Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 21
R æ t t u m á s t i n a v i ð
ingunni snædal
á s t a K R i s t í n B e n e d i K t s d ó t t i R
I
Ingunn Snædal er kennari í Brúarási á Fljótsdalshéraði, fædd
og uppalin á Skjöldólfsstöðum í sömu sveit en hefur búið víða og
unnið við ýmislegt, svo sem að þýða Harry Potter. Hún er tvífrá-
skilin og á eina 11 ára dóttur, fyrrverandi konu og stjúp-fósturson
í Reykjavík og fyrrverandi mann á Spáni. Síðast en ekki síst er
Ingunn verðlaunaskáld og hefur meðal annars ort af mikilli snilld
um ástina.
Ég kynntist john, fyrrverandi manninum mínum, úti í galway á Írlandi en
þangað fór ég eftir kennaraháskólann til að læra írsku. Ég fór til vinkonu
minnar að horfa á fótboltaleik og þá var hann þar, þessi dásamlegi írski
drengur með þessi fallegu bláu augu. Ég man að ég horfði á hann allt
kvöldið og hann á mig. Þegar ég horfði í augun á honum fékk ég þessa
yndislegu tilfinningu sem maður fær ekki oft á ævinni – ég fæ hana
kannski oftar en aðrir, ég veit það ekki. Svo horfðum við á United vinna
juventus, sem var ekki verra. Strax daginn eftir bankaði hann upp á, við
fórum í göngutúr og vorum óaðskiljanleg eftir það.
Við ferðuðumst og bjuggum saman á Írlandi, indlandi, Íslandi, danmörku,
mið-ameríku, Spáni og fleiri stöðum. Þegar ég varð ólétt árið 2000 giftum
við okkur síðan, af praktískum ástæðum, hjá sýslumanninum á Egilsstöðum.
Það var enginn hvítur kjóll og ekkert vesen en við fórum í kaffi heima á
Skjöldólfsstöðum á eftir. Ég var í náttbuxum. kannski ekki hjá sýslumann-
inum en ég er allavega í náttbuxum á öllum myndum frá þessum degi. Þegar
lára var fædd fórum við til Spánar en fluttum aftur til Íslands þegar hún var
tveggja ára. mér bauðst þá að kenna í Reykjavík og þar hitti ég svo konuna
mína, fyrsta daginn sem ég fór að kenna.
neisti
sem stundum
slokknar
21
Ljósmynd: Eyþór Árnason