Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 26

Skólavarðan - 2019, Side 26
26 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 VIÐTAL / Helga Hauksdóttir B laðamaður Skólavörðunnar heimsótti fræðslu-svið Akureyrar fyrir skömmu og fékk Helgu Hauksdóttur til að segja frá starfi sínu, áskorunum og framtíðarsýn. Hún var fyrst spurð af hverju hún hefði sóst eftir starfi kennsluráðgjafa á sínum tíma. „Mér fannst tímabært að skipta um starf og mig langaði ekki að verða gamall skólastjóri sem allir væru orðnir þreyttir á. Mér þótti sú ákvörðun að leggja niður móttökudeildina hér í bæ afar spennandi og í raun má segja að ég hafi elt erlendu nemendur mína í Oddeyrarskóla út úr skólanum. Ég sótti um starfið og er afar þakklát fyrir að hafa fengið það,“ segir Helga og bætir við að mikill áhugi á fjölmenningu og kennslu barna með annað tungumál hafi líka gert útslagið. Helga segir það hafa verið pólitíska ákvörðun að leggja móttökudeildina, sem áður hafði verið kölluð nýbúadeild, niður. Það hafði í för með sér að börn með annað móðurmál en íslensku fóru eftir það í sína hverfisskóla. „Þegar hin svokallaða nýbúadeild var sett á stofn árið 2001 voru sárafáir erlendir nemendur hér og svo var fyrstu árin, yfirleitt um 20 krakkar í deildinni. Um 2006 tók þessum börnum að fjölga mjög, einkum pólskum krökk- um. „Þegar margir krakkar af sama þjóðerni eru í sömu bekkjardeild er mjög eðlilegt að þau haldi saman og tali sitt móðurmál. Um leið minnkar stundum áhuginn á að kynnast öðrum bekkjarfélögum og að leggja sig fram við íslenskunám,“ segir Helga. „Þó svo að móttökudeildir hafi ýmsa kosti var ég mjög sammála því að erlendir nemendur færu í sína hverfisskóla. Við þurfum að huga vel að félagslegri stöðu þeirra og vinatengslum og það er best að gera það í því hverfi sem þau búa í. Þau eiga að vera eðlilegur hluti af öllu skólastarfi allra skóla.“ Helga segir að fyrsta daginn í nýju starfi þá hafi hún fengið skrifborð og stól. „Starfið var óskrifað blað og það var auðvitað svolítið spennandi. Ég Tjáning og samræður lykill að árangri Um eitt hundrað börn með annað móðurmál en ís- lensku stunda nám í grunnskólum Akureyrar. Þau hafa ólíkan bakgrunn og þarfir þeirra í skólanum eru margs konar. Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi hefur síðustu sjö árin unnið við að halda utan um þessa nemendur og vera kennurum og foreldrum til ráðgjafar og aðstoðar. Vinnu- umhverfis­ nefnd segir... XX ...að nú eigi námsráðgjafar gátlista til að meta vinnuum- hverfi sitt og aðbúnað eins og aðrir hópar sem starfa innan skólastofnana. Gátlistinn á að ná yfir öll þau atriði sem lúta að starfi innan skóla. Gátlist- ann er að finna á heimasíðu KÍ undir KÍ/Um KÍ/Vinnuum- hverfisnefnd/Gátlistar. XX ...að leggja þurfi áherslu á að minnka álag í starfi kennara allra skólastiga. Stjórnendur, ekki síður en kennarar, verða að vera vakandi fyrir eigin líðan og annarra og þekkja einkenni kulnunar. Mikilvægt er að ræða saman um möguleg einkenni. Einkennum svipar stundum til þunglyndis en tengjast aðstæðum í starfi og einkalífi á meðan þunglyndi er viðvarandi og óháð aðstæðum. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu KÍ undir KÍ/Ann- að/Vellíðan í vinnu/Streita og kulnun. XX ...að nú á vordögum muni fara fram könnun á ofbeldi í garð kennara. Byrjað verður á grunnskólakennurum og eru þeir beðnir um að svara könnuninni um leið og hún berst. Hún mun berast frá netfangi Kennarasambandsins og verður ekki rekjanleg til einstaklinga.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.