Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 26
Svikarinn er einleikur Árna Péturs
Guðjónssonar og byggist að hluta til
á Vinnukonunum eftir Jean Genet.
Leikritið er brotið upp og notað sem
leiðarhnoða í verki sem öðrum þræði
fjallar um glímu leikarans við hlutverk
sitt, fortíð sína og samtíma. Í sýningunni
rikir óreiða og í henni miðri er leikarinn
sjálfur þungamiðja verksins. Hann er
sá sem leikur og sá sem
leikið er á, sá sem kúgar
og er kúgaður, sá
sem svíkur
og er svikinn.
Jean Genet
voru „svikin“
ofarlega í huga
og sem leikritahöf-
undur vildi hann svíkja
leikarann. Nú er stund
hefndarinnar runnin upp og
leikarinn fær tækifæri til að svíkja
skáldið, stela því sem honum sýnist
frá þjófnum Jean Genet.
Svikarinn er ávöxtur náins samstarfs
þeirra Rúnars Guðbrandssonar og Árna
Péturs Guðjónssonar en leikfélagið
Lab Loki stendur á bak við hana og
býður gestum Hinsegin daga til þess-
arar kvöldstundar. Frá fornu fari þekkti
Rúnar áhuga Árna Péturs á Jean Genet
og átti hugmyndina að verkefninu. Hann
freistaði síðan félaga síns, leikarans, til
þess að takast á við það og í samvinnu
þeirra varð til sýningin sem hér birtist.
Árni Pétur var tilnefndur til
Grímuverðlaunanna fyrir þetta hlutverk
og saman voru þeir Rúnar og Árni
Pétur tilnefndir sem leikskáld ársins til
Grímuverðlaunanna fyrir
leikverkið. Svikarinn var
frumsýndur í
Reykjavík í febrúar 2011, en er nú
endursýndur í tilefni Hinsegin daga í
Reykjavík. Aðgangseyrir 1000 kr. VIP-
Platinum gildir á sýninguna.
The Traitor
An actor takes on a journey into Jean
Genet’s world, in a monologue based
on the French dramatist’s 1947 play,
The Maids. In this innovative reworking,
the actor plays out his fantasies and
frustrations, dreams and desires,
fears and hopes, anger
and admiration. Actor
Árni Pétur Guðjónsson
was nominated for the
Icelandic Theater
Award earlier this year
for his performance.
Performed in Icelandic
at Tjarnarbíó Theater,
Sunday, 7 August, at 8
p.m. Admission ISK 1000.
VIP-Platinum valid until 7:45 p.m.
Leikfélagið Lab Loki:
Birna Hafstein og Rúnar Guðbrandsson
Höfundar: Árni Pétur Guðjónsson og
Rúnar Guðbrandsson.
Leikari: Árni Pétur Guðjónsson.
Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson.
Búningar og útlit: Filippía Elísdóttir
Tónlist og lýsing: Garðar Borgþórsson
26
Leiksýning byggð á skáldskap Jean Genet
Sýning í Tjarnarbíói, sunnudaginn 7. ágúst, kl. 20
Svikarinn
Ljósmynd: Snorri Gunnarsson