Bæjarins besta - 01.06.2005, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 200518
mannlífið
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Í dag er miðvikudagurinn
1. júní, 154. dagur ársins 2005
Þennan dag árið1908 komst skólaskylda 10-14 ára
barna á þegar fræðslulögin frá 1907 tóku gildi.
Þennan dag árið 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaða-
réttindi. Bæjarbúar voru þá um 1.500 talsins.
Þennan dag árið 1943 var skömmtun fyrirskipuð á
gúmmístígvélum nr. 7 og stærri. Ástæðan var mikill
skortur á gúmmíi.
Þennan dag árið 1976 laug síðasta Þorskastríðinu
með samningum við Breta. Þar með viðurkenndu þeir í
reynd fiskveiðilögsöguna sem var færð út í 200 mílur
15. október 1975
Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Hvað er að frétta? · Herborg Bernharðsdóttir (Bogga Venna) í Fljótavík
Á þessum degi fyrir 32 árum
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Fremur hæg austlæg átt, 8-13 m/s allra syðst. Bjart
með köflum og stöku skúrir. Hiti 7-14 stig að deginum.
Horfur á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og
síðdegisskúrir. Hiti breytist lítið.
Horfur á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og
síðdegisskúrir. Hiti breytist lítið.
Horfur á mánudag:
Útlit fyrir stífa austanátt og fer að rigna við sunnanlands.
Spurning vikunnar
Ertu sátt(ur) við fimm mánaða
sumarfrí þingmanna?
Alls svöruðu 578. – Já sögðu 80 eða 14% – Nei
sögðu 473 eða 82% – Hlutlausir voru 25 eða 4%
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Fljótavíkin er himnaríki
„Fljótavík er algjört himna-
ríki. Það er búið að vera svo
gott veður. Eina sem vantar
er rigningin því ekki hefur rignt
dropa síðan við komum hérna
1. maí. Ágætt væri að fá smá
vætu fyrir gróðurinn. Hér er
komið hásumar og sólskin upp
á hvern einasta dag. Hvönnin
er farin að vaxa og aðeins er
farið að grænka en grasið ekk-
ert farið að spretta að ráði.
Það hefur verið alveg ógur-
lega kalt og hiti farið allt niður
í núll stig. En við finnum ekkert
fyrir því inn í húsinu og klæðum
okkur bara vel þegar farið er í
göngutúr. Randaflugurnar
njóta rigningarleysisins og eru
mikið á ferðinni. Og það eru
svo miklar hlussur að ætti að
kalla þær tröllskessur.
Fólk er ekkert farið að koma
norður nema svona rétt til þess
að kíkja. Ég held það sé ekki
fyrr en eftir mánaðamót þegar
skólarnir eru búnir að fólk fari
að koma. Mér finnst voðalega
notalegt að vera hérna þó við
séum ein. Við höfum allt til alls
auk útvarps og síma. Þetta er
búið að vera yndislegur tími.
Það er ekki hægt að óska sér
lífið betra eða skemmtilegra
en það er hér í Fljótavík,“ sagði
Bogga Venna.
Ekki einhliða fækkun í her
Bandaríkanna í Evropu
Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna í nýjum Atlants-
hafssáttmála, sagði dr. Henry Kissinger.
Talsmenn forseta Bandaríkjanna og Frakklands, Richard M.
Nixon og George Pompidous, skýrðu frá í gær, að Pompidou
hefði lagt áherslu á nauðsyn þess að hafa áfram bandarískt
herlið í Evrópu og varað Bandaríkjastjórn við einhliða ákvörðun
um að draga úr herstyrk sínum þar. Bandaríkjaforseti hafði
fyrir sitt leyti fullvissað Pompidou um, að hann hefði slíkt ekki
í hyggju. Viðræður forsetanna með þátttöku dr. Henry A. Kiss-
inger, ráðgjafa Bandaríkjaforseta og fundir utanríkisráðherra
og fjármálaráðherra landanna hófust laust eftir kl. 10 í gær-
morgun á Kjarvalsstöðum.
Flöskuskeytið reyndist vera stutt frásögn fjallaferðar þriggja manna fyrir 60 árum.
Sextíu ára gamalt
flöskuskeyti á fjöllum
Tveir fjallgöngugarpar Stef-
án Freyr Baldursson og Rúnar
Óli Karlsson komumst að því
að margt forvitnilegt má finna
á fjöllum er þeir fundu flösku-
skeyti í ferð sinni á Erni við
Skutulsfjörð. Í flöskunni var
bréf dagsett fyrir 60 árum.
„Við Rúnar Óli Karlsson
vorum í skíðaferð á Erninum í
síðustu viku og fundum flösku
sem innihélt 60 ára gamla
„gestabók“. Flaskan sést að-
eins frá einu sjónarhorni og
rak ég augun í hana fyrir ein-
skæra tilviljun þegar ég var að
vega mig upp á fjallsbrúnina.
Flaskan er staðsett á enda
fjallsins Arnarness megin.
Flaskan innihélt upprúllaðan
pappír og í miðju rúllunnar
var miði sem á stendur:
Sunnudagurinn 7. júlí 1945
Lögðum upp frá Arnardal
upp eftir fjallshryggnum og
ætlum eftir endilöngu fjallinu
niður Naustahvilft
Garðar Ólafsson
Gunnar Hjartarson
Ólafur Hjartarson
Ég athugaði dagsetninguna
og var 7. júlí 1945 reyndar
laugardagur en göngumönnum
gæti hafa skjátlast um mánað-
ardaginn, ég sé a.m.k. ekki
betur en að það standi sunnu-
dagurinn á miðanum. Ef þetta
var virkilega skrifað fyrir 60
árum þá er miðinn í ótrúlega
góðu ástandi. Flaskan var ekki
lokuð þannig að það hefur loft-
að vel um innihaldið og sneri
hún þannig að það gæti ekki
rignt ofan í hana. Pappírinn,
sem fyllti vel út í stútinn var
morkinn í endann en alveg
heill inni í flöskunni.
Ég rannsakaði málið aðeins
og kom í ljós að Gunnar (f.
1919) og Ólafur (f. 1920) voru
bræður Helga Hjartarsonar í
Grundargötunni og Garðar
Ólafsson var frændi þeirra. Ég
hafði samband við son Gunn-
ars, Gunnar Þór, vélstjóra hjá
Orkubúinu, og staðfesti hann
þetta. Við Rúnar Óli sóttum
flöskuna á miðvikudag og
komum henni til Gunnars
Þórs“, sagði Stefán Freyr.
Flaskan og bréfið sem fannst á Erninum.
22.PM5 6.4.2017, 09:3718