Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Page 57

Skólavarðan - 2019, Page 57
Barnaþing / RADDIR Barnaþingið kemur til með að verða afar nýstárleg og spennandi leið sem hefur það að mark- miði að virkja börn til þátttöku í málefnum sem snerta þau og þjálfa fullorðið fólk til samræðu við börn. um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þó ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim. Þann 22. nóvember, verður jafnframt hliðardagskrá á neðri hæðum Hörpu með börnum á ólíkum aldri þar sem lögð verður áhersla á barnamenningu, sköpun og samræður. Það er von umboðsmanns barna að barnaþingið verði til þess að styrkja þátttöku barna í samfélaginu öllu, í sveitar- stjórnum, á stjórnsýslustigi en ekki síst skólakerfinu og verði til þess fallið að hvetja enn frekar skóla til leita fjölbreyttra leiða til að efla lýðræðisþátttöku barna. Með því móti verði þingið ekki aðeins mikilvægt fyrir þau börn sem það sækja heldur muni börn um allt land fá tækfæri til lýðræðislegrar og virkrar þátttöku, enda er það í takt við grundvallarsjónarmið Barnasáttmálans um aðkomu barna að stefnumótun og þátttöku þeirra í ákvörðunartöku í málum sem þau varða. Til að undirstrika þennan hluta hefur embættið sent grunnskól- um landins og skólastjórafélaginu bréf þess efnis að skólarnir nýti tækifærið og haldi lýðræðisþing meðal barna í skólum í tengslum við barnaþingið, til dæmis á alþjóðlegum degi barna þann 20. nóvember, n.k. Vel má hugsa sér að tillögur barna frá slíkum lýðræðisþingum væru kynntar sérstaklega á barnaþinginu eða væru teknar saman með það fyrir augum að þær verði innlegg í umræðu þingsins eða við stefnumótun í málaflokknum að þingi loknu. Víða um land hafa skólar unnið afar merkilegt starf við að auka þátttöku barna í skólastarfi. Í tengslum við barnaþingið væri fengur að því að nýta ólíkar aðferðir við framkvæmd lýðræðisþinga í skólum og auka þátttöku barna í daglegu starfi. Með því móti væri hægt að miðla milli skóla reynslunni af aðferðum sem vel hafa tekist og geta þar með orðið öðrum hvatning. Á síðasta ári hafði embætti umboðs- manns barna frumkvæði að tilraunaverkefni með tveimur skólum í Reykjavík, Landakotsskóla og Laugarnesskóla, þar sem haldin voru barnaþing sem þóttu takast mjög vel. Í þeim tilraunum fengu eldri nemendur það hlutverk að stýra umræðum yngri barna en börnin völdu málefnin sem rædd voru. Einnig mætti auka verulega rannsóknir innan fræða- samfélagsins um lýðræðisþátttöku barna og hefur embættið meðal annars verið í samræðu við háskólasamfélagið um að sérstaklega verði hugað að þessum þáttum á barnaþinginu í haust. Skipulag barnaþingsins þann 21.-22. nóvember er í mót- un en til að svo stór atburður megi takast sem best skiptir öllu máli að víðtækt samráð og samstarf eigi sér stað við þá sem vinna með börnum. Embættið hefur því sett á fót samráðshóp til að tryggja aðkomu sem flestra að skipulagningu þingsins. Í hópnum eru meðal annars fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla, Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands og Kennarardeild Háskólans á Akureyrar. Hópurinn mun hittast nokkrum sinnum á árinu og vera skipuleggjendum til ráðleggingar um fyrirkomulag og útfærslur. Embættið hefur alla tíð lagt áherslu á að eiga gott samstarf við skólafólk og börn á öllum skólastigum meðal annars með heimsóknum í skóla og samræðu við skólafólk. Ég hef mikinn áhuga á að heimsækja sem flesta skóla á næstu árum ekki síst ef slíkar heimsóknir geta stutt við mikilvægt starf innan skólanna í að fræða börn um Barnasáttmálann eða virkja börn til lýðræðislegrar þátt- töku. Einnig hefði embættið áhuga á að heyra frá skólafólki og börnum um þær leiðir sem hafa reynst vænlegastar til að virkja börn til samstarfs og hvernig barnaþingið geti sem best þjónað því markmiði að efla börn, skóla og nær- samfélag til samtals um málefni sem brenna á börnum. Með því móti getum við skapað saman viðburð sem mun hafa mikilvæg áhrif á börn landsins ekki aðeins í ár heldur til framtíðar. Úr lögum um umboðsmann barna Umboðsmaður barna boðar til þings um málefni barna annað hvert ár og skulu niðurstöður og ályktanir þingsins kynntar ríkisstjórn. Á þinginu skal fjalla um málefni barna og við upphaf þess leggur umboðsmaður fram skýrslu um stöðu þeirra. Í skýrslunni skal m.a. fjallað um stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélags- ins, þar á meðal um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Önnur verkefni þingsins ákveður umboðsmaður barna. Þingið er öllum opið en umboðsmaður barna skal bjóða fjölbreyttum hópi barna til þingsins, alþingis- mönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna. Seta á þinginu er ólaunuð. Kennaraferðir Fararsnið hefur langa reynslu í að skipuleggja ferðir fyrir kennarahópa, bæði á sýningar og ekki síður skólaheimsóknir. Þar er blandað saman áhugaverðum skólastefnum og sælkeralífi, ásamt léttum gönguferðum í sveit og borg. Fararsnið ehf. - Lundur 17, 200 Kópavogi jonkarl@fararsnid.is

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.