Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 32
32 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 KENNARASAMBANDIÐ / Tímamót Kennarahúsið Komið að kveðjustund 1908 Kennaraskóli Íslands tekur til starfa að hausti. Magnús Helgason skipaður for- stöðumaður hins nýstofnaða skóla. Kennaramenntun hafði verið í boði í Flens- borgarskóla frá 1892. Kennt var frá fyrsta vetrardegi til 31. mars. 1909 Vatnsveita kemur í bæinn. Ekki lengur þörf á að bera vatn í Kennarahúsið. 1915 Vatnssalerni komið fyrir í kjallara. Áður var notaður útikamar. 1923 Rafmagn leitt í Kennarahúsið og loks gátu nemendur notið þess að lesa við rafmagnsljós. 1943 Námið lengt úr þremur árum í fjögur. 1947 Inntökuskilyrðum breytt og gerð krafa um landspróf og gagnfræðapróf. 1932 Freysteinn skólastjóri lætur setja svalir á húsið. Þær voru teknar niður síðar. 1930 Ráðist í miklar endurbæt- ur; dúkur settur á gólf í skólastofum og innveggir klæddir með krossvið. Baðherbergi sett í íbúð skólastjóra 1929 Magnús Helgason lét af störfum sem skólastjóri. Freysteinn Gunnarsson tekur við starfi skólastjóra. Freysteinn bjó ásamt konu sinni Þorbjörgu Sigmunds- dóttur á annarri hæð hússins í 40 ár. Þau komu tveimur börnum á legg í húsinu. Tímamót verða í sumar þegar Kennarasambandið flytur starfsemi sína í Borgartún 30. Lýkur þar með nærfellt 30 ára dvöl kennarasamtakanna í gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Um 30 starfsmenn vinna í Kennarahúsinu að jafnaði á degi hverjum. Þótt húsið sé fallegt að ytra sem innra byrði þá er vinnuaðstaðan ekki lengur viðunandi. Þá stenst húsið ekki kröfur um aðgengi fatlaðra. Árin í Kennarahúsinu hafa verið farsæl og án vafa munu margir starfsmenn sakna hússins og þess góða anda sem þar ríkir. En um leið bíða starfsfólks spennandi tímar í nýju póst- númeri. Friðlýst hús Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Einar Er- lendsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið. Kennaraskólinn var í húsinu til ársins 1962. Árin á eftir var kennd handavinna í húsinu og Rannsóknastofnun uppeldismála hafði aðstöðu í húsinu. Íslenska ríkið gaf Kennara- sambandinu húsið árið 1989 og þremur árum síðar hófst starfsemi KÍ í húsinu. Kennara- húsið er friðað að ytra útliti. Húsafriðunarnefnd lagði til að herbergjaskipan í húsinu fengi að halda sér og þá sérstaklega kennslustofurnar. Þá var stiginn milli hæða gerður upp í upphaflegri mynd og má geta þess að dúkur á báðum stigum hússins er frá 1930 og sér vart á honum. 1954 1914
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.