Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 54

Skólavarðan - 2019, Side 54
54 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 RADDIR / Samstarf Þ að var veðurbarinn hópur sem hætti sér út í heita lækinn í Reykjadal ofan Hveragerðis einn haustdag síðastliðið ár. Fljótlega færðist sælubros yfir hvert andlit og vindur, kuldi og skúraveður gleymdust um stund. Einhver hafði á orði að Ísland væri engu líkt. Veðrið skipti sífellt um ham, gæfi lítil grið, lífs- háski virtist á næsta leyti, en svo dytti skyndilega á dúnalogn og til að kóróna undrið mætti láta fara vel um sig í læk uppi í óbyggðum, gleyma stað og stund – og finna unaðinn hríslast um sig. Við vorum saman komin, lítill kennarahópur frá fjórum þjóðlöndum, til að ræða samstarfsverkefni næstu missera. Öllum fannst viðeigandi að þessi fyrsti fundur ætti sér stað á Íslandi því við vorum að leggja drög að vinnu þar sem vatn var í brennidepli. „Hér er bókstaflega vatn alls staðar – stundum til óþurftar, stundum til gleði,“ varð einum að orði þegar við gengum til Flöskuskeyti Vogaskóla Aðsend grein Leifur Reynisson kennari við Vogaskóla

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.