Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 44

Skólavarðan - 2019, Side 44
44 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 TÓNLISTARNÁM / Uppskeruhátíð L okahátíð Nótunnar 2019 fór fram laugardaginn 6. apríl í Hofi á Akureyri. Það voru fleiri hundruð tónlistarnemar sem tóku þátt í svæðistónleikum um allt land til að öðlast þátttökurétt á lokahátíðinni. Að lokum voru það 24 atriði og um 70 nemendur sem stigu á stokk í Hofi í dag en þetta er í fyrsta skipti sem lokahátíðin er haldin utan Reykjavíkur. Á lokahátíðinni var valið besta atriði Nótunnar 2019, þá fengu tvö atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 7 atriði auk þriggja framangreindra atriða fengu verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, afhenti viður- kenningar í lokin. Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tón- skóla Sigursveins, var með besta atriði Nótunnar 2019. Baldur er jafnframt yngsti tónlistarnemandinn sem hefur fengið þessa útnefningu. Heiðurs- titlinum fylgdi farandgripur Nótunnar auk þess sem atriðið fékk gjafabréf frá Tónastöðinni. Yngsti vinningshafi í sögu Nótunnar MYND: ANTON BRINK MYND: ANTON BRINK

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.