Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 52

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 52
jól brugðum við okkur til akureyrar til að kaupa gjafir til hátíðarinnar. löngu seinna frétti ég að allar línur hefðu verið glóandi eftir heimsóknina, að guðbrandur Hlíðar hefði komið í bæinn „með þennan fallega sænska dreng“. mér hlýnar ennþá þegar ég hugsa til þess að hafa einu sinni verið kall- aður fallegur sænskur drengur á akureyri. Seinna tóku við fáein ár í Svíþjóð en aftur fluttumst við til Íslands og störfuð- um árum saman á rannsóknarstofu mjólk- ursamsölunnar sem guðbrandur stýrði, því nú hafði ég lært gerlafræði til að geta unnið með mínum manni. Hér hef ég verið síðan og hér vil ég vera. Konurnar vilja ekki sitja hjá þér Foreldrar guðbrands voru gott fólk. Þau tóku mér frá fyrsta degi eins og syni sínum og allir hans ættingjar áttu eftir að reynast mér vel. Ég mætti aldrei vondu viðmóti á Íslandi – fyrr en árið 2007. nokkru áður var ég byrjaður að hanna altaris- og messuklæði því þar fékk ég útrás fyrir sköpunarþörfina og fyrstu munina gaf ég langholtskirkju til minningar um manninn minn. af því tilefni var viðtal við mig í morgunblaðinu þar sem ég sagði frá þessari iðju minni og ástum okkar guðbrands. karlmanna. allt þetta batt okkur sterkum böndum. En hann var átján árum eldri en ég og að sama skapi stjórnsamur í sam- bandinu. Hann vildi móta unga manninn að sínum vilja. guðbrandur var í rauninni af annarri kynslóð en ég og fannst hann verða að fara ógurlega dult með það að við værum par. auðvitað leyndi það sér ekki, við bjuggum saman og vorum alltaf saman. Ári eftir okkar fyrsta fund vildi hann svo að við settum upp hringana og bað mig að verða sinn. og ég sagði já, nema hvað, hann gerði þetta svo fallega. Við fórum fyrst til gullsmiðs og keypt- um minn hring og svo yfir í næstu götu til annars gullsmiðs til þess að velja hringinn hans guðbrands. að kaupa þá báða í sömu verslun kom ekki til mála, engan mátti gruna neitt. Þegar heim kom opnaði guðbrandur Biblíuna, lagði hringana á hana og svo settum við þá upp. Þetta var 23. nóvember 1957 og í mínum augum er það vígsludagurinn okkar. Á Sauðárkróki Svo var það árið 1958 að guðbrandi var boðin staða dýralæknis í Skagafjarðarum- dæmi og um sama leyti lést bróðir hans sviplega. Hann vildi heim til að vera nálægt fólkinu sínu og sagði mér það, „en þú getur ekki komið með,“ bætti hann við. Ég lét kyrrt liggja, en næsta dag hafði eitthvað gerst innra með honum því að hann spurði hvort ég gæti hugsað mér að koma til Íslands og verða aðstoðarmaður hans á Sauðárkróki. Hvort ég gat! En hafði ekki hugmynd um hverju ég var að játa. okkar fyrsta ferð út í sveit var farin til að hjálpa kú sem ekki gat borið. Í ljós kom að fóstrið lá dautt inni í henni og nú varð að bjarga kúnni. Til að leysa málið þurfti að saga fóstrið í sundur með þar til gerðum tækjum og ná því út. guðbrandur gekk til verka en leit svo allt í einu á mig og sá hvernig mér leið. „Farðu nú út, Herder,“ sagði hann og ég hlýddi. Svo hugsaði ég málið við fjósdyrnar. Ég hafði verið í sveit hjá ömmu minni í Svíþjóð en aldrei komið í fjós. Þegar ég fann lyktina í dyrunum sagði ég við sjálfan mig: nei, þetta megið þið eiga fyrir mér, og sneri við. En hér varð ég að taka ákvörðun. annaðhvort færi ég út á krók, tæki tannburstann minn og héldi til Svíþjóðar – eða aftur inn í fjósið. og ég fór inn. Eftir þetta gat ég horft upp á hvað sem var og verið guðbrandi sú hjálp sem hann þarfnaðist . glóandi símalínur guðbrandur var afskaplega vinsæll dýra- læknir og óþreytandi við að miðla Skagfirð- ingum af þekkingu sinni á skepnum. Hann var í eðli sínu mikill kennari. Enda mætti okkur ekkert nema velvilji í Skagafirði, alls staðar vorum við velkomnir og varla haldin sú veisla að við værum ekki boðnir. En auðvitað var horft á mann. Ég hafði haft með mér talsvert af tískufötum frá Stokkhólmi en nú voru haftaár á Íslandi og lítið um slík föt, enda voru allar gardínur á fleygiferð þegar ég gekk um göturnar á króknum. Í heila viku sýndi ég klassískan dans á Sæluviku og mætti á hestamanna- mót í mínum fínustu reiðfötum. Þegar ég áttaði mig á því að fólki varð starsýnna á mig en hrossin spurði ég guðbrand hvort við gætum ekki bara farið heim. Hann hristi höfuðið og ég lét mig hafa það. Rétt fyrir 52 Herder Andersson í Stokkhólmi Herder hefur samið tíu skáldsögur og þrjár þeirra hafa komið út í Svíþjóð. Hann hannar sjálfur bókarkápurnar svo fjölhæfur sem hann er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.