Skólavarðan - 2019, Síða 42
42 SKÓLAVARÐAN VOR 2019
PISTILL tarfsumhverfi
Mikill ávinningur
gæti orðið fyrir
skólastarf af því að
skilgreina sérstakt
hlutverk leiðsagnar-
kennara sem myndi
leiða til öflugra
lærdóms samfélags
inni í skólunum.
E ftir því sem skólaganga almennings á Íslandi hefur lengst hefur verið hugað sífellt meira að menntun kennara. Upphaf formlegrar kennara-menntunar hér á landi má
rekja næstum 150 ár aftur í tímann og tengist beint
baráttu fyrir almenningsmenntun í landinu. Fyrst
voru stofnaðir barnaskólar í bæjum og þorpum og
jafnframt komið á formlegri kennaramenntun. Að
auki þróuðust farskólar um landið og höfðu þeir sem
í þeim kenndu hlotið styttri menntun. Þegar skóla-
gangan lengdist og framhaldsskólinn varð til eins
og við þekkjum hann, var farið að huga sérstaklega
að menntun framhaldsskólakennara. Sömu sögu
má segja um fjölgun leikskóla og breytt viðhorf til
þeirra. Þegar leikskóli var formlega skilgreindur sem
fyrsta skólastigið og leikskólaganga ungra barna varð
almenn, jókst menntun leikskólakennara einnig.
Yfirgripsmikil viðfangsefni
Með þessum breytingum koma fram auknar kröfur
til kennara og viðfangsefnin sem þeim er ætlað að
leysa verða sífellt yfirgripsmeiri og margþættari.
Kennaramenntun þarf hvort tveggja að vera
alþjóðleg og þjóðleg. Við viljum að hún taki mið af
fræðilegum og alþjóðlegum viðmiðum og tengist
um leið sögu, menningu, tungumáli og þjóðfélags-
breytingum. Kennarar þurfa að hafa mikla kunnáttu
í sinni kennslugrein og á sínum kennslusviðum
auk annarrar margs konar kunnáttu sem tengist
mismunandi aldri og þroska nemenda. Þeir eiga
að geta brugðist við fjölbreyttum áskorunum, alltaf
með hag nemandans að leiðarljósi. Þeir eiga að
stuðla að frjórri hugsun nemenda, efla sjálfstæð
vinnubrögð og samstarf við aðra. Einnig þurfa þeir
að geta beitt ólíkum kennsluaðferðum, mismun-
andi kennslutækni og vinna að námsefnisgerð að
ógleymdu námsmati og endurgjöf til nemenda.
Stuðningur við kennara
Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
Leiðsagnarkennarinn, lykill að
velfarnaði
Starfsumhverfi sem mætir kennaranemum og
nýútskrifuðum kennurum í skólunum um þessar
mundir er krefjandi. Því miður hefur nýliðun ekki
verið sem skyldi og næstum einn þriðji hluti þeirra
sem hefja kennslu hætta því á fyrstu tveimur árum
í starfi. Helstu ástæður eru lág laun og álag í starfi
og sú er staðan nú að um fjögur þúsund menntaðir
kennarar sinna öðrum störfum í samfélaginu.
Aðgerðir til að fjölga kennurum
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð rík
áhersla á að efla menntun í landinu. Í byrjun mars
2019 kynnti mennta- og menningarmálaráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðgerðir sínar í menntamál-
um sem eru til þess ætlaðar að fjölga kennurum en
megintillagan snýr að launuðu starfsnámi á síðasta
ári náms fyrir leik- og grunnskólakennara. Þessum
kennaranemum er svo ætlað að njóta leiðsagnar
reynds kennara á vettvangi. Til þess að sem best
verði tekið á móti kennaranemum á einnig að fjölga
kennurum sem hafa sérhæft sig í leiðsögn í íslensk-
um skólum. Með þessum tillögum standa vonir til að
fækka þeim kennurum sem hverfa til annarra starfa
á fyrstu árum í kennslu verulega og fjölga kennur-
um sem hafa sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn.
Tillögurnar miða að því að fjölga leiðsagnarkennur-
um um 30 á ári á næstu fimm árum. Ljóst er þó að
þess verður nokkuð langt að bíða að allir leik- og
grunnskólar státi af einum slíkum því samtals eru
skólar á þessu skólastigi vel á fjórða hundrað.
Fjármunir og reglufesta
Allt eru þetta skref í góða átt en ekki nægilega stór
skref þó. Til þess að nýtt starfsnámsár kennara
verði til framfara þarf að tryggja skólum fjármuni
og markvissan stuðning til að skipuleggja leiðsögn
nýliða og stuðning við annað fagfólk. Þá er ekki síður
mikilvægt að skilgreina starfsnám þeirra í lögum eða
reglugerð og sömuleiðis starf leiðsagnarkennara. Sú