Skólavarðan - 2019, Síða 35
Danmörk / SKÓLASTARF
Ófreskjuhan
dbókin
Þetta viðtal í Folkeskolen.dk vakti mikla
athygli meðal danskra skólamanna.
Eitt til tvö börn í hverjum bekk
haldin skólakvíða
Mikið vatn er til sjávar runnið
síðan viðtalið við Palle Hansen birtist í
kennarablaðinu árið 1997 og margt hef-
ur breyst. Fjölmargar bækur hafa verið
skrifaðar um skólakvíða og aðferðir
til að takast á við hann – og ekki að
ástæðulausu. Börnum sem haldin eru
kvíða hefur fjölgað mikið á undan-
förnum árum. Árið 2006
voru 2.354 dönsk börn
greind með skólakvíða en
tíu árum síðar voru þau
7.189 talsins – eitt til tvö
í hverjum einasta bekk í
dönskum grunnskólum.
Ófreskjuhandbókin
Ófreskjuhandbókin, Mon-
stermanualen, vakti mikla
athygli þegar hún kom út í fyrra.
Höfundarnir eru tveir: Stine Hæk
og Gitte Winter Graugaard. Þær
hafa báðar unnið með börnum um
árabil og skrifað nokkrar bækur,
bæði saman og hvor fyrir sig.
Þær ákváðu fyrir um það bil
þremur árum að setja saman bók sem
gæti hjálpað foreldrum og börnum á
aldrinum 7 – 12 ára að takast á við og
sigrast á kvíða.
Bókin er í fjórum hlutum
Fyrsti hlutinn heitir Smásagan um
baráttu Simone. Þar er fjallað um líðan
barns með kvíða og áhyggjur og hvernig
sálfræðingurinn Mette hjálpar Simone
(sem er tíu ára) og einnig um baráttu
hennar gegn áhyggjuófreskjunni.
Annar hlutinn ber heitið Ófreskju-
skóli fyrir foreldra. Eins og nafnið gefur
til kynna er hann ætlaður foreldrum.
Þeir eru sendir í Ófreskjuskólann og
þar er þeim leiðbeint um hvernig þeir
geti á sem bestan og árangursríkastan
hátt aðstoðað börn sín. Með réttu
aðferðunum og því hvernig foreldrar
tala við börn sín næst mikill árangur
í baráttuna við ófreskjuna en í þeirri
baráttu stendur fjölskyldan saman.
Þriðji hlutinn heitir Ófreskjuskóli
fyrir börn. Þarna úbúa börnin sína
Ófreskjuhandbók en hún verður
skjöldur þeirra í baráttunni við áhyggju-
skrímslin. Með æfingum í þessum
kafla fá börnin aðstoð sem gerir þau
hugrakkari.
Fjórði og síðasti hluti bókarinnar
nefnist Þinn innri styrkur. Í þessum
kafla kynnast börnin þremur mismun-
andi íhugunar- og hugleiðsluaðferðum
sem hver um sig getur styrkt barnið í
þeirri trú að það geti sigrast á ófreskj-
unum. Jafnframt er í þessum hluta
bókarinnar gert ráð fyrir að börnin geti
skrifað sína eigin handbók sem þau geti
þá gripið til þegar ótti eða kvíði gerir
vart við sig.
Höfundar bókarinnar hafa í við-
tölum sagt að þær aðferðir sem bókin
byggir á (og ekki verða nánar útskýrðar
hér), kognitiv terapi og metakognitiv
terapi, séu ekki nýjar af nálinni. Hér sé
hins vegar reynt að setja þessar aðferðir
og vinnulag fram með þeim hætti að
allir geti skilið og stuðst við.
Góðar viðtökur
Skemmst er frá því að segja að bókin
hlaut góðar viðtökur. Um hana var fjall-
að í tímaritum kennara og sömuleiðis
í dönskum dagblöðum og tímaritum
um uppeldismál. Höfundunum hafa
borist ótal bréf frá kennurum þar sem
þeir lýsa ánægju sinni með bókina og
viðbrögðum nemenda.
