Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Síða 20

Skólavarðan - 2019, Síða 20
20 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 UMFJÖLLUN / Tækni Sumum dugir jafnvel ekki einn sími. Í strætó, á biðstofum, veitingastöðum og kaffihúsum, alls staðar er fólk gónandi á símann en tekur varla eftir neinu í kringum sig. S tór hluti fólks, að minnsta kosti í okkar heimshluta, hefur þó ekki tamið sér þessa höfuðdyggð. Hjá okkur er það þvert á móti óhófið sem oft ræður ríkjum. Bílarnir of margir, allir skápar fullir af fötum, margir alltof þungir o.s.frv. Nú borgar sig sjaldnast að gera við heim- ilistæki, þvottavél sem bilar fer beina leið á haugana og ný er keypt í staðinn. Og sífellt kemur eitthvað nýtt „sem þú verður að eignast“. Þetta þekkja allir. Sumt er stundarfyrirbæri, sem endar í geymslunni og svo í Sorpu, en annað verður nánast ómissandi hluti hins daglega lífs. Farsíminn er í þeim hópi. Gömul hugmynd Þótt farsíminn sé ekki ýkja gömul uppfinning eru þó margir áratugir, reyndar næstum heil öld, síðan fjar- skiptaverkfræðingar fóru að velta fyrir sér möguleikum á símtækjum sem ekki væru bundin við fasta staðsetningu. Tæknin var hins vegar ekki til staðar. Árið 1959 skrifaði breski rithöf- undurinn Arthur C. Clarke ritgerð, sem kannski mætti fremur kalla spádóm. Hann sá fyrir sér svo lítið og létt sendi- tæki að hver maður myndi ganga með það í vasanum og „sá tími mun koma að við getum hringt í einstakling hvar sem er á jörðinni, með því einu að velja símanúmer viðkomandi.“ Clarke nefndi enn fremur að þetta tæki gerði kleift að finna staðsetningu þess sem það bæri á sér og „þannig myndi enginn týnast að óþörfu. Þessi spá rithöfundarins hefur sannarlega ræst. Hann spáði því líka að þessi tæki yrðu komin á markaðinn um miðjan níunda áratug síðustu aldar en það rættist reyndar nokkru fyrr, því árið 1973 sýndi bandaríska fyrirtækið Motorola fyrsta handfarsím- ann. Hann fór reyndar ekki vel í vasa þar sem hann vóg rúm tvö kíló. Farsíminn er ekki það eina sem Clarke sá fyrir en hann spáði því skömmu eftir 1940 að menn myndu Þegar börnunum blöskrar stíga fæti á tunglið fyrir árið 1970. Hann skrifaði fleiri en 70 bækur. Þekktust þeirra er líklega ,,Sentinel“ en kvik- mynd Stanley Kubrick „2001: A Space Odyssey“ er byggð á henni en kvik- myndahandritið skrifuðu þeir Clarke og Kubrick í sameiningu. Ekki bara sími Fyrsta sjálfvirka farsímanetið var opnað í Japan árið 1979. Á þeim fjörutíu árum sem síðan eru liðin hefur þróunin verið örari en nokkurn gat órað fyrir. Þegar þessi tæknibylgja barst til Íslands ríkti nokkur óvissa um nafnið. Handsími, vasasími, smásími og fleiri álíka nöfn heyrðust en orðin farsími eða gemsi (GSM) festust fljótlega í sessi. Í dag er notkun símanna ekki einskorðuð við að hægt sé að hringja úr þeim eða í, þeir eru orðnir sambland síma og tölvu ásamt myndavél. Þessi háþróuðu tæki kallast snjallsímar, til aðgreiningar frá eldri gerðum. Undratæki segja margir. Nánast allir með einn, margir með tvo Í dag á nánast hver einasti maður farsíma. Þetta gildir jafnt um unga sem aldna. Og þessir símar liggja ekki Hófsemi er ein höfuðdyggðanna sjö í kristinni siðfræði. Einn meginboðskapur Hávamála er sömuleiðis hófsemi og sé litið enn lengra til baka má nefna að yfir inngangi musteris forngríska guðsins Appolons stóðu þessi orð: meden agan. Hóf í öllu. Borgþór Arngrímsson skrifar

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.