Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Page 43

Skólavarðan - 2019, Page 43
tarfsumhverfi PISTILL Starfsumhverfi sem mætir kennaranem- um og nýútskrif- uðum kennurum í skólunum um þessar mundir er krefjandi. leið hefur verið farin t.d. í Noregi. Árið 2017 gaf norska menntamálaráðuneytið út stefnu um menntun kennara til ársins 2025. Einn liður í því að koma þeirri stefnu á er reglugerð um leiðsögn við nýútskrifaða kennara sem kom út í september síðastliðnum. Með því taka menntamálayfirvöld á sig skuldbindandi hlutverk í mótun menntastefnu og festa í reglur rétt nýrra kennara til að fá leið- sögn. Í reglugerðinni er dregið fram að kennari verði aldrei nema að hluta búinn undir starf sitt með háskólanámi og því sé leiðsögn mjög mikilvæg fyrir nýja kennara, ekki aðeins til að taka skrefið úr námi yfir í starf heldur einnig til aðlögun- ar í lærdómssamfélagi vinnustaðarins. Það mætti hugsa sér að ábyrgð leiðsagnarkennara væri skilgreind á svipaðan hátt og ábyrgð lækna á nemum í þeirra umsjá, sbr. 14. grein reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur lækna (Reglugerð nr. 467/2015 með áorðnum breytingum) að þeir beri ábyrgð á því að nemar sem starfa undir þeirra stjórn fái næga hæfni og þekkingu og einnig leiðbeiningar til að inna af hendi þau störf sem þeim eru falin. Leiðsögn við nýliða Skipulögð leiðsögn við nýliða og stuðn- ingur við annað fagfólk í skólum þarf að vera formlegur hluti af heildstæðri menntun og starfsþróun alla starfsævina. Í rannsókn Maríu Steingrímsdóttur sem birt var í Netlu 2018 og ber nafnið Mat nýliða á gagnsemi leiðsagnar í starfi kennara kemur í ljós að leiðsögn við nýliða hefur áhrif á starfshætti og líðan nýja kennarans og máli skipti að leið- sagnarkennarar hafi svipaðan faglegan grunn og nýliðinn og að sú leiðsögn væri með reglulegu millibili. Niðurstöður Andra Rafns Ottesen og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar í greininni Eftirsóttasti minnihlutahópurinn sem birtist í Netlu nú í mars benda í sömu átt. Ráðgjöf og stuðningur Mikill ávinningur gæti orðið fyrir skólastarf af því að skilgreina sérstakt hlutverk leiðsagnarkennara sem myndi leiða til öflugra lærdómssamfélags inni í skólunum. Leggja þarf áherslu á að leiðsögnin verði sérstaklega skilgreint starf eða starfshluti. Því er nauðsynlegt að formgera starfsheiti leiðsagnarkennarans sérstaklega. Hann yrði þá í raun faglegur leiðtogi kennara í skólanum og þangað gætu kennaranemar, nýir kennarar og hugsanlega einnig aðrir leitað eftir ráðgjöf. Hlutverk leiðsagnarkennara tengt starfsnámsnemum gæti falist í fjölbreyttum stuðningi og undirbúningi kennslu, kennsluáætlanagerð, stuðningi í kennslunni sjálfri, ígrundun með kennaranemum og nýliðum almennt í skólastarfinu og ekki síst þeim sem reyndari eru. Stuðningur og endurgjöf eru mikilvægir þættir sem ekki hefur tekist að þróa nægilega vel í skólastarfi á Íslandi og þarna gæti sannarlega verið vettvangur til slíkrar framþróunar. Ein af meginstoðum hverrar þjóðar er öflugt menntakerfi. Sameiginlegt verk- efni skólasamfélagsins og menntamála- yfirvalda er að búa svo um hnútana að vel sé tekið á móti kennaranemum og nýjum kennurum. Þannig eiga þeir auðveldara með að ná tökum á viðfangsefnum sínum og farnast betur í starfi. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir þá sem starfað hafa lengur í skólunum að geta fengið ráðgjöf og handleiðslu við störf sín. Því er afar mikil- vægt að starf leiðsagnarkennara verði skilgreint sérstaklega á öllum skólastig- um og fjármagnað svo að allir kennarar geti sótt sér leiðsögn og handleiðslu námi og kennslu til heilla. Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 Nýttu þér sérkjör á orlofsvef KÍ fyrir félagsmenn.veidikortid.is

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.