Vinnan - 01.07.1964, Side 17
komið því við í vertíðarannríkinu að
halda félagsfundi fyrir stofnþing.
í stjórn Verkamannasambandsins
voru kosin:
Eðvarð Sigurðsson formaður, Björn
Jónsson varaformaður, Hermann Guð-
mundsson ritari og Björgvin Sigurðs-
son gjaldkeri. — Meðstjórnendur eru:
Guðmunda Gunnarsdóttir, Vest-
mannaeyjum, Sigfinnur Karlsson, Nes-
kaupstað og Óskar Garibaldason Siglu-
firði.
Næsta þing Verkamannasambands-
ins skal halda að ári liðnu, og teijast
þau félög, sem í sambandið ganga
fram til þess tíma, stofnfélög.
Að þinglokum afgreiddi stofnþing
Verkamannasambandsins svohljóð-
andi ályktun um kjaramálin:
„Stofnþing Verkamannasambands
íslands haldið í Reykjavík 9.—10. maí
1964 telur, að stefna sambandsins í
kjaramálum verkamanna og verka-
kvenna nú og í næstu framtíð hljóti
mjög að markast af þeirri þróun, sem
í þeim efnum hefur orðið á síðari tím-
um. Megindrættir þessarar þróunar
verða ljósir af þeim staðreyndum, að
frá lokum síðari heimsstyrjaldar hef-
ur ekki, þegar á heildina er litið, verið
um að ræða neinar hækkanir raun-
tekna miðað við vinnuframlag og
vinnutíma hjá verkamannastéttinni
og hvað lægstu laun þeirra snertir,
hefur verið um verulegar launaskerð-
ingar að ræða. Mismunur milli launa
verkamanna og annarra stétta, eink-
um hinna hæst launuðu, hefur farið
vaxandi og alveg sérstaklega síðustu
4—5 árin. Vinnutími hefur lengzt langt
úr hófi fram, svo að vinnuþreki, heilsu
og eðlilegum lífsháttum er ógnað.
Þessu hefur farið fram þrátt fyrir
mjög auknar þjóðartekjur og þar með
vaxandi getu þjóðfélagsins, til þess
að bæta hag vinnustéttanna, sem að
réttu hefði átt að nýta til þess að bæta
hag hinna lægst launuðu verkamanna
og verkakvenna, sem flestum fremur
hafa staðið undir aukinni framleiðslu
þjóðarinnar og þar með bættum hag
hennar sem heildar. Þessi þróun á
sér því ekki stoð í neinu réttlæti og er
auk þess andstæð þjóðarhagsmunum
þar sem hún hrekur vaxandi fjölda
dugmikilla starfskrafta frá undir-
stöðuatvinnuvegunum.
Verkamannasamband fslands mun
skoða það sem meginverkefni sitt að
einbeita kröftum félaganna, sem að
því standa og samtakamætti þeirra, til
þess að hér verði gerbreyting á:
---------- l/innan --------------
Að sem jafnastar og öruggastar
kjarabætur til handa verkamanna-
stéttinni komi árlega til framkvæmda,
vinnutími verði styttur í áföngum og
án skerðingar heildartekna, fullkomnu
Iaunajafnrétti kvenna og karla verði
komið á, á sem allra skemmstum tíma,
orlofsréttindi aukin, og hlutur verka-
mannastéttarinnar, miðað við aðrar
Iaunastéttir, verði bættur.
Nú um sinn telur Verkamannasam-
band íslands, að megináherzlu beri að
leggja á stöðvun verðbólgu og sívax-
andi dýrtíðar jafnhliða raunhæfum
aðgerðum í framangreinda átt. Stofn-
þing sambandsins lýsir því fyilsta
stuðningi sínum við nýlega gerða álykt-
un ASI um kjaramál og við þann
grundvöll, sem þar er lagður að sam-
komulagi og samstarfi við ríkisvaldið
um stöðvun verðbólgunnar samhliða
aðgerðum til raunhæfra kjarabóta.
Vill þingið lýsa ánægju sinni yfir því,
að alvarlegar viðræður eru nú hafnar
um þessi mál milli fulltrúa ASÍ og
ríkisstjórnarinnar og telur brýna
nauðsyn á, að þeim viðræðum verði
lokið hið fyrsta með jákvæðum ár-
angri. Þá vill þingið ennfremur lýsa
fyllsta stuðningi við þau verkalýðs-
félög á Norður- og Austurlandi, 23 að
tölu, sem nú eiga í sameiginiegum
samningum við atvinnurekendur og
telur málstað þeirra sinn málstað, sem
það vill styðja af fremsta megni.
Fari svo, mót von þingsins, að ekki
reynist sá vilji til samstarfs og óhjá-
kvæmilegra aðgerða fyrir hendi hjá
ríkisvaldinu og samtökum atvinnu-
rekenda, er einsætt, að eins og nú er
komið málum er þá sá einn kostur
fyrir hendi, að verkalýðshreyfingin
beiti öllum mætti samtaka sinna, til
þess að fá hlut umbjóðenda sinna rétt-
an. f því sambandi varar þingið ríkis-
valdið af fullkomnum alvöruþunga við
öllum hugsanlegum tilhneigingum eða
tilraunum til valdbeitingar gegn frjáls
um samnings- og samtakarétti verka-
lýðssamtakanna og iýsir yfir því, að
slíkt verður ekki þolað af hálfu Verka-
mannasambandsins hvorki í lengd né
bráð.
í samræmi við framangreinda stefnu
Verkamannasambandsins í kjaramál-
um og henni til stuðnings, felur stofn-
þingið væntanlegri stjórn sambands-
ins að gæta sameiginlegra hagsmuna
sambandsfélaganna með sem nánustu
samráði við Alþýðusamband íslands
og við þau verkalýðsfélög, sem nú eiga
í samningum, eða undirbúa nú samn-
ingsgerð við samtök atvinnurekenda.“
15
Snorri Jónsson.
IV. Málmiðnaðar- og skipasmiða sam-
band íslands
Undirbúning allan að stofnun
málmiðnaðarmannasambandsins ann-
aðist Félag járniðnaðarmanna í
Reykjavík.
Stofnþingið hófst laugardaginn 30.
maí á efstu hæð í húsi Dagsbrúnar og
Sjómannafélagsins við Lindargötu.
Snorri Jónsson setti þingið með
ræðu. Forsetar þingsins voru kosnir:
Kristinn Ágúst Eiríksson, Sigurgestur
Guðjónsson og Hreinn Ófeigsson, en
ritarar Helgi Arnlaugsson og Hannes
Alfonsson.
Þingið sóttu 37 fulltrúar frá 7 fé-
lögum með um 900 félagsmenn.
Lög voru samþykkt og almennar um-
ræður urðu um helztu félags- og hags-
munamál málmiðnaðarmanna og
skipasmiða. Ríkti alger einhugur með-
al þingfulltrúa um þau mái, og voru
menn einnig sammála um brína nauð-
syn þess að stofna landssamband til
að gæta hagsmuna málmiðnaðar-
manna og skipasmiða, hvar sem þeir
starfa á landinu.
Þingið lýsti yfir fylgi sínu við álykt-
un miðstjórnar Alþýðusambandsins
um kjaramálin og lagði áherzlu á
stöðvun verðbólgunnar, aukinn kaup-
mátt launa, verðtryggingu kaupsins,
styttingu vinnudagsins í áföngum, svo
og aukin oriofsréttindi. Þá samþykkti
þingið einnig einróma ýtarlega álykt-
un um iðnfræðslu og tæknimenntun.