Vinnan - 01.05.1984, Side 15

Vinnan - 01.05.1984, Side 15
HRINGBORÐIÐ S AMNIN G ARNIR OG STAÐA HREYFINGARINNAR Á 3ju önn Félagsmálaskólans, sem haldin var 25. mars til 7. apríl, var að sjálfsögðu mikið rætt um nýgerða kjara- samninga og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Nemendur skrifuðu m. a. greinar um samningana og stöðuna, þar sem margt athyglisvert kom fram. Við fengum síðan eftirtalda í hringborðsumræður um þetta efni: Kjartan Guðmunds- son, formann Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akra- nesi, Jón Guðmundsson, varaformann Verkamannafé- lagsins Fram á Seyðisfirði, Svavar Guðbrandsson, gjald- kera Félags íslenskra rafvirkja, Sigmund Benediktsson, gjaldkera Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi, og Óla S. Runólfsson, meðstjórnanda í Félagi járniðnaðar- manna í Reykjavík. Við hófum umræðurnar með spurningu um samningana og samningsstöðuna. Kjartan: Ég sat báðar formannaráð- stefnurnar sem haldnar voru rétt fyrir samningsgerðina. Það kom berlega í ljós á ráðstefnunum, að flestir, sem tóku til máls, lýstu því yfir að félög þeirra væru ekki tilbúin til aðgerða og fólu þar af leiðandi stjórn ASÍ að reyna að ná eins langt og mögulegt væri. Jón: Það virðist koma í ljós að mat formannanna var ekki að öllu leyti rétt, og fólk virtist sums staðar tilbúið að taka upp baráttu eftir að samningstilboðið kom og búið var að reifa það svolítið. Niðurstaðan virðist vera sú, að fólk úti i félögunum álítur að Alþýðusambandið hafi brugðist. Það er skekkja, sem er mjög vond að því leyti að þessi ákvörð- un var tekin á tiltölulega stórum fundi. Ákvarðanatakan var miklu dreifðari en fólk virðist gera sér grein fyrir. Sigmundur: Ég kom nú ekkert ná- lægt þessum formannaráðstefnum, en mér finnst að ákvörðunin um samning- ana hafi síast út og atvinnurekendur vitað hvað þeir gátu pressað. Hjá því fyrirtæki sem ég vinn hjá, Sements- verksmiðju ríkisins, kom nei við flest- um kröfum sem þar voru settar fram. Mín skoðun er sú að flokkspólitískar línur innan verkalýðshreyfingarinnar limi hreyfinguna í sundur og það eru alltaf til menn sem eru tilbúnir að koma boðum til atvinnurekenda um hvað er að gerast hjá hreyfingunni. Oli: Ég tel að samtakamáttur félag- anna hafi ekki verið athugaður nógu vel og vil rökstyðja það með því að samningarnir voru víða samþykktir með naumum meirihluta og sums stað- ar voru þeir felldir, og í sumum félög- um tekin upp barátta sem sýnir að í þeim félögum hefur þó verið baráttu- kraftur. Hefðu félögin verið virkjuð betur í heild hefði kannski fengist betri útkoma. ASÍ hefði átt að beita meiri áróðri til stuðnings sínum málefnum. og til að virkja almenningsálitið til liðs við sig. Þegar svo kom fram í fjölmiðl- um skoðanakönnun um afstöðu fólks- ins til ríkisstjórnarinnar (hér er átt við skoðanakönnun DV, innskot Vinnan) þá var niðurstöðu könnunarinnar ekki mótmælt, eða reynt að sýna fram á að framkvæmd könnunarinnar hafi verið ábótavant. Svarið við þessu hefði átt að vera skoðanakönnun á vegum ASÍ, meðal fólks innan hreyfingarinnar. Sigurjón: Þú meinar að ASÍ hefði átt að beita skoðanakönnunartækni í sam- bandi við samningana? - Já, ég átti nú sérstaklega við síð- ustu samninga, en þetta gæti gilt um framtíðina einnig. En áróður ASÍ var bókstaflega alveg í molum. Það hefði mátt virkja fólk miklu betur. Mér fannst einum of langt gengið þegar for- ystumenn sumra félaga notuðu skoðana- könnunina sem vörn, og hún sýndi rétt- mæti þess að samþykkja samningana. VINNAN 15

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.