Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 12
10 Jon Andrésen. Opinberar aðgerðir í Noregi til efi- ingar hagræðingarstarfsemi. Þegar þeir Egil Ahlsen og Jon André- sen höfðu lokið viðræðum sínum, var ýmsum fyrirspurnum beint til þeirra og málin rædd frá ýmsum hliðum með tilliti til íslenzkra atvinnuhátta. Var þá gert fundarhlé, en að því loknu flutti Benedikt Gunnarsson deildarráðunautur Industri konsulent A.S., erindi um: „Launakerfi og hag- ræðingu.“ Strax að því loknu hafði Sveinn Björnsson framsögu fyrir drögum að rammasamningl um undirbúning og framkvæmd vinnurannsókna hér á landi. Eftir miðdegishlé fóru fram hópum- ræður um efnið. Klukkan fjögur hófst flutningur stuttra erinda: Frásagnir af hagræð- ingaraðgerðum í íslenzkum fram- leiðslufyrirtækjum og stofnunum. Erindi fluttu: Benedikt Gunnars- son deildarstjóri, Björn Sveinbjörns- son iðnaðarverkfræðingur, Egill S. Ingibergsson verkfræðingur, Glúmur Björnsson skrifstofustjóri, Guðmund- ur Einarsson framkvæmdastjóri, Helgi H. Bergs framkvæmdastjóri og Jón E. Böðvarsson iðnaðarverkfræðingur. Kom margt fróðlegt fram í erind- um þessum, sem ljóslega sýndu ár- angur ýmissa hagræðingaraðgerða, sem þegar hafa verið framkvæmdar í ýmsum íslenzkum fyrirtækjum og stofnunum og vísa þannig veginn til þess, sem koma skai. Að lokum var almennur fundur, og U inncin lagði ályktunarnefnd þá fram drög að ályktun ráðstefnunnar. Byggði hún á aðalniðurstöðum og ábendingum, sem fram höfðu komið í hópumræð- um, og var þó skýrt tekið fram, að margt hefði þar komið athyglisvert fram, sem ekki hefði verið fellt inn í ályktunina en mundi verða tekið upp í skýrslu um störf ráðstefnunnar. Sú skýrsla mundi verða gefin út mjög bráðlega og send öllum þátttakendum ráðstefnunnar og öðrum aðilum, sem hún ætti erindi til. Eftir stuttar umræður var svohijóð- andi ályktun samþykkt í einu hljóði: Ályktanir ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands að Bifröst 7.—9. júní 1964 um hagræðingu í íslenzku atvinnulífi. li Ráðstefnan telur, að framleiðni- aukning í atvinnuvegum iands- manna sé ein höfuðforsenda auk- ins hagvaxtar og bættra lífskjara þjóðarinnar, og beri að vinna markvisst að því að glæða skiln- ing og afla viðurkenningar þjóðar- innar á gildi þess, að nýting starfs- orku, hráefna, atvinnutækja og annarra fjármuna sé jafnan ráð- andi sjónarmið í hvers konar fram- kvæmdum og stjórnun fyrirtækja þjóðarinnar. 2) Jafnframt því, sem ráðstefnan vek- ur athygli á nauðsyn þess, að hag- ræðingarstarfsemi verði efld í landinu, telur hún áríðandi, að sem flestir stjórnendur og starfsmenn einstakra fyrirtækja öðlist aðstöðu til að afla sér þekkingar á undir- stöðuatriðum hagræðingartækn- innar. 3) í þessu sambandi fagnar ráðstefn- an framkominni áætlun, og fjár- framlagi stjórnarvalda, sem miðar að því að veita samtökum vinnu- markaðarins stuðning til að láta þjálfa og taka í sína þjónustu sér- fræðinga til fræðslu og leiðbein- ingar fyrir meðlimi samtakanna í hagræðingarmálum. 4) Að fenginni reynslu af skipulagðri verkstjórnarfræðslu þar, sem verk- stjórum eru m. a. kynnt undir- stöðuatriði vinnurannsókna, telur ráðstefnan tímabært, að hafizt verði handa um námskeiðahald fyrir trúnaðarmenn, vegna vinnu- rannsókna í fyrirtækjum, strax er samkomulag hefur verið gert um þær milli heildarsamtaka vinnu- markaðarins. 5) Ráðstefnan beinir því til SFí, að félagið leiti samstarfs við yfirvöld menntamála um, að tekin sé upp fræðslustarfsemi í framleiðni- og hagræðingarmáium í fræðslukerfi þjóðarinnar, og leitazt sé við að aðhæfa hvers konar iðn- og tækni- menntun betur þörfum atvinnuveg- anna, en nú á sér stað. 6) Ráðstefnan vekur athygli á reynslu þeirri, sem fengizt hefur í ná- grannalöndum af samkomulagi á málefnalegum grundvelli milli höf- uðsamtaka vinnumarkaðarins um samstarfsnefndir, vinnurannsókn- ir og kerfisbundið starfsmat og

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.