Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 22
ég á hverjum morgni í sjö vikur, álagið var svo mikið. Það var ekki illt á milli okkar johns en ástandið var bara svo sjúkt. mér leið mjög illa og átti erfitt með að sætta mig við að lára yrði skilnaðarbarn. Ég vann eins og skepna og ofan á allt annað þá vildi Eydís mig ekki. Ég hélt að ég væri að verða vitlaus. Eydís treysti mér ekki, eðlilega kannski, því ég var gift og með barn. Hún var ekki í neinu veseni með sig, hafði alltaf vitað að hún væri lesbía og hafði engan áhuga á svona drama. Ég þurfti að ganga á eftir henni í heilt ár en þá fórum við að vera saman og ég var óskaplega hamingjusöm. Hún sagðist samt eiga erfitt með að treysta mér og var viss um að þetta ætti ekki eftir að endast. Ég sagði bara „hvaða vitleysa, my love is forever“ og allt það. En svo kom í ljós að þetta var rétt hjá henni. Við vorum saman í rúm sex ár og giftum okkur en ég veit ekki hvað gerðist. Einhvern tímann hvarf neistinn bara. Þegar tvær konur eru saman er auðvelt að búa saman sem vinkonur þótt ekkert annað sé í gangi. auðvitað er það einstaklingsbundið en ég held að það sé munur á þeim samböndum og öðrum. Sjálfsagt hefði ég reyndar getað búið áfram með john – en það leið raunar ekki nema ár þangað til hann kom til mín og sagðist sjálfur vera að koma út úr skápnum! Út úr skápnum í IKEA Hann sagði mér þetta við sjálfsafgreiðsluna í ikEa á laugardegi. „ingunn, i have to tell you something,“ og svo sagðist hann ekkert vera fyrir konur. Ég er eina konan sem hann hefur verið ástfanginn af því hann hafði aldrei átt kærustu á undan mér. kannski voru það karlhormónin í mér; ég hef talsvert af þeim! Ég hef samt aldrei upplifað neina höfnun eða sálarflækjur út af þessu. Ég varð ástfangin af honum og hann af mér en svo bara einhvern veginn dó það. Síðustu árin í okkar sambandi voru mjög platónsk og það er skiljanlegt eftir á að hyggja. Hann er nefnilega hrifinn af spænskum strákum, vill dökkhærða og sæta latínó stráka. Það er dálítið langt frá því að vera ég! Við john erum bestu vinir og við eigum eitthvað saman sem verður aldrei tekið frá okkur. Við höfum farið í taugarnar hvort á öðru en hann þekkir mig afskaplega vel. Við bjuggum náttúrlega saman í sjö ár og það sama verður sagt um Eydísi. Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona hluti eins og barneignir, hvernig er annað hægt en að vera vinir? Barn og annar skilnaður Við Eydís ákváðum líka að eignast barn saman og gengum saman í gegnum það ferli. maður heyrir stundum talað um að pör eignist barn til að reyna að bjarga sam- bandinu. Vorum við að gera það? Ég veit það ekki. kannski. maður hugsaði það ekki þannig en það er voða auðvelt að gleyma sér við svona sameiginlegt verkefni þegar neistinn er horfinn. Þetta var allt mjög skipulagt hjá okkur og planað eins og kennsluáætlun. Þegar Eydís var ólétt flutt- um við austur, hún fór að kenna og ég skrifaði. Hún var ótrúlega dugleg því það var erfitt fyrir hana að fara burt frá vinum og fjölskyldu. Hún eignaðist meira að segja barnið hérna fyrir austan á norðfirði, sem er meira en margir gera. Svo fæddist barnið, Eydís var heima og ég fór að kenna. En mér Æ, ég er ástfangin af konu Ég var bara sveitastelpa. Ég vissi alveg hvað samkynhneigð var en það var bara ekki „option“ í mínu lífi. mér hefði aldrei dottið í hug að horfa á stelpur. Þegar ég flutti til Reykjavíkur og fór í framhaldsskóla djammaði ég mikið á „22“, sem var rosa- legur partýstaður á þeim árum, og þá fór ég stundum í sleik við sætar stelpur inni á klósetti. Ég hélt að það gerðu allir! Bestu vinkonu minni fannst það líka eðlilegt og ég spáði aldrei neitt sérstaklega í þetta. En þótt mér fyndust margar stelpur sætar varð ég aldrei hrifin af stelpu fyrr en ég kynntist Eydísi. Ég var í einhverjar vikur að velta fyrir mér hvað væri í gangi. mér fannst hún bara svo sæt. Ég var alltaf að horfa á hana og sótti mjög mikið í að vera nálægt henni. Svo fórum við kennararnir á bar eitt föstudagskvöldið um haustið og þá fattaði ég að ég væri orðin dauðskotin í henni. Ég fór heim, vakti john og sagði: „Æi john, nú er ég orðin ástfangin af konu.“ Hann sagði bara „oh, really?“ og svo ræddum við málin. neistinn á milli okkar hafði fjarað út þótt við værum mjög góðir vinir. Skilnaðurinn var samt helvíti. Við bjuggum áfram saman þennan vetur því við áttum lítið barn, vorum nýbúin að kaupa íbúð og áttum ekki mikinn pening. Um vorið ældi Gjörsamlega fabulous! John og Ingunn árið 2000, nýgift og barn á leiðinni. Lára og Jökull 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.