Vinnan - 01.05.1984, Síða 23
í síðasta tölublaði Vinnunnar skýrði
Stefán Hjartarson sagnfræðingur
frá heimildasöfnun sem fór fram á
Akureyri sl. sumar. Tekin voru við-
töl við roskið fólk og rætt var m. a.
um lífsbaráttuna og verkalýðshreyf-
inguna á fyrstu tugum þessarar ald-
ar.
Margt fróðlegt kom fram í viðtöl-
unum og nú er lesendum Vinnunnar
gefið tækifæri til að skyggnast svo-
lítið um sögusviðið.
Flestir, sem talað var við á Akur-
eyri, eiga það sameiginlegt að vera
fæddir utan bæjarins, en fluttust
þangað vegna fjölskyldumyndunar
eða í atvinnuleit. Margir aðkomu-
menn áttu ættingja á Akureyri og
það laðaði þá einnig að.
Ijr fdrum
Sogusðfns
Umsjón:
Snorri S. Konráðsson
Þá hafði fólkið áhuga á frekara
skólanámi en 8 vikna farskóla, en
þessar fáu vikur urðu að nægja sem
fullnaðarmenntun, efnahagurinn
veitti ekki svigrúm til frekara náms.
Sjaldgæft var að fólk væri ráðið
skriflega til atvinnurekenda og at-
vinnuöryggi þar af leiðandi lítið.
Fastráðning verkafólks þekktist
varla fyrir 1940 en við heimilda-
söfnunina voru einkum til umræðu
árin milli 1920 og 1940. Á þessu
tímabili var fólk ekki beðið að vinna
yfirvinnu; það átti að vinna svo lengi
hvern dag sem atvinnurekandanum
þóknaðist.
I viðtölunum kom einnig fram að
menn stunduðu smábúskap sam-
hliða venjulegri tímavinnu hjá at-
vinnurekendum. Markaðsþjóðfé-
lagið var ekki lengra á veg komið en
svo, að sjálfsþurftabúskapurinn var
enn við lýði þótt meginteknanna
væri aflað utan heimilis.
Þegar verkafólkið átti í verkfalls-
baráttu kom sér vel að vera sjálfum
sér nógur með mjólk og kjöt; böm-
unum var þannig að mestu borgið.
Og siðferðilega stóðu verkfalls-
menn betur að vígi gagnvart fjöl-
skyldum sínum þegar þær skorti
ekki nauðþurftir þrátt fyrir vinnu-
stöðvanir.
Gamalt verkafólk á Akureyri segir frá
verkalýðsbaráttunni á fyrstu tugum aldarinnar
Fastráðning yerkafólks
þekktist varla fyrir 1940
Vörur, ekki peningar
Verkamaður, sem var lausráðinn í
nokkur ár á sama vinnustað, og hafði
eingöngu tímakaup, sagði, þegar hann
var spurður um hvernig launagreiðsl-
um hefði verið háttað:
,,Launin voru greidd út mánaðar-
lega. Starfsmennirnir voru í reikning
hjá kaupfélaginu og fengu því ekki
greitt út í peningum heldur úttekt.
Erfitt var að fá þó ekki væri nema.
nokkrar krónur greiddar út í pening-
um. Vörurnar voru yfirleitt ódýrari hjá
kaupfélaginu en kaupmönnum og því
töpuðu starfsmennirnir ekki á úttekt-
inni. Ég hefði frekar viljað fá launin
greidd í peningum."
„Hafði augu í rassinum“
En hvernig voru kjör verkakvenna?
Hvernig var ráðningum háttað, hvaða
vinnu voru þær látnar stunda, hvernig
var tekið á mótmælum vegna lágra
launa og slæms aðbúnaðar? Var launa-
munur milli kynjanna? Gefum verka-
konu orðið:
„Ég var aldrei fastráðin hjá Gránu-
félaginu. Nokkrar einhleypar konur
voru fastráðnar, en þegar mikill afli
barst var bætt við fólki og fékk ég þá
stundum vinnu. Hópur kvenna mætti
alltaf rétt fyrir kl. 7 á morgnana niðri á
Gránufélagsbryggju og yfirmaðurinn
valdi úr nokkrar sem fengu vinnu þann
daginn. Hinar voru sendar heim. Ég
var stundum send heim, en stundum
fékk ég samfellda vinnu í nokkra daga,
jafnvel lengur.
Ég var yfirleitt alltaf ráðin í fiskvask
en þó kom fyrir að ég var sett í að bera
kol og salt í skipin. Konur voru ódýrari
vinnukraftur en karlar og því var ég
sett í kolaburðinn. Það var gífurlega
erfið vinna að bera þunga poka á bak-
inu.
Þeir voru kallaðir kommúnistar er
gerðu sig ekki ánægða með kaupið sem
atvinnurekandi bauð. Menn í Verka-
mannafélagi Akureyrar voru illa þokk-
aðir af atvinnurekendum. Það gat verið
erfitt fyrir þá að fá atvinnu.
Verkstjórinn sagði fyrir um hvað
hver ætti að gera og fylgdist vel með
starfsfólkinu, hafði augu í rassinum, og
var kominn um leið ef hann sá einhvern
reisa sig upp.
Ég varð aldrei fyrir neinu óhappi á
vinnustað og man ekki eftir neinu slysi
nema hvað ein konan datt og hand-
leggsbrotnaði. Hún fékk ekkert borg-
að. Fólk var ekki oft veikt og það var þá
þeirra skaði. Nokkrar konur fengu
magaveiki og taldi læknirinn að það
væri vegna slæms aðbúnaðar á vinnu-
stað. Ég var hissa að enginn skyldi
VINNAN 23