Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 52

Skólavarðan - 2019, Side 52
52 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 KENNARINN / Mælistikan Steinunn Inga mælir með Hjartahrein list, falsfréttir og ódýr föt Hvað á kennari að bralla þegar loksins sér til lands í ritgerðavinnunni, skýrslurnar eru gátaðar og dæmin reiknuð? Hríðin lemur gluggarúðurnar, það er ekkert spennandi í sjónvarpinu og ryksugan er biluð. Follow this (Netflix) Áhugaverðir þættir þar sem ungir rann- sóknarblaðamenn hjá BuzzFeed fara á stúfana og leita sannleikans. Kafað er m.a. í djúp netsins, fjallað um falsfréttir og aðskiljanlegustu hluti eins og dóp, lífsstíl, hjólabretti og kynlífsdúkkur. Hvergi komið að tómum kofum og fullt af námsefni. Þórarinn Eldjárn Vammfirring (Forlagið) Yndisleg ljóðabók sem dregur nafn sitt af frægri kenningu Egils Skalla-Grímssonar um skáldskapinn sem íþrótt vammi firrða, þ.e. hina hjartahreinu list. Þórarinn Eldjárn er í uppáhaldi hjá okkur í KÍ, hann mælir af visku og yfirvegun um stöðu tungunnar og sitthvað fleira sem gerir okkur að manneskjum. Smá pláss RÚV Rúmlega 30 þættir á Rúv núll sem finna má í hlaðvarpi þar sem búið er til smá pláss fyrir konur. Meðal efnis er femínismi í framhalds- skólum, konur á skjánum og jólastressið alræmda. Þáttastjórnendur eru Elín Elísabet Einarsdóttir og Sunna Axels. Chef´s Table (Netflix) Fimmta sería af þessum vönduðu matargerðarþátt- um. Þetta eru ekki matreiðslu- þættir, heldur er fjallað um matargerðarlist og -menningu og sögu frægra kokka. Í fyrsta þætti seríunnar er sögð saga Christina Martinez sem flúði frá heimalandi sínu Mexíkó árið 2009. Hún komst til Banda- ríkjanna þar sem hún býr og starfar en litla veitingahúsið hennar var á lista yfir 10 bestu veitingastaði í Bandaríkjunum 2016. Martinez hefur enn ekki fengið dvalarleyfi í Trump-landi og berst ötullega fyrir réttind- um innflytjenda. Dark Tourist (Netflix) Átta rosalegir þættir þar sem farið er yfir öll mörk því upplifun ferðamanns- ins þarf að verða sífellt æsilegri. David Farrier frá Nýja-Sjálandi ferðast til fjarlægra og jafnvel leyndra staða, hittir furðulegt fólk og fer í óhugnanlegar skoðunarferðir. Vissir þú t.d. að hægt er að þenja spennustigið veru- lega með því að prófa að skjóta af alvörubys- su á kunnum aftökustað í Kólumbíu og taka þátt í blóðugum fórnarathöfnum og vúdú í Afríku? Ferðaþjónusta í sérflokki fyrir þá ríku og lífsþreyttu. Limetown (Two up Productions) Fáránlega faglega skapað amerískt hlaðvarp um skelfilega atburði sem gerðust 2004 í Tennessee þegar óðir vísindamenn ætluðu að krukka í mannsheilann og allt fór úr böndunum. Aðalsöguhetjan er Lia Haddoc, glúrin rannsóknarblaðakona sem telur manni auðveldlega trú um að þetta byggi allt á sannsögulegum atburðum. Hrika- lega spennandi og sannfærandi ráðgáta, sjö þættir í hámhlustun og ekki handarvik gert á bænum þann daginn. Naomi Klein Þetta breytir öllu (Salka) Tímabær varnaðarorð um loftslagsbreytingar og endalok siðmenn- ingar ef ekkert verður að gert. Nýlegar fréttir af því að Íslendingar séu Evrópumethafar í losun kolefnis á mann eru sláandi áminning um að við erum ekki undanskilin vandanum. Allir geta lagt eitthvað af mörkum, minnkað plastnotkun eða tínt upp rusl. Við viljum loftslagsréttlæti öllum heiminum til handa! Timothy Schneider Um harðstjórn (Forlagið) „Ef ekkert okkar er tilbúið að deyja fyrir frelsið, þá munum við öll deyja undir harðstjórn“ segir í 20. kafla bókarinnar sem er með tuttugu ráðleggingar um hvað megi læra af tuttugustu öldinni. Önnur ráðlegging snýr að stofnunum samfélagsins; þær skuli alltaf njóta verndar og innviðir eigi að vera sterkir, sama hvort um er að ræða dómstóla, frétta- miðla eða stéttarfélög. Við í KÍ stöndum vörð um okkar félagsmenn. The True Cost (Netflix) Mynd um ódýru fötin og samhengi þeirra við þrælahald í fataverksmiðj- um, um fatahaugana sem hlaðast upp og um meng- un og markaðshyggju. Sláandi mynd sem getur sannarlega nýst sem kennsluefni til að skapa umræður og vekja áhuga og umhverfisvitund hjá nemendum. Steinunn Inga Óttarsdóttir

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.