Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Page 50

Skólavarðan - 2019, Page 50
50 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 NÁMSEFNI / Menntamálastofnun Myndir vekja upp nýjar hugsanir Málþingið Mál í myndum var haldið í febrúar sl. en að því stóðu Menntamálastofnun og Kennara- samband Íslands. Flutt voru áhuga- verð erindi og er hér gripið niður í eitt þeirra sem Ingimar Ólafsson Waage, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands, flutti. Það bar heitið Myndskreytingar í skólabókum: Samræða um gildi? „En myndir eru ekki aðeins lýsandi, þær eru einnig vitnisburður um tíðaranda. Myndirnar í elstu skólabókunum sem sýndar eru hér, sýna þrá þjóðarinnar til að móta sína eigin sjálfsmynd, öðlast eignarhald á landinu og setja landið sjálft, sögu þjóðarinnar og menningararfinn í forgrunn. Hlutverk myndskreytinga í skólabókum snýst því öðrum þræði um að miðla sameiginlegum gildum þjóðarinnar, því sem talið væri einhvers virði – þrátt fyrir að raunveruleiki barnanna sem lásu bækurnar væri gerólíkur þeirri gullaldarveröld sem blasti við þeim á síðum skólabókanna. Ævintýrin eiga sér stað í sveitinni en barnið sem skoðar myndirnar situr á svampdýnu á fjórðu hæð í blokk sem er í byggingu, það er rigning úti og djúpir pollar á bílastæðinu – og gott ef það er ekki próf á morgun úr bókinni. Það gætir vissra mótsagna í þessu samhengi; spyrja má hvort fortíðarþráin muni reynast okkur gagnleg í glímunni við veruleikann á mölinni. Þótt segja megi að afturhvarf til sveitalífsins sé hvorki líklegt né æskilegt þá má benda á að við höfðum kannski ekkert annað til að miðla þeim gildum sem við trúðum á. Máttur mynda er mikill. Þær höfða til þeirra sviða hugsunarinnar og skynjunarinn- ar sem eru handan við fótfestu tungumálsins. Myndir birta hugsun sem í senn er meitluð og mótuð annars vegar en óræð og opin hins vegar. Þannig vekja myndir upp nýjar hugsanir og ný allsendis ófyrirséð viðbrögð. Hrint hefur verið af stað keðjuverkun sköpunar og upplifana. Aristóteles benti á það að listaverk opni fyrir skilning okkar á hinni sammannlegu reynslu ekki síst fyrir sakir eftirlíkingarinnar eða jafnvel eftirhermunnar og geti þannig lagt orð í belg um hugsanir okkar um hvernig lífinu skuli best háttað. Myndir eru fóður fyrir gagnrýna hugsun, þær bjóða stóru spurningunum heim.“ Myndir birta hugsun sem í senn er meitluð og mótuð annars vegar en óræð og opin hins vegar. E in mynd getur sagt meira en 1000 orð er frasi sem margir þekkja. Í honum felst að mynd ein og sér getur sagt merkingarbæra sögu án þess að henni fylgi orð. Myndir, hvort sem það eru myndskreytingar, ljósmyndir, skýringamyndir eða önnur myndræn framsetning, skipa stóran sess í náms- efni Menntamálastofnunar og er þeim ætlað að varpa ljósi á textann og gefa skýrar upplýsingar. Myndirnar eiga ekki síður að vekja áhuga og forvitni, virkja bakgrunnsþekkingu á efninu, styðja efnislega við textann og bæta jafnvel ýmsu við hann. Þær geta líka verið uppspretta samræðna og því vel þess virði að kennarar staldri við myndir í námsefni og hvetji til umræðna. Mikil áskorun felst í því að gera bók þannig úr garði að hún veki áhuga lesenda og viðhaldi áhuganum, að nemendur langi að fletta á næstu síðu og jafnvel afla sér frekari vitneskju út fyrir bókina. Til að skapa jákvætt viðhorf gagnvart námsefni verður það að vera forvitnilegt, áhugavert og aðlaðandi. Áhugi er einn þeirra þátta sem ýtir undir lesskilning og það er því til mikils að vinna að glæða áhuga nemenda. Þar gegna myndir mikilvægu hlutverki og má nýta þær á fjölbreyttan hátt. Stund- um er farin sú leið að láta myndirnar segja ákveðna sögu, annaðhvort í beinu framhaldi við textann eða sem viðbót við hann, nokkurs konar hliðarsögu. Slíkar myndir geta verið í formi teiknimyndasagna en þær höfða til margra barna og því er áhugahvetjandi fyrir þau að sjá þess háttar myndefni bregða fyrir í lestrarbók. Stundum er texti í talblöðrum en oft er líka enginn texti og þá er upplagt að láta nemendur semja sinn eigin texta sem passar við teiknimyndasöguna. Námsefni Mál í myndum Elín Lilja Jónasdóttir og Harpa Pálmadóttir ritstjórar hjá Menntamálastofnun Í bókinni Hrafninn, í flokknum Milli himins og jarðar, er m.a. fjallað um orð og orðatiltæki sem gera má ráð fyrir að séu börnum framandi. Myndræn útfærsla teiknarans auðveldar nemendum að tileinka sér orðin og skilja þau. Þegar þeir rekast síðan aftur á orðin í öðru lesefni geta þeir hugsanlega kallað fram myndina og tengt hana við merkinguna. Hrafninn – námsefni í íslensku eftir Hörpu Jónsdóttur. Sigmund- ur Breiðfjörð Þorgeirsson teiknaði. Hrafninn

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.