Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 38
38 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 VIÐTAL / Baldvin Ringsted Þ að er enginn barlómur í Verk-menntaskólanum á Akureyri. Aðsókn í skólann er góð og nemendur í vetur eru nær eitt þúsund talsins. Grunn- deildir skólans eru fullskipaðar og vísa hefur þurft nemendum frá. Þetta er ekki alveg í takt við almenna umræðu um að iðn- og verknám sé á fallanda fæti hér á landi. Skólavarðan heimsótti Verkmennta- skólann á Akureyri (VMA) og hitti fyrir Baldvin Ringsted, sviðsstjóra verk- og fjarnáms. Baldvin var fyrst spurður almennt um stöðu iðn- og verknáms í skólan- um. „Staðan hér er góð. Ég hef lengi barist fyrir því að við hættum að tala niður verknámið. Það er alltof algengt að talað sé um iðn- og verknám eins og það sé fatlaður bróðir sem allir eigi að vera góðir við. Við þurfum að hætta þessu vorkunnarhjali strax en við þetta má svo sem bæta að það hefur enginn áhuga á jákvæðri umfjöllun um þetta nám. Ég hef reynt ýmislegt til að vekja athygli fjölmiðla á því sem vel gengur hér – en áhuginn er ekki fyrir hendi, því miður,“ segir Baldvin. VMA var stofnaður árið 1984 en þá voru Iðnskólinn, Húsmæðraskólinn og framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans sameinaðar. Talið var í fyrstu að skólinn yrði aldrei stærri en svo að nemendur væru 700. Nú eru þeir nærri þúsund og flestir hafa þeir verið um 1.300. Baldvin hefur verið kennari í VMA frá árinu 1991. Hann er blikk- smíðameistari og með BA-próf í ensku. Kennslugreinar hans eru og hafa verið enska, grunnteikning, stærðfræði og vélfræði. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta í grunndeildunum; raf- og rafeindavirkjun, málm- og véltækni og byggingagreinum. Við erum auk þess með grunndeild í matvælagreinum Baldvin Ringsted hefur kennt í VMA frá árinu 1991. Hann segir grunn- deildirnar fullskip- aðar og vísa þurfi nemendum frá. Eigum að hætta að tala niður verknám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.