Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Síða 32

Skólavarðan - 2019, Síða 32
32 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 KENNARASAMBANDIÐ / Tímamót Kennarahúsið Komið að kveðjustund 1908 Kennaraskóli Íslands tekur til starfa að hausti. Magnús Helgason skipaður for- stöðumaður hins nýstofnaða skóla. Kennaramenntun hafði verið í boði í Flens- borgarskóla frá 1892. Kennt var frá fyrsta vetrardegi til 31. mars. 1909 Vatnsveita kemur í bæinn. Ekki lengur þörf á að bera vatn í Kennarahúsið. 1915 Vatnssalerni komið fyrir í kjallara. Áður var notaður útikamar. 1923 Rafmagn leitt í Kennarahúsið og loks gátu nemendur notið þess að lesa við rafmagnsljós. 1943 Námið lengt úr þremur árum í fjögur. 1947 Inntökuskilyrðum breytt og gerð krafa um landspróf og gagnfræðapróf. 1932 Freysteinn skólastjóri lætur setja svalir á húsið. Þær voru teknar niður síðar. 1930 Ráðist í miklar endurbæt- ur; dúkur settur á gólf í skólastofum og innveggir klæddir með krossvið. Baðherbergi sett í íbúð skólastjóra 1929 Magnús Helgason lét af störfum sem skólastjóri. Freysteinn Gunnarsson tekur við starfi skólastjóra. Freysteinn bjó ásamt konu sinni Þorbjörgu Sigmunds- dóttur á annarri hæð hússins í 40 ár. Þau komu tveimur börnum á legg í húsinu. Tímamót verða í sumar þegar Kennarasambandið flytur starfsemi sína í Borgartún 30. Lýkur þar með nærfellt 30 ára dvöl kennarasamtakanna í gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Um 30 starfsmenn vinna í Kennarahúsinu að jafnaði á degi hverjum. Þótt húsið sé fallegt að ytra sem innra byrði þá er vinnuaðstaðan ekki lengur viðunandi. Þá stenst húsið ekki kröfur um aðgengi fatlaðra. Árin í Kennarahúsinu hafa verið farsæl og án vafa munu margir starfsmenn sakna hússins og þess góða anda sem þar ríkir. En um leið bíða starfsfólks spennandi tímar í nýju póst- númeri. Friðlýst hús Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Einar Er- lendsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið. Kennaraskólinn var í húsinu til ársins 1962. Árin á eftir var kennd handavinna í húsinu og Rannsóknastofnun uppeldismála hafði aðstöðu í húsinu. Íslenska ríkið gaf Kennara- sambandinu húsið árið 1989 og þremur árum síðar hófst starfsemi KÍ í húsinu. Kennara- húsið er friðað að ytra útliti. Húsafriðunarnefnd lagði til að herbergjaskipan í húsinu fengi að halda sér og þá sérstaklega kennslustofurnar. Þá var stiginn milli hæða gerður upp í upphaflegri mynd og má geta þess að dúkur á báðum stigum hússins er frá 1930 og sér vart á honum. 1954 1914

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.