Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Síða 25

Skólavarðan - 2019, Síða 25
Kristín Valsdóttir / VIÐTAL Kristín segir að um sé að ræða fyrstu rannsóknina sem gerð er á háskólamenntun listamanna á Íslandi. „Mér finnst það ekki vera spurning að við sem erum stjórnendur innan Lista- háskólans eigum að horfa til þess hvað það er sem skiptir máli. Eitt af því sem kemur fram er að það þarf kannski að vinna meira saman milli listgreina. Það er líka þörf fyrir að við opnum kannski á meistaranám þar sem allar listgrein- ar koma saman í skapandi vinnu; ekki bara í kennslufræði. Það má líka segja að niðurstöður rannsóknarinnar hafi haft áhrif á uppbyggingu nýrrar námsleiðar við listkennsludeild. Það hversu ánægðir nemendur hafa verið með samtal á milli ólíkra greina, samhliða markmiðum okkar að fjölga kennurum sem nýta sér aðferðir lista í námi og kennslu, varð til þess að nú í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á kennaranám við deildina fyrir þá sem lokið hafa BA- námi í öðrum greinum en listum. Þeir geta þannig tekið meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á aðferðir lista í skólastarfi.“ Kristín segir að doktorsnámið sé langt ferðalag. „Ég segi eiginlega að doktorsgráða sé gráða í þraut- seigju og úthaldi. Það var hins vegar skemmtilegt ferðalag og góð tilfinning að hafa tekið sér tíma og orku til þess að kafa svona vel ofan í viðfangsefnið sem er nátengt vinnu minni. Það er ómetanlegt að mínu mati að hafa kafað svona djúpt; ekki bara praktískt heldur einnig fræðilega, samhliða því að móta starfið. En ég er líka voðalega fegin að vera búin.“ sérfræðingur í kennslufræði eru hér jafn- vel listamenn á heimsmælikvarða í námi og þar með sérfræðingar í sínu fagi. Við nálgumst öll viðfangsefnið kennslufræði listgreina á jafnréttisgrunni. Það að tileinka sér nýja sjálfsmynd sem list- kennari meðfram því að vera listamaður krefst, eins og áður segir, tíma og lenging kennaranámsins hefur því töluvert að segja. Þessi námsmenning sem ég talaði um leggur einnig áherslu á ígrundun í náminu og að finna tíma fyrir samtal vegna þess að hluti af því að þróa nýja sjálfsmynd felst í því að maður verður að fara svolítið inn á við. Það er ekki nóg að hlusta, tala og lesa um eitthvað heldur þarf nemandinn að íhuga hver hann er í þessu samhengi og prófa sig áfram. Það að skrifa dagbók, eins og ég lét nemendur gera, gerir þeim meðal annars kleift að ígrunda markvisst það sem þeir voru að gera og tengja við fyrri reynslu.“ Að fjölga góðum listkennurum Kristín segir að aðalmarkmiðið með doktorsverkefninu sé að byggja upp og þróa gott nám og mennta fleiri góða listamenn til að verða kennarar. Niðurstöðurnar geti nýst við þróun og uppbyggingu frekara náms á meistara- og doktorsstigi fyrir listamenn. „Ég er listkennari og markmið mitt hefur alltaf verið að efla listirnar inni í menntakerf- inu. Fókusinn í doktorsverkefninu er því á það sem ég er að gera hér. Verk- efni mitt er að mennta góða kennara og búa til gott nám fyrir listkennara en lokamarkmiðið er að fjölga góðum listkennurum úti í samfélaginu. Ef tæknin á að taka við ákveðnum hlutum sem við manneskjurnar erum að gera í dag þá þurfum við að rækta það sem er tengt mennskunni, sem er meðal annars það að tjá sig í listum. Við þurf- um að leggja áherslu á að rækta góðar manneskjur, samkennd og skapandi eiginleika einstaklinga sem geta tekist á við ófyrirséða hluti í framtíðinni. Og við getum notað listirnar til að tjá svo ótrúlega marga hluti sem tækni og vélar geta ekki. Auk þess eru listir vel til þess fallnar að varpa nýju og gagnrýnu ljósi á ýmislegt í samfélaginu og eru þannig mikilvægt tæki til að efla gagnrýna hugsun nemenda.“ VIKINGASUSHI ÆVINTÝRASIGLING NÁTTURUPARADÍS SEM LÆTUR ENGAN ÓSNORTINN FERSKT SKELJASMAKK Í BREIÐAFIRÐI SEATOURS.IS Kristín Valsdóttir varði doktors- rigerð sína „Að verða listkennari – lærdómsferill listamanna“ 25. janúar 2019. MYND: HÍ/GUNNAR SVERRISSON

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.