Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 21
 R æ t t u m á s t i n a v i ð ingunni snædal á s t a K R i s t í n B e n e d i K t s d ó t t i R I Ingunn Snædal er kennari í Brúarási á Fljótsdalshéraði, fædd og uppalin á Skjöldólfsstöðum í sömu sveit en hefur búið víða og unnið við ýmislegt, svo sem að þýða Harry Potter. Hún er tvífrá- skilin og á eina 11 ára dóttur, fyrrverandi konu og stjúp-fósturson í Reykjavík og fyrrverandi mann á Spáni. Síðast en ekki síst er Ingunn verðlaunaskáld og hefur meðal annars ort af mikilli snilld um ástina. Ég kynntist john, fyrrverandi manninum mínum, úti í galway á Írlandi en þangað fór ég eftir kennaraháskólann til að læra írsku. Ég fór til vinkonu minnar að horfa á fótboltaleik og þá var hann þar, þessi dásamlegi írski drengur með þessi fallegu bláu augu. Ég man að ég horfði á hann allt kvöldið og hann á mig. Þegar ég horfði í augun á honum fékk ég þessa yndislegu tilfinningu sem maður fær ekki oft á ævinni – ég fæ hana kannski oftar en aðrir, ég veit það ekki. Svo horfðum við á United vinna juventus, sem var ekki verra. Strax daginn eftir bankaði hann upp á, við fórum í göngutúr og vorum óaðskiljanleg eftir það. Við ferðuðumst og bjuggum saman á Írlandi, indlandi, Íslandi, danmörku, mið-ameríku, Spáni og fleiri stöðum. Þegar ég varð ólétt árið 2000 giftum við okkur síðan, af praktískum ástæðum, hjá sýslumanninum á Egilsstöðum. Það var enginn hvítur kjóll og ekkert vesen en við fórum í kaffi heima á Skjöldólfsstöðum á eftir. Ég var í náttbuxum. kannski ekki hjá sýslumann- inum en ég er allavega í náttbuxum á öllum myndum frá þessum degi. Þegar lára var fædd fórum við til Spánar en fluttum aftur til Íslands þegar hún var tveggja ára. mér bauðst þá að kenna í Reykjavík og þar hitti ég svo konuna mína, fyrsta daginn sem ég fór að kenna. neisti sem stundum slokknar 21 Ljósmynd: Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.