Vinnan - 01.05.1984, Síða 25

Vinnan - 01.05.1984, Síða 25
Nóvu-deilan: Mannsöfnuðurinn á Torfunefsbryggju 1932. hreinlega deyja úr kulda og vosbúð þarna. Margar eldri konur fóru einnig illa í fótunum vegna vinnunnar, líklega út af kuldanum. Læknir á sjúkrahúsinu bað forstjórann eitt sinn að bæta að- stöðu kvennanna sem unnu á bryggj- unni, en ekkert var gert. Einstaka manneskja var svo dugleg að reyna að tala máli kvennanna, en þær voru kveðnar í kútinn.“ „Það bjargaði, að við höfðum skepnurnar“ Eftirfarandi frásögn lýsir vel bjarg- ræðinu af smábúskapnum: „Það hefði alls ekki gengið að fram- fleyta fjölskyldunni af vinnulaununum einum saman. En það sem bjargaði var, að við höfðum skepnur líka. Velflestir bæjarbúar höfðu skepnur. Eiginkona mín vann alltaf úti. Hún vann alla þá vinnu sem hægt var að ná í. Krakkarnir fóru að vinna þegar þau voru komin yfir fermingu. Ég stundaði ekki aðra launaða vinnu utan aðalatvinnu. Hins vegar höfðum við 25 kindur og 2 kýr. Búskapinn höfðum við til búdrýginda því útilokað hefði verið að lifa af launatekjunum einum á þessum tíma. Það var misjafnt hversu mikið við gátum sinnt búskapn- um. Það varð að gera utan annars vinnutíma, á morgnana eða kvöldin. Þegar ég var atvinnulaus gafst ágætur tími. Á sumrin var ég í fastri vinnu á Krossanesi og þá var ekki um annað að ræða en að sofa sem minnst og heyja á frívöktum. Allflestir Akureyringar voru með búskap samhliða vinnu sinni. Það átti ekkert frekar við um verkafólk. Kenn- arar og verslunarfólk var líka með skepnur. Það er augljóst hvers vegna fólk lagði þessa aukavinnu á sig. Það var til að geta lifað og til að þurfa ekki að leita á náðir hins opinbera.“ Laun í veikindum „Það var ekki dregið frá launum þótt starfsfólk skemmdi í ógáti eitthvað á vinnustað. En þar sem fólk var bara ráðið í vinnuna hvern morgun fyrir sig, þá fengu menn ekki vinnu og þar með engin laun ef þeir vöknuðu of seint eða voru veikir. Samstarfsmennirnir tóku ekki eftir hvort einhver, sem ekki mætti, væri veikur eða eitthvað annað amaði að. Hann gat hafa fengið vinnu annars staðar.“ „Menn ekki ráðnir í vinnu“ „Menn voru síður ráðnir ef þeir voru félagsbundnir. Reynt var að komast framhjá verkalýðsfélögunum. Þeim tókst það ekki. Atvinnurekendur not- færðu sér menn sem vildu pota sér hingað og þangað í vinnu. Sannleikur- inn var að atvinnurekendur voru það harðir að þeir jafnvel gáfu út launa- miða sem samsvöruðu taxta verkalýðs- félagsins en borguðu ekki samkværnt honum. Þetta var vottur um hræðslu við verkalýðsfélögin. Um það bil árið 1939 til 1940 varð breyting á þessu ástandi að menn væru Iátnir gjalda þess að vera félagsbundn- ir. Það gerðist vegna tilkomu hersins. Þeir tóku alla þá er þeir gátu fengið í vinnu. Stöðug varnarbarátta einkenndi fjórða áratuginn hjá verkalýðnum. Sveitamenn gengu í Verkalýðsfélag Glerárþorps. Áður vildi það brenna við að þeir byðu sig til vinnu fyrir minna kaup en taxta verkamannafélagsins. Það var skiljanlegt að margir þeirra sem höfðu smábúskap væru reiðubúnir að vinna fyrir lægra kaup, en þetta lag- aðist. Þeir urðu að gerast félagsmenn eftir að félagið hafði verið stofnað, annars hefði félagið komið á verkfalli.“ „Brennivín kosningar og bannárin“ „Á bannárunum var mikið drukkinn landi. Svo var auðvelt að fá resept út á vín hjá lækninum. Það var hægt að fá út á ýmislegt og maður þurfti ekkert endi- lega að vera veikur. Það var hægt að fá VINNAN 25

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.