Vinnan - 01.07.1964, Qupperneq 20
anna“, — „Ný kvæðabók“, „Ávarp
Fjallkonunnar,“ — „Landið gleymda,“
— „Ljóð frá liðnu sumri,“ — „Tvær
greinar," — „I dögun“ og „Laust mál.“
En eftir þessa upptalningu langar
mig til að grípa á nokkrum stöðum
niður í tvær seinustu ljóðabækur
Davíðs, „Ljóð frá liðnu sumri“ og
„í dögun.“ Vil ég með því sanna, að
sú skoðun styðst ekki við rök, að Davíð
hafi á seinni árum verið farið að
daprast flugið, og ljóðaæð hans tekin
að frjósa. Sannleikurinn er sá, að með
aldrinum óx honum ásmegin. — Ljóða-
lind hans varð æ tærari, tilfinninga-
hitinn sízt minni en áður, og streng-
ur karimennskunnar slaknaði ekki,
unz hann brast í bylnum Stóra, sein-
ast.
Eða hvað segja menn um fyrsta
kvæðið í „Ljóð frá liðnu sumri“:
„Segið það móður minni.“
Segið það móður minni,
að mig hveðji til ljóða
andi frá ókunnu landi
og ættjörðin góða,
máttur, sem storm stillir,
stjörnublik á tjörnum
og löngun til þess að lýsa
leitandi börnum.
Segið það móður minni,
að mold sé farin að anga,
svali leiki um sali
og sólbrennda vanga.
Býst ég nú brátt til ferðar,
brestur þó veganesti.
En þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.“
Er það skáld í afturför, sem svo yrkir?
Lítum þá að lokum á seinustu ljóða-
bók skáldsins: „I dögun“.
Fyrsta ljóðperlan, sem ég staldra þar
við, er smákvæðið „Blómasaga“.
Tvö seinni erindin eru svona:
„Engan leit ég
mót ljósi himins
ljúfar brosa,
en dúnurt fríða,
sem dagsins bíður
í döggvuðum mosa.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra,
en eiga vini,
sem aldrei svíkja."
Þá sýnir kvæðið „Stjörnudraumur,“
að enn getur Davíð ort fögur og heill-
andi ástaljóð:
----------- i/inncin ----------------
Svo stigum við bæði í bátinn,
sem beint var að yztu firrð.
En yfir elfunni hvíldi
hin undursamlega kyrrð.
En andinn, sem öllu ræður,
gaf óskunum lausan taum
og bænheyrði okkur bæði
á bak við tímans straum.
Þetta var árið, sem ástin
átti sinn stjörnudraum.
Ó, liðna vor, hve ljúf er heiðblá nóttin,
sem lék um okkar hvíta draumaskip.
En svo kom haustið, angistin og
óttinn,
og allt fékk nýjan svip.
En einmitt þá, í bölsins bleika skini,
er bæði voru þjáð í hættu stödd,
gat lífið tengt og töfrað gamla vini,
og tunga þín fékk aftur sína rödd.
Og enga sá ég brúður brosa fegri,
né betri konu marka hreinni spor.
Mér fannst þú vera ennþá yndislegri,
en okkar fyrsta vor.
En alla leið, um langan veg,
var líf mitt glætt af þinni trú.
í vitund þinni vaki ég,
í vitund minni — þú.
Ekki leynir þetta erindi því með
hverjum Davíð fann til:
Sykurrófna ræktun
gaf ríkum mikið fé.
Að henni unnu þrælar,
sem óðu moldina í kné.
Þetta var hungraður hópur,
sem heimskur og derrinn glópur
barði með bambustré.
Ég neyti ekki sykurs sagði
Shelley — og drakk sitt te.
Þá er engin lágkúra yfir upphafi
kvæðisins „Gakk heill“:
Gakk þú heill að hollu verki,
heimta allt af sjálfum þér.
Vaxa skal sá viljasterki,
visna hinn, sem hlífir sér.
Ádeiluskáld hefur Davíð aldrei ver-
ið talinn, en samt deilir hann misk-
unnarlaust á tortímingaræði herveld-
anna og veilur þjóðlífsins — á hið
fúna og feiskna, á linkuna, sundrung-
ina, ósjálfstæðið og þrekleysið. En
jafnframt bendir hann þjóð sinni til
hærri miða. — 1 kvæðinu „Blysför“,
segir hann:
„Framtíð þinni, unga öld,
ógna tímans myrkravöld,
skuggar hinna dimmu daga,
drómi ótal nýrra laga,
tízka, sem er tignuð mikið,
tundurskeyti, geislarykið,
andleg kúgun, vopnað vald,
villimennska, afturhald.
Sagan á sín björtu blys,
bjarma yfir margri dys.
Víst er það, að margar minna
á menn, sem gættu elda sinna,
Létu hvorki fum né fis
fleka sig né ginna.
Þá var enn í þessu landi
þjóðarsál og frelsisandi.
Nú er öllu í dilka deilt,
dreift í flokka, ekkert heilt.
Trúarvana, tvístruð þjóð,
tekur sínum þegnum blóð,
kröftunum til einskis eyðir
yfir sína lesti breiðir,
leikur sér að litlum knetti,
lætur nægja stutta spretti —
svo eru öllum verðlaun veitt,
sumum fyrir svik og pretti,
sumum fyrir ekki neitt.
Þeir, sem mest af litlu láta,
leggja árar fyrst í báta.
Veröld þeirra vindum gnúð
verður andleg skriflabúð.
Tendra blysin, unga öld,
að þér sækja myrkravöid.
Látið heilagt bálið braka,
bræðið fólksins hjartaklaka.
Berið ljós í borg og daii,
bænahús og stjórnarsali,
hallirnar og heiðakotin —
skúmaskotin.
Bræðið saman brotin.
Löggjafar, sem lítið skilja,
lúta aldrei fólksin vilja
koma öllu á vonarvöl,
verða sjálfir þjóðarböl.
Með smákvæðinu „Tvær stefnur“
segir Davíð okkur rækilega til synd-
anna, og er kvæðið þó aðeins tvö ör-
stutt erindi. Það er svona:
„1 Noregi fagna því flestir,
að Finnmörk var endurbyggð,
en hér fara óðul í eyði,
og er það talin dyggð.
Annar á vaxtarviljann,
vakir og ræktar sand.
Hinum er mest í muna,
að minnka sitt föðurland.“
Að öllu saman lögðu tel ég seinustu
ljóðabók Davíðs „I dögun“, fáguðustu
og ljóðrænustu bók hans. Þar mætum
við hinni tæru „lyrik“ svo að segja
á hverri blaðsíðu. Vil ég þessu til sönn-
unar nefna nokkur kvæði, sem ég tel