Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 23
----------------- Winnan--------------”
FÁNAR BLÖKTU YFIR NÝRRI BYGGÐ
Þann 15. apríl s.l. var lokið við að
reisa seinustu sperruna á orlofshúsun-
um undir Reykjafjalli. Þótti þá tilhlýði-
legt samkvæmt viðtekinni þjóðlegri
venju, að fánar væru dregnir að hún á
húsunum og atburðarins minnst í góð-
um fagnaði með smiðum og verka-
mönnum.
Af þessu tilefni fóru miðstjórnar-
menn austur yfir heiði þennan dag
og efndu til smá fagnaðar með verka-
mönnum í hinum vistlega íveruskála,
sem verktaki hefur reist á bygginga-
svæðinu.
Með í þessari för var einnig Sigurð-
ur Thoroddsen verkfræðingur, sem
annazt hefur um allan verkfræðilegan
undirbúning verksins. Ætlunin var, að
Sigvaldi Thordarson arkitekt, sem gert
hafði uppdrætti alla að skipulagi og
húsum orlofsheimilahverfisins, væri
einnig með í förinni. En af því gat því
miður ekki orðið, þar eð hann var þá
þegar altekinn af sjúkdómi þeim, er
hann hafði lengi barizt við, og leiddi
hann skömmu síðar til bana.
Formaður bygginganefndar, Snorri
Jónsson og forseti sambandsins ávörp-
uðu verkamenn undir borðum og þökk-
uðu þeim mikið og gott starf.
Varð þarna glatt á hjalla, mikið
sungið og eitthvað ort. Einn af smið-
unum, Árni Jónsson, lék á gítar við
mikinn orðstír, og lyfti leikur hans
söngnum og „stemningunni" á enn
hærra stig.
Voru allir sammála um, að margt
handtakið hefði verið unnið, og mik-
il umbreyting orðin á þessum stað,
síðan fyrir 10 mánuðum, er verkið var
hafið.
Sigvaldi Thordarson arkitekt.
Að vísu er mikið eftir, þar til sein-
asta handtaki við hinn umsamda á-
fanga er lokið. — En nú sígur þó á
seinni hluta verks, og sá tími nálgast,
að verkafólk haldi austur um heiði
til hvíldar og hressingar eftir erfiði og
amstur dagsins í orlofsheimilabyggð
Alþýðusambandsins undir Reykjafjalli.
Síðan þetta gerðist, er nokkuð um-
liðið. Húsin hafa nú verið klædd ut-
an með alúmíníum, tvöfalt gler sett
í glugga, gengið frá raflögn og hita-
lögn í húsunum og unnið að einöngr-
un og innréttingum.
Á orlofslandinu hefur nú verið geng-
ið frá rafveitu, vatnsveitu og skólp-
veitu og vönduð rotþró byggð. Þá er
nú hafin vinna við hitaveitulögn um
landið.
Borað var eftir heitu vatni í suðvest-
urhorni landsins, og var útlit gott um,
að árangur fengist. En þrátt fyrir sí-
vaxandi hita í holunni fór svo, að vatn
fékkst ekki, og varð sú borun því ár-
angurslaus, a. m. k. í bráð. Þessi bor-
hola var 500 metra djúp, og orkaði
borinn ekki að ná upp þyngri bora-
samstæðu.
Næst ráðlagði dr. Gunnar Böðvars-
son að bora miklu nær Hveragerði í
landi Reykja skammt frá sundlaug
Hvergerðinga.
Ekki hafði verið lengi borað, er þar
varð mikils hita vart, en er dýpra
kom, reyndust berglög erfið og mis-
hörð og brotnaði borinn einusinni eða
tvisvar. Tóku viðgerðir nokkurn tíma
og varð af þessu öllu almikil tímatöf.
En er borholan var komin í 480 metra
dýpt, varð mikið gos, og olli fyrst erf-
iðleikum að hemja orkuna. Er hér um
að ræða kraftmestu borholu í Hvera-
gerði, þegar frá eru teknar hinar stóru
borholur, er gerðar voru með raforku-
virkjun fyrir augum eða til þunga-
vatnsframleiðslu.
Með þessari síðari borholu er því
vel séð fyrir heitu vatni til allrar or-
lofsbyggðarinnar og til fyrirhugaðrar
sundlaugar þar á staðnum.
Hefur þessi borun tafið verkið og
einnig kostað mikið fé, en nú er líka
mikil orka tryggð, og jafngildir hún
eldsneyti fyrir langa framtíð.
Niðri við Suðurlandsbraut hefur ver-
ið byggð brú yfir kvísl af Varmá.
Verður nú bráðum fyllt að henni og
gengið frá ofaníburði í veginn upp að
landinu og vegunum um það. Þá verð-
ur líka, strax og gengið hefur verið
frá hitaveitukerfinu, hægt að loka öll-
Þegar seinasta sperran var reist, voru risgjöld höfð undir Reykjafjalli að viðteknum íslenzkum sið.