Vinnan - 01.05.1984, Síða 14

Vinnan - 01.05.1984, Síða 14
Fiskvinnslufólk vill aukna samstöðu: Gæti orðið sjálfstæð deild innan VMSÍ Pórir Daníelsson ræðir hugmyndir um skipulagsbreytingar í upphafi fundarins — hin myndin sýnir konur ífiskvinnsluhópnum fylgjast með umræðum. - Hvað færði þessi ráðstefna hreyf- ingunni, Þórir? - Ég fylgdist mest með fiskvinnslu- hópnum og það var greinilegt að það fólk vill meiri samstöðu en nú er fyrir hendi. Það var vilji allra umræðuhóp- anna innan fiskvinnslunnar að stofnuð yrðu með einhverjum hætti Samtök fiskvinnslufólks, sem yrði síðan deild innan Verkamannasambandsins. Við hjá skipulagsnefndinni, og ekki síður innan VMSÍ, verðum að skoða ræki- lega þá kröfu að stofnuð verði lands- samtök fiskvinnslufólks. - Það yrðu mikil tíðindi ef það gerð- ist. Einhver sagði í umræðum að rétt- indi og kjör fiskvinnslufólks hefðu lítið breyst í mörg ár. — Þetta er bæði rétt og rangt. Fisk- vinnslufólkið hefur búið við bónus- kerfið, sem hefur m.a. valdið því að grundvallartaxtinn hefur sáralítið breyst. Atvinnuöryggi þessa fólks er einna minnst innan hreyfingarinnar. Samkvæmt íslenskum lögum er heimilt að setja fólk í launalaust frí, og þessu er hægt að beita gegn fiskvinnslufólki, ef hráefni er ekki fyrir hendi. Við höfum reynt að mæta þessu með kauptrygg- ingarsamningi, þannig að fólk sem gerir persónulegan ráðningarsamning, eftir að hafa unnið einn mánuð, getur haldið launum í allt að einni viku þó að atvinnuleysi sé. Þetta þýðir að atvinnu- rekendur geta sett fólk í launalaust frí með viku fyrirvara. Það er þetta örygg- isleysi sem er ákaflega áberandi í um- ræðum um kjör fiskvinnslufólks. — Og þær umræður skerpast með kvótakerfinu? — Að Sjálfsögðu. Þegar við blasir at- vinnuleysi í greininni er hætt við að atvinnurekendur noti þennan rétt sinn æði mikið. Það er auðvitað fráleitt, að fólk sem starfar í undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar, búi við minnst öryggi varðandi atvinnumissi. — Hvað áleit fólkið að yrði næsta skref? — Það kom ekki beint fram þarna, enda kjaramálin minna rædd en skipu- lagsmálin. Það er eðlilegt að fisk- vinnslufólkið vilji meiri samvinnu sín á milli og það verður forgangsverkefni á næstu mánuðum að finna leiðir til þess. - Varstu fyrir vonbrigðum með „íhaldssemi“ fólksins? - Nei, það kom mér ekkert á óvart. En bæði umræður og niðurstöður ráð- stefnunnar voru mjög góðar, og betri en ég hafði þorað að vona. Niðurstöður þeirra fimm hópa innan fiskvinnslunn- ar, samtals um 70 manns, voru nær samhljóða hvaða aðalatriði varðar og það lofar mjög góðu. S.J. Kostur D Fyrir fundinum lá ítarleg samantekt um þá valkosti, sem mögulegir væru í átt til skipulagsbrcytinga. Kostur D, sem fundarmenn töldu þann eina færa nú, var skilgreindur á eftirfar- andi hátt í þeim plöggum er fyrir fundunum lágu: D. Deildaskipt félög, breytt aðild að landssamböndum. Alþýðusambandið yrði samband at- vinnugreinasambanda þar sem nú- verandi landssambönd yrðu uppi- staðan en hugsanlega yrðu stofnuð eitt eða fleiri sambönd einkum í þeim félögum sem hafa beina aðild að Alþýðusambandinu. í þeim verkalýðsfélögum sem hafa innan sinna vébanda starfsfólk í mörgum atvinnugreinum yrðu stofnaðar deildir sem gerðust síðan aðilar að viðkomandi landssamböndum. Höfuðverkefni landssamband- anna yrði að gera heildarkjarasamn- ing fyrir allt starfsfólk í greininni. Verkfallsrétturinn yrði áfram hjá fé- lögunum. 14 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.