Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Qupperneq 55

Skólavarðan - 2019, Qupperneq 55
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 55 Samstarf / RADDIR baka eftir baðferðina. Enn ein skúrin var skollin á en gæðastundin í læknum yljaði okkur. Hugurinn fór á flug, við köstuðum fram hugmyndum og leyfð- um okkur jafnvel að gerast skáldleg. Verkefnið fékk heitið „Flöskuskeytið“ með vísun til þess að nemendur myndu senda hver öðrum skilaboð þar sem fjallað væri um mikilvægi vatns í hverju landi fyrir sig. Áherslan á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð Undirritaður er kennari við Vogaskóla en skólahald verður þar alþjóðlegra með hverju árinu sem líður. Sífellt fleiri nemendur og starfsmenn eru af erlendu bergi brotnir og alþjóðasam- starf skólans hefur færst mjög í vöxt. Evrópskt samstarf er snar þáttur í starfi skólans og verður hér sagt frá „Erasmus+“ verkefni sem nýlega var hleypt af stokkunum en það er kostað af Evrópusambandinu. Auk Íslands eiga Litháen, Portúgal og Tékkland hlut að máli. Verkefnið byggir á nemendavinnu en þátttakendur velja áfangann í frjálsu vali. Nemendur vinna að mestu saman í litlum hópum auk þess sem þeir eru í rafrænu sambandi við félaga sína erlendis. Áhersla er lögð á sjálfstæð skapandi vinnubrögð þar sem nemendur sýna frumkvæði og sveigjanleika í samstarfi við aðra. Snar þáttur verkefnisins eru skólaheimsóknir þar sem nemendur kynna afurðir sínar í samstarfslöndunum. Móttökuskólinn skipuleggur einnig verkefnavinnu þá viku sem skólaheimsóknirnar standa yfir. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist vel erlendum félögum sínum. Ekki er nóg með að þeir séu í daglegu samstarfi heldur gista þeir einnig á heimilum gestgjafanna. Enn fremur fá ferðalangarnir tækifæri til að skoða sig um og kynnast menningu hvers lands fyrir sig. Auk nemendaferða eru kennaraferðir til hvers samstarfslands þar sem verkefnið er þróað og metið. Ekki er minna um vert að með þeim ferðum gefst frekara tækifæri til að skoða aðstæður í hverjum skóla fyrir sig, styrkja tengslin og kynnast betur landi og þjóð. Eitt helsta markmið Evrópusambandsins er að efla skilning á milli þjóða og má líta á Erasmusá- ætlunina sem mikilvægan lið í þeirri viðleitni. Kennurunum sem hingað komu í haust fannst áhugavert að kynna sér tækjakost skólans og sjá hversu mikið skapandi starf ætti sér stað innan hans. Vöktu sérgreinastofurnar ekki hvað síst athygli en íslenskir skólar virðast standa vel að vígi í þeim efnum. Krakkarnir ófeimnir við hina er- lendu gesti Sú hugmyndafræði sem Vogaskóli er að innleiða um þessar mundir til að efla áhuga og ábyrgðarkennd nemenda (uppeldi til ábyrgðar) þótti einnig eftir- tektarverð sem og frjálslegt fas þeirra og tungumálakunnátta. Voru krakkarnir ófeimnir við að ræða við hina erlendu gesti sem höfðu á orði að það væri ekki á færi unglinga í þeirra löndum að tjá sig jafn lipurlega á ensku. Dagarnir voru vel nýttir þá viku sem gestirnir dvöldu hér. Auk vinnufundanna var farið í skoðunarferðir og heimsóknir. Við fórum á söfn, skoðuðum Elliðaárvirkj- un, brugðum okkur í sund, lögðumst í útivist og fórum hinn skyldubundna gullna hring. Viðfangsefnið „vatn“ var skammt undan hvert sem farið var enda var það sem rauður þráður í samræðum okkar – í gamni og alvöru. Má í því sambandi nefna friðsæld Þingvallavatns, ólgandi hverina við Geysi, kyngimagnaðan kraft Gullfoss og styrkjandi veigar við Laugarvatn. Allan tímann skiptust á skin og skúrir en það var ánægður hópur sem yfirgaf landið þó veðurbarinn væri. Kennarar frá fjórum þjóðlönd- um komu saman á fundi hérlendis síðasta haust. Tilgangurinn var að ræða sam- starfsverkefni þar sem vatn er í brennidepli. Voru krakkarnir ófeimnir við að ræða við hina erlendu gesti sem höfðu á orði að það væri ekki á færi unglinga í þeirra löndum að tjá sig jafn lipurlega á ensku.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.