Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 36

Skólavarðan - 2019, Side 36
36 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 ALÞJÓÐASTARF / Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna U ndirrituð sótti Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna í New York CSW63 dagana 9. til 14. mars. Þetta er árlegur viðburður þar sem þjóðir heimsins koma saman og ræða málefni kvenna og leggja línur um alþjóðasamþykktir og tilskipanir til aðildarríkjanna um réttindi kvenna. Í ár voru félagsleg staða, velferðarkerfið og aðgengi að opinberri þjónustu meginþemun. Ég var fulltrúi í sendinefnd Alþjóða kennarasamtakanna (Education International) en það eru alþjóðasam- tök stéttarfélaga kennara um heim allan. Ásamt fulltrúum stéttarfélaga úr öðrum greinum voru 177 fulltrúar á þinginu þessa daga og höfðu það hlutverk að kynna verkefni í tengslum við réttindabaráttu kvenna sem félögin um allan heim hafa verið að vinna, að rýna drög að stefnu Sameinuðu þjóðanna í málefnum kvenna sem lágu fyrir þinginu og voru til umræðu og reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna og þá sérstaklega að koma inn í samþykktir og stefnu mikilvægi stéttarfélaga, opinberrar þjónustu og síðast en ekki síst mikilvægi þess að jafnréttismál séu umfjöllunarefni á öllum skólastigum um heim allan. Í það heila voru þátttakendur á þinginu um 4000. Um leið og við Íslendingar getum alltaf lagt gott til í verkefni af þessu tagi og miðlað þannig af okkar reynslu þá lærum við líka gríðarlega mikið af því að sækja svona viðamikil og stefnumótandi þing. Samhliða almennum umræðum hinna formlegu fulltrúa þjóðanna voru hundruðir hliðarviðburða á vegum félagasamtaka, hagsmunahópa og þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarsamfélögum heimsins. Eins og gefur að skilja er Guðríður Arnardóttir Formaður Félags fram- haldsskóla- kennara staða kvenna gríðarlega ólík á milli landsvæða í heiminum. Við Íslendingar erum langt í frá búin að ljúka okkar vegferð til fullkomins jafnréttis. En lofa skal það sem vel er gert, við höfum náð gríðarlegum árangri og þá ekki síst fyrir þann lagaramma sem Alþingi hefur sett um jafnréttismálin. Á Íslandi erum við með lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Við erum með lög um að í íslenskri stjórnsýslu skuli þess gætt að kynjahlutfall sé jafnt í nefndum, ráðum og starfshópum. Við erum með lög um jafnlaunavottun, ráðningar hjá hinu opinbera og fleira. Nú er baráttan á Íslandi farin að snúast meira og meira um viðhorf og að brjóta á bak aftur kynjaðar staðalmyndir og þau gildi sem við drukkum með móðurmjólkinni. Það sem vakti sérstaklega athygli mína var tvennt: Annars vegar glæsileg framganga forsætisráðherra Íslands Vegferðinni langt í frá lokið Hluti sendinefndar Alþjóða kennarasamtakanna fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Að baki þeim er verkið „Án ofbeldis“ eftir sænska listamanninn Carl Fredrik Reutersward.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.