Vinnan - 01.05.1984, Síða 11

Vinnan - 01.05.1984, Síða 11
Misskipting auðs og valds fer % .w ört vaxandi Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkamannaféiagsins Dagsbrúnar, hélt aðalræðuna á Húsavík 1. maí. Hann lýsti hinum snöggu umskiptum í afkomu heimilanna og atvinnuörvggi fólks. „Ný ríkisstjórn breytti viðnámi gegn verðbólgu í baráttu gegn launa- kjörum. Þær aðferðir sem beitt hefur verið til að draga úr verðbólgu sýna betur en orð fá lýst hve ríkjandi hag- fræði er í reynd stéttbundin og ósann- gjörn í garð verkafólks... Hér á landi hefur allt frá stríðslokum verið við lýði svokallað blandað hagkerfi. Nú er ver- ið að breyta þessu. Nú skal innleitt hreinræktað markaðskerfi, en leiðar- Ijós þess eru ágirnd, vald hins sterka og ójöfnuður...“ Þröstur rakti hvaða afleiðingar þessi stefna gæti haft. „Þeir sem eiga pening- ana fá nærri daglega tilkynningar um hærri vexti og betri ávöxtunarmögu- leika. Þjóðarbúið virðist hafa næga getu til að borga hærri vexti til fjár- magnsins þótt skera verði niður við trog greiðslur fyrir vinnu.“ Þröstur ræddi ástæður fyrir því að ríkisstjórn- inni skyldi takast að koma efnahagsað- gerðum sínum fram án átaka eða árekstra á vinnumarkaðinum og hvers- vegna félagslegar röksemdir hefðu Iot- ið í lægra haldi. „Almenn umræða um efnahagsmál undanfarinn áratug, hefur snúist um það, hvort beita eigi ákveðinni launa- stefnu, gengisstefnu, vaxtastefnu, pen- ingastefnu o.s.frv. Þessi einhæfa um- ræða um aðferðir og tæknilegar út- færslur hefur leitt til þess að búið er að þurrka út úr vitund þjóðarinnar þá miklu misskiptingu auðs og valda sem við búum við og fer ört vaxandi. Áróð- urinn beinist að því: Að sverta alla sam- hjálp og samvinnu fólks sem efnahags- legt ábyrgðarleysi: Að brennimerkja allar tilraunir til efnahagslegrar jöfn- unar sem uppsprettu verðbólgu og stjórnleysis: Að telja alla félagshyggju leiða til miðstýringar og ánauðar. - Allur slíkur áróður leiðir smám saman til vantrúar fólks á hverskonar félags- legum röksemdum." Gamaldags starfshættir Þröstur ræddi um veika stöðu verka- lýðshreyfingarinnar. „Sífellt vaxandi velmegun undanfarinna ára ásamt sjálfvirkum 'vísitölubótum, á þriggja mánaða fresti, hafa veikt baráttuþrekið og sljóvgað bæði áræði og þor... Starfs- hættir félaganna eru gamaldags og eigið frumkvæði lítið. Hefðbundin verkalýðshreyfing lítur of þröngt á hlutverk sitt - það á að vera víðtækara en bara stúss í kringum samninga.“ Pólitískt mótvægi gegn frjálshyggju Þröstur nefndi eftirfarandi þrjú atriði sem skilyrði þess að verkalýðssinnar um allt land geti staðið saman að póli- tísku mótvægi gegn frjálshyggju auð- magnsins: ,,ífyrsta lagi þurfa þeir að sameinast. Verkalýðshreyfingin gæti hér haft for- ystu bæði í eigin félögum og þeim stjórnmálaflokkum sem tengjast henni. Án þessa verður engin sannfærandi vinstri stefna mótuð og fátt gert til varnar þeim málstað sem skuldbindur okkur. / annan stað þarf sameinuð vinstri hreyfing að afla sér bandamanna m.a. meðal bænda svo að ýmissa tæknihópa iðnaðarsamfélagsins. Án slíkra banda- manna verður hefðbundin vinstri hreyfing of veikburða til að geta af þrótti og þekkingu tekist á við að móta daginn á morgun. / þriðja lagi þarf nýjan stjórnmála- grundvöll þar sem félagsleg afkomu- trygging þeirra verst settu og félagsleg auðlinda- og atvinnustjórnun eru horn- steinar nýrra efnahagslegra samskipta milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og ríkis. Hér þarf í senn að móta stjórnlist einarðari og harðari réttindabaráttu launafólks og nýja samskiptafleti í samstarfi við einkafjár- magnið. Afturhvarf til gamalla, liðinna hugmynda er ekki aðgöngumiði að fjöldafylgi og framtíðarstefnu. í þessu samhengi er efling ríkisvaldsins ekki nauðsynlegur fylgifiskur. Við megum aldrei fallast á þá skoðun að velferðar- ríkið sé liðið undir lok, eins og hægri menn úthrópa einum of ótæpilega. í skjóli þess hefur hinsvegar sprottið margskonar illgresi sem uppræta þarf. Þar þurfum við líka að horfa í eigin barm. Meginverkefni kjarabaráttunnar næstu misserin - fyrir utan almenna hækkun launa — er að stytta vinnutíma verkafólks. Þá á eg ekki við að stytta 40 stundir í 35 heldur að gera 40 stundir að raunverulegum vinnutíma og þetta gerist án skerðingar á launum. Staðl- aður skrifstofuvinnutími verður aldrei raunhæft vinnutímafyrirkomulag hér- lendis vegna vertíðar og mikillar vinnu um hábjargræðistímann. Engu að síður er núverandi vinnuálag óþolandi. Langur vinnutími er ekki bara slítandi og lýjandi heldur ekki síður menning- arlega fjandsamur." • Verkamannasambandið varð tuttugu ára nú í maí. Sagt verður frá afmælinu og niðurstöðu sambandsstjórnarfundar VMSÍ í næsta blaði. VINNAN 11

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.