Skólavarðan - 2019, Síða 47
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 47
Ferðasaga / RADDIR
Heimsreisa og
heimanám
– fer það saman?
V ið fjölskyldan erum í skemmtilegu ferðalagi um Blue Zone svæði heimsins, en það eru þau svæði sem rannsóknir hafa sýnt að skari fram úr varðandi langlífi og góða heilsu. Þessi svæði eru fimm. Í Bandaríkjunum
er það bærinn Loma Linda og umhverfi, í Costa Rica er það
Nicoya skaginn, í Japan er það eyjan Okinawa, í Grikklandi
eyjan Ikaria og á Ítalíu er það fjallasvæði á Sardiníu. Við
stefnum á að vera mánuð í hverju landi, stundum á miklu
flakki, stundum minna.
Í ferðinni eru með okkur tveir synir okkar, Patrekur
Orri nemandi á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands og Snorri
Valur, nemandi í öðrum bekk í Varmárskóla. Auk þeirra
eigum við tvo eldri drengi, Viktor Gauta, 22 ára nemanda
í Copenhagen Business School og Arnór Ingimund 20 ára,
sem varð stúdent frá MS síðastliðið vor og stefnir á nám við
Háskóla Íslands næsta haust. Þegar eldri drengirnir voru 10
og 12 ára og Patrekur Orri 5 ára fórum við í svipað ferðalag í
heilt ár og náminu sinntu þeir í heimaskóla sem ég aðstoðaði
þá við. Ástæðan fyrir því ferðalagi var löngunin til að upplifa
heiminn í náinni samveru með börnunum okkar. Þetta ár var
okkur dýrmætt og mikil lífsreynsla og enn í dag búa drengirn-
ir að því nána sambandi sem myndaðist þeirra á milli.
Við ræðum oft þá ferð og höfum því ósjaldan fengið
spurninguna „hvenær fæ ég að fara í ferðalag?“ frá Snorra Val.
Leysa þarf vandamálin eitt í einu
Löngunin til að fara í aðra langa ferð blundaði því í okkur, en
hvernig ferðalag og hvert skyldi fara var óljóst. Þegar Guðjón
fór á ráðstefnu hjá VIRK í maí 2018 hlustaði hann á hollensk-
an lækni tala um hvernig hún vildi breyta nálguninni í heim-
ilislækningum í heimalandinu og byggði þar meðal annars á
rannsóknum um Blue Zone svæðin. Við höfðum aldrei heyrt
um þau svæði, en þarna kviknaði hugmyndin að þessari ferð.
Við ræddum þennan fyrirlestur þegar Guðjón kom heim af
ráðstefnunni og undirbúningurinn að því ferðalagi sem við
erum í núna hófst sama kvöld!
Við ákváðum að fara af stað strax eftir áramót 2018/19
en ekki fyrr því í fjölskyldunni eru mikil jólabörn. En með
ákvörðuninni var erfiðasti hluti undirbúningsins búinn. Að
ákveða að fara og festa dagsetningu.
Þegar ákvörðunin er tekin, er næsta skref að leysa vanda-
málin sem koma upp, eitt í einu. Það verða alltaf hindranir á
leiðinni en málið er að láta þær ekki stoppa sig. Ein algeng-
asta spurningin sem við fengum þegar við sögðum fólki frá
ferðalaginu sneri að drengjunum og skólunum þeirra. Hvað
með námið, er þetta hægt? Þegar hér er komið við sögu höf-
um við verið á ferðalagi í 8 vikur, vorum mánuð í Loma Linda
og erum þegar þetta er skrifað að klára mánaðarferðalag um
Costa Rica. Svo já, þetta er hægt :)
Gott viðmót Versló
Patrekur Orri var að klára tíunda bekk þegar ákvörðunin um
ferðina var tekin og það voru miklar vangaveltur hjá honum
um hvaða menntaskóla hann vildi fara í. Hann hefur gaman af
ferðalögum og er óhræddur við að prófa nýja hluti, svo það var
aldrei spurning um hvort hann kæmi með. Val hans á mennta-
skóla stýrðist því aðeins af fjarnámsmöguleika, því honum
fannst mikilvægt að dragast ekki aftur úr jafnöldrunum.
Vala Mörk iðjuþjálfi og Guðjón Svansson
ráðgjafi ásamt tveimur af sonum sínum eru
í fimm mánaða ferðalagi í kringum hnöttinn.
Báðir drengirnir eru í skóla, annar á fyrsta
ári í menntaskóla og hinn á öðru ári í grunn-
skóla. Á ferðalaginu sinnir fjölskyldan vinnu
og skóla, í bland við að upplifa heiminn og
læra af stöðunum sem þau ferðast um.
Fjölskyldan fór í
zipline-ferð í La
Fortuna og þrátt
fyrir vansvefta
nætur af áhyggjum
yfir því að Snorri
væri of ungur þá
var þetta einn af
hans uppáhalds-
dögum í ferðinni.
Mögnuð upplifun
að skoða regn-
skóginn ofan frá.
Vala Mörk
skrifar