Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 28
Reykvíkingar hafa eignast glæsilegt tónlistarhús sem um ókomin ár mun marka svip
borgarinnar okkar í menningarlegu tilliti. Hinsegin dagar í Reykjavík óska borgarbúum og
öllum þeim sem í húsinu starfa til hamingju með þessa glæsilegu og vönduðu byggingu.
að því tilefni er við hæfi að Hinsegin dagar í Reykjavík geri Hörpu að vettvangi hátíðar
sinnar eina kvöldstund í ágúst.
margir af helstu listamönnum sögunnar hafa hneigst til eigin kyns og það á jafnt við
um tónlistina og aðrar listgreinar. Á klassískum tónleikum í Hörpu, föstudagskvöldið 5.
ágúst, verður flutt sýnishorn af þeirri stórkostlegu tónlist sem samkynhneigð tónskáld
hafa fært heiminum allt frá 17. öld til dagsins í dag. meðal tónskáldanna eru arcangelo
Corelli, Pjotr Tsjajkovskíj, Camille Saint-Saëns, Reynaldo Hahn, Francis Poulenc,
Benjamin Britten, leonard Bernstein og john Cage. kvöldið fær líka sitt íslenska yfirbragð því að hér verður frumflutt nýtt söngverk
eftir tónskáldið Hreiðar inga Þorsteinsson við ljóð eftir Walt Whitman.
Einvalalið íslenskra tónlistarmanna sér um flutninginn. Í þeim hópi eru fiðluleikararnir gunnhildur daðadóttir
og Sigrún Eðvaldsdóttir, söngvararnir Bergþór Pálsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson og Herdís
anna jónasdóttir, Einar jóhannesson klarinettleikari, og píanóleikararnir anna guðný guðmundsdóttir, Árni
Heimir ingólfsson og Tinna Þorsteinsdóttir. Tónleikarnir eru haldnir í norðurljósum, sem er einn af sölum
Hörpu, og hefjast kl. 20, föstudagskvöldið 5. ágúst. Rétt er að geta þess að hátíðargestir sem ætla sér í
hinsegin siglingu sama kvöld munu auðveldlega geta sameinað báða þessa viðburði.
aðgangur er ókeypis á tónleikana í Hörpu.
C L A S S I C A L P R I D E
Reykjavík Gay Pride invites its guests to a concert of classical music by gay com-
posers on Friday 5 August at 8 p.m. in the Harpa Concert Hall (Norðurljós
Auditorium). Many of the world’s greatest composers have been attract-
ed to the same sex, and the concert explores the wealth of classical
music written by gay composers from the 17th century until the present
day. Among the composers represented are Corelli, Tchaikovsky, Saint-
Saëns, Hahn, Poulenc, Bernstein, Britten, and John Cage. Several lead-
ing Icelandic musicians will perform in this concert. Free admission.
Á H i n S E g i n n ó T U m
T ó n l e i k a r í n o r ð u r l j ó s u m , H ö r p u
F ö s t u d a g i n n 5 . á g ú s t k l . 2 0
28