Skólavarðan - 2019, Page 27
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 27
Helga Hauksdóttir / VIÐTAL
Þau eru á öllum aldri, sum eiga erlendar
rætur en eru alin upp hérlendis og þurfa
litla sem enga aðstoð í íslenskunni á
meðan önnur flytja hingað og eru á
byrjunarreit í íslensku. Svo er hópur
sem elst upp hjá foreldrum sem þekkja
fáa eða enga Íslendinga og margt af
erlenda fólkinu okkar talar bara ensku
í vinnunni. Það er því stundum erfitt að
finna hvata og tækifæri til að læra nýtt
mál, þó svo að það sé oftast lykillinn
að því að samlagast nýju samfélagi og
kynnast íbúum,“ segir Helga.
„Ég dáist alltaf að þessum börnum,
þau eru svo ótrúlega dugleg og oftast
fljót að ná tökum á daglegu máli þannig
að þau geti bjargað sér. Hins vegar
skortir oft á dýptina og þar reynir
verulega á okkur kennara að útskýra
fyrir þeim flóknari hugtök námsgreina.“
Kennsluaðferðirnar hafa tekið
breytingum
Spurð hvort það reyni ekki á kennara
að kenna börnum sem ekki skilja
íslensku segir hún svo vera. „Það er
líka gild spurning hvort ekki þurfi að
Tjáning og
samræður lykill
að árangri
hafði tekið nokkra kúrsa í fjölmenningu
við menntavísindasvið HÍ í meist-
aranáminu mínu og hafði lengi haft
brennandi áhuga á þessum málaflokki.
Hulda Karen Daníelsdóttir var mér
stoð og styrkur í upphafi og ég hélt líka
áfram að læra um kennslu íslensku
sem annars máls. Auðvitað er maður
oft svolítið einn í þessu starfi og það er
enginn að gera nákvæmlega það sama
innan vinnustaðarins,“ segir Helga.
Fljót að læra að bjarga sér
Helga segir að tala nemenda sem hafa
íslensku sem annað mál hafi verið svipuð
síðustu árin. Starf Helgu felst meðal
annars í því að fara í alla skólana, hitta
kennara og styðja við þá faglega. Auk
þess sinnir hún kennslu nemenda sem
eru í eldri deildum grunnskólans og
eru að fóta sig í nýjum skóla og hjálpar
þeim að ná grunntökum á íslensku.
Samstarf við foreldra og aðstoð við þá
er einnig hluti starfsins og oftast mjög
ánægjulegur.
„Þessi hópur er mjög breiður og
krakkarnir hafa mismunandi bakgrunn.
Við eigum að bera virðingu fyrir
móðurmáli okkar erlendu barna.
Með því að bjóða þeim að koma
með bækur á sínu máli inn í
skólann erum við að sýna þeim
og uppruna þeirra virðingu.
„Það er mikilvægt að það sé lesið fyrir börnin
á þeirra móðurmáli, þau heyri málið og við
hvetjum krakka til að hafa skemmtilega bók
á sínu móðurmáli í töskunni. Það er hluti af
yndislestri sem felur í sér að krakkar lesa
sér til skemmtunar,“ segir Helga Hauksdóttir
kennsluráðgjafi.