Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 48
48 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 RADDIR / Ferðasaga Við skoðuðum nokkra skóla og eftir kynningu í Versló, þar sem fjarnám er einn af valkostunum, varð sá skóli fyrir valinu. Viðmótið í skólanum er til fyrirmyndar. „Engin vandamál, bara lausnir“ var viðmótið sem við mættum í Versló gagnvart ósk okkar um eina önn í fjarnámi og aðrar í staðarnámi. Orri byrjaði því fyrstu önnina í staðarnámi, komst vel af stað í náminu og kynntist skólanum vel. Það hefur eflaust auðveldað framhaldið og fjarnámið gengur mjög vel. Það er skipulega sett upp og kennarar eru snöggir að svara spurningum þegar þær vakna. Við foreldrarnir þurfum sjálf að sinna vinnu gegnum tölvu, svo hann hefur fyrirmyndina að vinnu- stundum í ferðinni og fylgir okkar vinnurútínu að mestu. Verandi unglingur örlar stundum á minni hressleika fyrri part dags, en það bætir hann upp með mun meiri hressleika seinnipartinn. Orri sér alveg sjálfur um að sinna náminu og það er lítið sem við þurfum að hjálpa með enn sem komið er. Hann er sterkur námsmaður og það auðveldar að sjálfsögðu margt, en auðvitað koma upp erfiðleikar öðru hvoru sem við hjálpumst við að leysa. Hér í sveitum Costa Rica er netið óáreiðanlegt og því hefur skipulagshæfileikinn fengið góða þjálfun. Hann hefur þurft að tileinka sér þá list „að vinna sér í haginn“ – nokkuð sem lítið var stundað heima á Íslandi, enda ekki þörf á þar sem gott net er alltaf til staðar. Honum hentar vel að taka rispur í einu fagi, ljúka kannski tveggja vikna vinnu á tveimur dögum og vera þá lausari við næstu daga sem nýtast til upplif- ana í ókunnu landi og ferðalaga milli staða. Samverustundirnar stærsti kosturinn Við erum núna í Samara í Costa Rica, en svo er stefnan tekin á Japan. Það ferðalag mun taka fjóra daga og því hefur Orri nýtt dagana í Samara vel til náms. Í gær fórum við hin í bæjarferð og gáfum honum góðan vinnufrið sem hann nýtti vel – kláraði verkefni og tók próf. Var svo hoppandi kátur með útkomuna þegar við komum tilbaka og eftir góðan baunarétt (já, við erum líka að prófa ýmsa nýja rétti sem innfæddir borða og eru ein ástæða langlífis hér) þá safnaðist fjölskyldan saman í óþægilegu stólunum sem eru hér í húsinu og horfði saman á mynd. Samveru- stundirnar eru líklega stærsti kosturinn við svona ferðalag. Við höfum bara hvert annað og gæða- stundirnar eru því mjög margar. Skólavinna Snorra Vals Við fengum mjög góð viðbrögð frá kennurum og stjórnendum Varmárskóla þegar við komum með hugmyndina að ferðalaginu til þeirra. Þau sáu tækifærin í því að nemandi væri á ferðalagi um heiminn og við erum dugleg að hjálpa Snorra við að senda tölvu- pósta og myndir til bekkjarins. Snorri er í „heimaskóla“ alla ferðina. Hér er hann í um 34 stiga hita í Playa Grande á gistiheimilinu sem við vorum á. Hann lærði stærðfræði og íslensku fyrri part dags og seinni partinn var brimbrettakennsla í sjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.