Dagblaðið Politiken fjallaði ítarlega
um bókina sl. haust og ræddi meðal
annars við Dorthe Kastberg sem kennir
12 ára börnum í Stepping skólanum á
Suður-Jótlandi. Hún hafði lesið bókina
strax eftir að hún kom út í byrjun
ágúst í fyrra og las fyrsta kaflann, um
stúlkuna Simone fyrir bekkinn. Að
lestri loknum spurði hún hvort einhver
í bekknum kannaðist við lýsingarnar og
gæti kannski séð sjálfan eða sjálfa sig í
sögunni. Tveir af hverjum þremur nem-
endum réttu upp höndina. Helmingur
bekkjarins vildi svo gjarna búa til sína
eigin ófreskjuhandbók. „Greinilegt var
að börnin gátu samsamað sig Simone
í sögunni og sum sögðu þegar rætt var
um bókina: „ég hélt að engum nema
mér liði svona.““
Í viðtalinu við Politiken segir
Dorthe Kastberg að nemendum fjölgi
sem þurfi, og fái, meðferð vegna kvíða
og þunglyndis. Jafnframt fjölgi þeim
nemendum sem séu með skerta skóla-
sókn vegna þess að þeir ráði ekki við
fullt nám. Þegar spurt var um ástæður
stóð ekki á svarinu: sparnaður í grunn-
og leikskólum og síauknar kröfur
um árangur og frammistöðu. Dorthe
Kastberg sagði Ófreskjuhandbókina
gott og gagnlegt verkfæri fyrir börn,
foreldra og kennara.
FIMMAN (DAILY 5):
• kennsluskipulag sem er þróað af systrunum Gail
Boushey og Joan Moser og víða notað í Bandaríkjunum
• þjálfar alla þætti lesturs og er auðvelt að laga skipulagið
að öðrum námsgreinum
• hentar vel í fjölbreyttum nemendahópum og er einfalt
að sníða lestrarnámið að hverjum og einum
• árangursrík leið að bættum námsárangri og eykur
sjálfstæði nemenda í vinnu
Kelduskóli/Korpu hlaut hvatningarverðlaun skóla- og
frístundaráðs Reykjavíkur skólaárið 2018-2109 fyrir
Læsisfimmuna.
Nánari upplýsingar um dagskrá og gjald berast
þátttakendum með tölvupósti.
SÍSL mun á næsta skólaári bjóða upp á nýtt og spennandi
námskeið í 6+1 vídd ritunar fyrir yngsta stig grunnskólans,
námskeið í K-PALS fyrir leikskóla, nýtt námskeið í PALS
lestri fyrir 1. bekk, PALS námskeið í lestri fyrir 2.-8.
bekk, námskeið í PALS stærðfræði fyrir leikskóla, 1.
bekk og 2.-6. bekk og nýtt PALS leiðtoganámskeið. PALS
leiðtoganámskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Karen Daníelsdóttir,
hulda.karen.danielsdottir@gmail.com
SÍSL vinnustofur og námskeið
SÍSL – Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir og
Kelduskóli/Korpu bjóða upp á kynningu og leiða
þátttakendur í gegnum skipulag Læsisfimmunnar (e. Daily
5) þann 12. ágúst kl. 09.00-14.00 í Korpuskóla.
facebook.com/KennarasambandIslands
facebook.com/skolavardan
@Kennarasamband @kennarasamband
172
Við höfum póstað 172
sinnum á Instagram og
erum rétt að byrja. Við
hvetjum alla lesendur
Skólavörðunnar til að
fylgja okkur á Instagram,
@kennarasamband
3.228
fylgja KÍ á Facebook
og fjölgar jafnt og þétt
í þeim hópi. Þið lesið
fréttirnar á Facebook-
-síðu KÍ. @Kennarasam-
bandIslands
32.379
Vinsælasta stöðuupp-
færsla KÍ á liðnu ári
var vísun í fyrirlestur
Þórarins Eldjárn á
Skólamálaþingi KÍ í
október 2018. Ríflega 32
tvö þúsund manns hafa
séð færsluna.
1.020
Fylgja Nótunni – upp-
skeruhátíð tónlistarskól-
anna á Facebook. Gaman
að skoða frásagnir og
myndir af hæfileikanem-
endum í tónlist. Fylgist
með því Nótan verður 20
ára á næsta ári.
@Notan2019