Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 51
Þ o R V a l d U R k R i S T i n S S o n
Hann fæddist árið 1933 í Svíþjóð og
ólst upp í litlum strandbæ norðan við
Gautaborg. Herder Andersson vissi
snemma hvaða mann hann hafði að
geyma og dreymdi um að læra ballett.
En það var ekki fyrr en hann treysti
sér til að standa á eigin fótum að hann
fór til Stokkhólms og lét drauminn
rætast. Að heiman var engrar hjálpar
að vænta. Þá var hann 21 árs. En
dansinn var ekki eina ástríðan í lífi
hans, hann lærði að teikna og mála
og hannaði föt jafnframt því sem hann
vann hörðum höndum fyrir námi sínu.
Í Stokkhólmi kynntist hann íslenskum
dýralækni sem þar starfaði, Guðbrandi
Hlíðar frá Akureyri. Þeir urðu elskendur
og saman fluttust þeir til Íslands þar
sem Guðbrandur lést á gamlársdag
árið 2000.
Þegar ég var á átjánda ári varð bylting í
lysekil, litla bænum mínum. Virtur borg-
ari sagði frá því í blöðum og tímaritum
að hann væri hommi. Þetta var allan
Hellmann sem rak járnsteypuverkstæði í
bænum. Bæjarbúar brugðust við með mikl-
um ofsóknum og lögðu rekstur hans í rúst,
en allan stóð við sitt og um páskana 1951
útnefndi vikublaðið SE hann „hugrakkasta
mann Svíþjóðar“. Hann varð sama ár einn
af áhrifamestu stofnendum RFSl, lands-
samtaka samkynhneigðra, og stórt nafn í
okkar sögu. Ég kannaðist vel við Hellmann,
hann hafði stundum gefið mér hýrt auga,
og seinna sá ég hvað ég átti honum mikið
að þakka, Hugrekki hans kom róti á hugann
og nú vissi ég að það var ekki möguleiki
fyrir mig að lifa í lysekil – nema sem
munkur!
Ég á góðar minningar um lífið í Stokk-
hólmi. Ég stritaði fyrir menntun minni hjá
madame lilian karina, einum besta ball-
ettkennara landsins, og tók þá vinnu sem
bauðst, en oft fór ég svangur að sofa. Ég
gat fengið miða fyrir lítið í óperuna og
á ballettsýningar þar í húsi, og stundum
sat ég þar þrisvar, fjórum sinnum í viku í
ódýrustu sætum. Þarna heyrði ég og sá
marga landa mína sem þá voru fræg um
allan heim, jussi Björling, Birgit nilsson
og nikolai gedda. mig dreymdi um að
verða atvinnudansari og ballettkennari en
það rættist ekki. af karlamálum mínum
hef ég ekki margt að segja, ég kom aldrei
á þá staði þar sem helst var von til að
hitta homma, líf þeirra í höfuðborginni var
líka ægilegt felulíf. En stundum kom fyrir
að einhver horfði fast á mig og þá tók ég
á sprett, uppeldi mitt hafði snúist um að
hlýða skilyrðislaust og sjálfsöryggið var
þess vegna ósköp lítið.
má ég kyssa þig?
Svo var það einn daginn að ég sat heima
og var að mála. Eins og til mín væri talað
stóð ég allt í einu upp og gekk út, gegnum
Humlegården og yfir á Sturegatan. Þar sem
ég stóð við útstillingarglugga á kvikmynda-
húsi fann ég að einhver var að horfa á mig.
Ég leit við og horfðist í augu við karlmann
um fertugt, dökkan yfirlitum, en tók svo á
rás niður götuna og inn í lystigarðinn þar
sem ég settist á bekk. Hann kom á eftir
mér og settist á bekkinn við hliðina og við
fórum að spjalla saman. Svo bauð hann
mér heim í eldhús til sín í te og tvíbökur,
það var nú allur lúxusinn, og þegar ég
kvaddi spurði hann: „má ég kyssa þig?“
„já,“ sagði ég. Eftir kossinn spurði hann:
„má ég bjóða þér í mat á laugardaginn?“
„já, takk,“ sagði ég. Þetta var fyrsti fundur
okkar guðbrands Hlíðar og upp frá því
vorum við saman flestum stundum. Fjörutíu
og fjórum sinnum héldum við jól saman.
Hann gaf mér allt það öryggi sem ég
þarfnaðist, stóð alltaf við það sem hann
sagði, án undanbragða, og það var mín
hamingja. og svo var hann bæði gáfaður
og glaðlyndur. Það spillti heldur ekki fyrir
að við höfðum svipaðan húmor og hann
hafði mikinn áhuga á klassískri tónlist og
ballett sem ekki er nú sjálfgefið meðal
51
Tea for Two
— og tvíbökur með
H e r d e r a n d e r s s O n
U m Á S T i n a o g l Í F i ð Á Á R U m Á ð U R
Guðbrandur Hlíðar í Stokkhólmi árið 1953
Ljósm
ynd: Bára