Vinnan - 01.07.1964, Page 5

Vinnan - 01.07.1964, Page 5
---------------- i 'uinan ---------- u Uppgjör launamála voríð 1964 Á miðstjórnarfundum Alþýðusam- bandsins dagana 14. og 16. apríl voru rædd drög að ályktun um kjaramál. Á síðari fundinum hlaut ályktunin lokaafgreiðslu, og var þegar ákveðið að senda hana forsætisráðherra, en að því búnu skyldi hún send blöðum og útvarpi til birtingar. Samkvæmt þessari ákvörðun mið- stjórnar, var forsætisráðherra þann 17. apríl ritað svohljóðandi bréf. Alþýðusamband íslands. 17. apríl 1964. Hjálagt sendist ályktun mið- stjórnar Alþýðusambandsins um kjaramál, svo sem hún var sam- þykkt á miðstjórnarfundi 16. apríl síðastliðinn. Virðingarfyllst, F.h. Alþýðusambands fslands, Hannibal Valdimarsson. Til forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, stjórnarráðshúsinu, Reykjavík. Ályktun miðstjórna ASf um kjaramál Á undanförnum árum hafa verka- lýðssamtökin æ ofan í æ bent á hætt- una af sívaxandi dýrtíð. Þau hafa skorað á stjórnarvöld landsins að beita sér fyrir stöðvun dýrtíðarinnar, en tryggja jafnframt næga atvinnu og sanngjarna hækkun á kaupmætti launa. Verkalýðssamtökin hafa alltaf, þeg- ar þau hafa barizt fyrir bættum kjör- um meðlimum sínum til handa, lagt á það áherzlu, að þau vildu meta sem kauphækkun hverja þá ráðstöfun, sem miði að lækkun verðlags, eða öðru því, sem raunverulega færði vinnandi fólki kjaraþætur. Verkalýðshreyfingin hefur því allt- af verið og er enn á móti verðbólgu- þróun í efnahagskerfinu og varar sterklega við afleiðingum hennar bæði fyrir launþega og þjóðfélagið í heild. Þróun verðlagsmálanna síðustu 4 ár- in veldur flestum hugsandi mönnum áhyggjum. Á þeim tíma hefir verð- bólgan magnazt meir en dæmi eru til um áður, á jafn skömmum tíma. Reynt hefir verið að skella skuld- inni af þessari óheillaþróun á verka- lýðssamtökin í landinu. Því er þá hald- ið fram, að þau hafi gert óbilgjarnar kröfur um kauphækkanir og knúið Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson undirrita. fram meiri hækkanir á kaupi, en efna- hagskerfið fái staðizt. Hér er stað- reyndum beinlínis snúið öfugt, og röng skýring gefin á því, hver er raun- veruleg orsök hinnar gífurlegu dýrtíð- ar. Hér skal nú rakin í stuttu máli þró- un verðlags- og kaupgjaldsmála síð- ustu árin, og verður þá svo augljóst, að ekki verður um villst, að hækkun á kaupi verkamanna er ekki orsaka- valdurinn að þeirri dýrtíðarþróun, sem hér hefir átt sér stað. Til glöggvunar verður verðhækkun- um og kauphækkunum síðustu 5 árin skipt í 4 tímabil, svo að samanburð- ur verði sem auðveldastur. 1. tímabil (janúar 1959 — júní 1961) í janúarmánuði 1959 voru samþykkt lög á Alþingi um að lækka umsamið kaup verkafólks um 13,4% frá 1. febrú- ar 1959 að telja. Þegar tekið var fullt tillit til endurbóta á tryggingum, nið- urgreiðslu og öðrum ráðstöfunum, sem fylgdu, viðurkenndu stjórnarflokkarn- ir, að skerðing kaupsins næmi 5,4%. í febrúarmánuði 1960 var síðan sam- þykkt mjög mikil gengislækkun, og fleiri efnahagsráðstafanir voru gerð- ar, sem hlutu að verka til mikillar verðhækkunar. Þar á meðal var mikil vaxtahækkun og hækkun söluskatts. Með þessari löggjöf var bannað að bæta Iaunþegum ársfjórðungslega vax- andi dýrtíð með vísitöluálagi. En það var þá kenning hagfræoinga ríkis- stjórnarinnar, að við slíka ráðstöfun mundi stöðvast víxlhækkun verðlags og kaupgjalds. 1 febrúarmánuði 1960, þegar geng- islækkunin var gerð, var vísitala vöru- verðs og þjónustu 100 stig. 1 júnímánuði 1961 var sú vísitala orðin 118 stig, eða hafði hækkað um 18%. Á tímabilinu frá janúar 1959 til júní 1961 urðu þó engar kauphækkanir. Kaupmáttur launa hafði því á þessu nær 2V2 árs tímabili lækkað, fyrst um 5,4% og síðan um 18%, eða samtals um rúm 23%. Útilokað er með öllu að kenna hækk un kaupgjalds um þá þróun verðlags- málanna, sem varð á þessu tímabili. 2. tímabil (frá júní 1961 til júní 1962). Þeirri þróun, sem átti sér stað á 1. tímabilinu, gátu verkalýðssamtökin alls ekki unað, allra sízt, þegar þess var gætt, að þjóðarframleiðslan fór vaxandi, og árferði var gott. 1 júní 1961 var því samið um 11— 12% hækkun á kaupi verkafólks. Sú hækkun var augljóslega miklu minni, en sem næmi þeim raunverulegu kaup- lækkunum, er yfir höfuð gengið næstu 2V2 árin á undan. Þessar kauphækkanir vildi ríkis- stjórnin ekki þola. Hún lækkaði þá, þrátt fyrir yflrlýsingu hennar um að blanda sér ekki í þau mál, gengi krón- unnar enn á ný í byrjun ágústmán- aðar þetta sumar. Afleiðingar þeirrar gengislækkunar urðu auðvitað nýjar og almennar verðhækkanir á öllum sviðum. t júlímánuði 1962 var vísitala vöru- verðs og þjónustu komin upp í 135 stgi, eða hafði hækkað alls um 25 stig, en um 17 stig síðan kaupið var hækk- að síðast í júní 1961. Á því tímabili hafði kaupið þó lækkað um 5,4% og hækkað um 11—12%, eða alls aðeins hækkað um 5,6 eða 6,6%. — Getur nokkur haldið því fram, að sú kaup- hækkun hafi valdið 35% verðhækkun? 3. tímabil (frá júlí 1962 til júlí 1983) Verðhækkun, sem nam 17 vísitölu- stigum í viðbót við það, sem á undan var gengið, gat verkafólk ekki borið bótalaust. Samið var því um kaup- hækkun í júlí 1962, sem nam 6—9%.

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.