Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Page 19

Skólavarðan - 2019, Page 19
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 19 Tækni / UMFJÖLLUN breytilegt á milli árganga. Ég kenni mjög mikið beina kennslu í 7. bekk en mjög lítið í 10. bekk af því að þeir nemendur eru orðnir meira sjálfbjarga.“ Orðskýringamyndbönd Gauti segist hafa byrjað á að gera hefðbundin kennslumyndbönd í náttúrufræði sem séu eins og innlögn í grunninn. „Þar eru glærur með texta og myndum sem ég tala yfir eins og ég sé að kenna á töflu. Ég er búinn að taka nánast allt námsefnið í náttúrufræðinni þannig fyrir í 7. til 9. bekk og meira að segja nokkrar bækur sem er hætt að kenna. Síðan hef ég gert svipað efni í stærðfræði fyrir 7. til 10. bekk. Svo fór ég fyrir nokkrum árum að gera orðskýr- ingamyndbönd bæði í náttúrufræði og stærðfræði. Ég er kominn lengra með það í stærðfræði en ég fékk þróunarstyrk í þá vinnu. Þar tók ég hvert einasta hugtak og fór í gegnum orðalistann í öllum kennslubókum sem ég fann og á meðan ég var að kenna punktaði ég hjá mér ef ég átti eftir að taka eitthvað fyrir. Þetta eru rúmlega 650 orðskýringamyndbönd tengd stærðfræði og ég er búinn að gera vel yfir þúsund svona myndbönd í nátt- úrufræði. Það eru miklu fleiri greinar í náttúrufræði þannig að hún er miklu víðfeðmari heldur en stærðfræðin.“ Mismunandi litir Gauti segir að orðskýringamyndböndin í stærðfræði séu mjög einföld. „Mér finnst vera heppilegra að nemendur þekki myndböndin í sundur. Taflan í orðskýringarmyndböndunum í stærð- fræði er dökkgræn en í hefðbundnum stærðfræðimyndböndum er hún svört. Hún er hvít í orðskýringamyndböndum um náttúrufræði. Í náttúrufræði eru mismunandi litir fyrir mismunandi greinar þannig að nemendur sjá hvaða grein er um að ræða.“ Gauti segir að engar ljósmyndir séu í þessum orðskýringamyndum held- ur tali hann, skrifi og teikni. „Ástæðan fyrir því að ég er ekki með ljósmyndir þarna er einfaldlega tvíþætt. Ég er einfaldlega fljótari að vinna þetta svona og höfundarréttarmál myndu flækjast fyrir ef ég myndi nota myndir sem aðrir hafa tekið. Ég pældi ekki mikið í þessu þegar ég var að gera fyrstu myndböndin og bara gat það ekki af því að ég var að flýta mér en ég hef ekki í mörg ár búið til myndband nema nota mest mínar eigin ljósmyndir.“ Spilunarlisti Gauti hefur gert um 2.550 myndbönd í allt og er með um 5-7.000 áhorf í hverri viku og segir hann að fólk í tæp- lega 60 löndum horfi á myndböndin. Gauti segir að það skipti máli að foreldrar geti horft á myndböndin með börnum sínum. „Ég er kominn með rúmlega 600.000 áhorf. Ég veit að íslenskir krakkar í útlöndum nota þetta líka en ég er með fleiri tegundir af myndbönd- um. Ég hef til dæmis verið að búa til það sem ég kalla ítarefnismyndbönd þar sem ég tek myndir úti í náttúrunni og útskýri það sem þar sést. Ég flokka myndböndin í spilunarlista en það er eina leiðin til að halda utan um þetta því þetta er svo mikið. Einn spilunarlistinn kallast „Af hverju?“ en þá hef ég tekið myndir úti og svara því til dæmis af hverju regnbogi myndast og af hverju kemur haglél. Ég er líka farinn að setja inn í spilunarlistann myndbönd undir spurningunni „Hvernig?“ og nýlega bjó ég til dæmis til myndband sem kallast „Hvernig virkar myndavél?“. Þetta tengist náttúrufræði óbeint. Ég er líka með spilunarlista sem heitir „Ísland“ en þau myndbönd hef ég tekið út um allt land; stundum segi ég ekki neitt, stundum segi ég eitthvað örlítið á íslensku og stundum eitthvað örlítið á ensku og stundum segi ég eitthvað á báðum tungumálum í sama myndbandinu. Þar er ég til dæmis með myndbönd af norðurljósunum.“ Gauti hefur gert um 2.550 mynd- bönd í allt og er með um 5-7.000 áhorf í hverri viku og segir hann að fólk í tæplega 60 löndum horfi á myndböndin. Gauti segir að það skipti máli að foreldr- ar geti horft á myndböndin með börnum sínum. Gauti hefur gert 2.550 myndbönd sem fá mikið áhorf á vefnum.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.