sérsvið þar
og útskrifaðist árið 2002. Ég fór að
kenna í grunnskóla í Hafnarfirði, þar
sem ég kenndi í þrjú ár, og fór svo að
kenna við Álftanesskóla þar
sem ég er búinn að kenna
í nærri því 14 ár. Ég er
raungreinakennari í 7. - 10.
bekk og svo kenni ég mínum
umsjónarbekk, sem í vetur
er 9. bekkur, stærðfræði og
náttúrufræði en ég byrjaði
með þau í 7. bekk.“
Ýktur í upphafi
Gauti fór haustið 2013
ásamt þáverandi skólastjóra
Álftanesskóla á ráðstefnu í
Keili um vendikennslu. „Ég vissi mjög
lítið um þetta annað en að vendikennsla
snerist um myndbönd. Ég hef lengi
viljað skoða nýjar leiðir í kennslu eins
og í upplýsingatækni og tók ég þátt í því
fyrir rúmum 10 árum að þýða stóran
forritapakka í náttúrufræði. Þegar ég
gerði tilraunina með forritin þá notaði
ég þau og glósur. Ekkert annað. Krakk-
arnir fengu ekki einu sinni bók þannig
Rúmlega 600.000 áhorf
Gauti Eiríksson, raungreinakennari og umsjónarkennari í Álftanesskóla, hefur á undanförnum árum útbúið
YouTube myndbönd tengd náttúrufræði- og stærðfræðikennslu sem hafa hjálpað bæði nemendum hans og
öðrum nemendum, hér á landi og erlendis. Þá hefur hann bætt við myndböndum um önnur efni á síðuna sína.
Svava Jónsdóttir skrifar
að ég var áður búinn að gera tilraunir
með eitthvað annað en kennslubækur.
Þessi ráðstefna í Keili stóð yfir í heilan
dag og voru þar bæði íslenskir og
erlendir fyrirlesarar og vinnustofur og
á leiðinni heim hugsaði ég með mér að
þetta væri eitthvað sem mig langaði til
að skoða og spurði skólastjórann hvort
ég mætti ekki prófa. Það
var svona hálfur mánuður
í skólasetningu og það tók
mig nokkra daga að finna
út úr tæknilega hlutanum;
hvernig ég myndi fram-
kvæma þetta og hvernig ég
vildi gera þetta. Ég er búinn
að venda hverjum einasta
náttúrufræðitíma síðan. Það
var rosaleg vinna í byrjun en
ég bý ekki til myndbönd fyr-
ir hvern einasta tíma í dag af
því að ég á orðið svo mikið
efni. Ég byrjaði þó ekki alveg strax að
búa til myndbönd fyrir stærðfræðitíma
af því að ég gat ekki gert allt í einu.“
Gauti segir að hann hafi í upphafi
verið svolítið ýktur í þessu – hann nýtti
myndböndin í tímum og lagði eingöngu
áherslu á þau og reyndi að láta nemend-
ur vinna sem mest í tímum. „Í dag er ég
farinn að blanda saman vendikennslu
og beinni kennslu. Þetta er þó svolítið
Uppi í rúmi
Gauti hefur gert alls konar æfingar þegar
kemur að hljóðupptöku. „Það er tvennt
sem gerir kennslumyndbönd góð og hefur
ekkert með útskýringarnar að gera en
það eru gæðin á hljóðinu og hljómfallið
í röddinni. Ef það er ekki gott á fólk
erfiðara með að meðtaka það sem verið
er að segja. Ég tek orðið upp eiginlega
öll mín myndbönd uppi í rúmi með sæng
í kringum mig til að dempa hljóðið. Ef ég
tæki hljóðið upp til dæmis inni í eldhúsi þá
væri það eins og ég væri inni í tómri tunnu
og það myndi glymja í öllu. Svona einfaldir
hlutir skipta líka máli.“
Þess má geta að Gauti er einnig áhuga-
ljósmyndari og heldur úti ljósmyndasíðu.
https://500px.com/gautieiriksson